Ingólfur - 23.04.1945, Síða 2

Ingólfur - 23.04.1945, Síða 2
2 INGÓLFUR Hættan að austan og vestan INCÓLFUR Útgef,: Nokkrif ÞjóSveldismenn Ritatjóri: HALLDÓR JÓNASSON («ím*r: 2802 og 3702) Afgreiðsla í Ingólfshvoli kl. 1—3 e. h.; sími 2923 INGÓLFUR kemur út fvrst um sinn eftir fiví sem hentugleikar um prentun blaðsins leyfa. — Misserisverð kr. 12,00. PreaUmiðja Jóna Helgasonar Frh. af 1. síðn. ast hjá öðru borgarasiríði. Og árið 1909 komst cvo Bandalag Suður-Afríku á“. Hváö er frelsi án öryggis? Mr. Curtis segir ennfremur: „í öllum þessum tilfellum náðist það sem Abraham T in coln kallaði „endurfæðingu frelsisins“, og í öllum tiifell- unum voru þær aðgerðir sem nauðsynlegar voru til að frelsa hinn nauðstaddalýðaf flokkaleiðtogunum kallaðar brölt og grillur úr óróaseggj- um“. — Sömuleiðis bendir liann á, að þegar parta^eið- togarnir finni að almennings álitið sé að taka ákveðna stefnu gegn því sem þeir hafa haldið fram, þá séu þeir venjulega fljótir að snúa við blaðinu. Dæmin «ýni einnig að flokkasjónarmiðin í vissum málum eigi ekki dýpri ítök í almenningi en svo, að ef upp rísi áhrifa- menn utan flokka og segi sannleikann, þá séu menn fljótir til fylgis við þá — og þá gerist oft ýmislegt. sem flokkarnir áttu sízt von á. Bendir hann á þetta til að glæða vonir allra þjóða um að hinum eiginlegu «tjóm- málamönnum kunni r.ú að takast að tryggja heimsfrið- inn með stofnun á nýju og sterkara Þjóðabandalagi í trássi við partavöldin, sem varðveita yfirráð sín með því að viðhalda stöðugri ein- angrun, klofningi og stríðs- liættu. Endurfœöing frelsisins. Það er nú ljóst, að afstað- an milli partasjónarmiða og heildarsjónarmiða er ná- kvæmlega sú sama innan hverrar þjófiar eins og hún er á vettvangi alþjó'Sa. Ef partarnir eru alls ráð- andi þá er ástandið ein sam- felld keðja af stríðum og svikasáttum — allt óútreikn anlegt, eintómt öryggisleysi og engu hægt að treysta. Þess vegna er lausnin í báðum til- fellum sú sama og Lincoln Gylfi Þ. Gíslason dósent flutti fyrir nokkru útvarpser- indi, þar sem hann lýsti ýms- um hættum sem oss gæti stafað af erlendum áhrifum. Lagði hann réttilega höfuðáherzlu á hin þjóSlegu verðmæti, því að efnahagsgæðin gætum vér senni lega tryggt eins vel með því að renna saman við einliverja stórþjóð, eins og hinir vélrænu efnishyggjar og einræðissinnar stefna að ýmist vísvitandi eða ósjálfrátt. Enda þótt erindið væri að mörgu leyti prýðilegt, þótti þó á skorta að þeim hættum er að oss steðja væru gerð full skil. Það virtist svo sem fyrirles- arinn sæi aðeins hættuna, sem að oss sækir að vestan, en að austan enga, er vert væri á að minnast. Hann lagði aðaláherzluna á það, að vér yrðum sem fyrst að losa oss við vora vestrænu vemdara vegna þeirrar hættu, sem oss stafaði af þeim. Þó mætti víst flestum vera það ljóst, að jafnskjótt sem oss hefði tekist að reka þessa hættu út um vesturdymar og setja 8lagbrand fyrir, þá mundi önn- ur hætta og ekki minni knýja á hinar eystri. Og mundi þá sízt skortur þjónustusamra anda að opna þeim megin allar gáttir innan frá. Nú má segja að vér munum litlu um það rá.ða, á hvaða yf- irráðasvæði land vort lendi áð- ur en lýkur — austrænu eða vestrænu. En mundi sjálfræði þjóðar- innar og menningu jafnhætt eða óhætt í báðum tilfellum? Yrði nú austrænt stórveldi hlutskarpara um landréttindi hér, sýnist satt að segja óhjá- kvæmilegt að þjóðin verði ein- göngu að snúa sér í þá átt. Hið austræna skipulag er þannig uppbyggt, að það þolir illa ann að en algera einstefnu á öllum sviðum og harðlokaðar dyr í aðrar áttir. Ef vér lendum inn fyrir þá múra, fáum vér þó kannske að lifa vom eigin lífi innan vissra takmarka, fyrst í stað. En öll „andleg“ fæða yrði oss eflaust tilreidd eftir ákveð- inni kokkabók. Og er sú mat- benli á og kallaði „rebirtb of liberty“: — að skilja hund- ana — frelsa þá hvern frá öðrum — frelsa flokkana frá stríðshættunni og övvgg- isleysinu með því að stofna sterkt heildarvald, sem held- ur á friði — ekki sjálftekið vald og einræðilegt ljeldur heildkjörið og umboðslegt, eða með öðrum orðum demó kratískt. En þetta er ekki hægt! — segja þeir sem sefjaðir eru af flokkshyggjunni. En sem betur ber er það hægt. — Það sanna áður tilfærðar staðreyndir. reiðsla nú þegar hafin, eins og allir vifa. Reyndar byrjar hin austræna landvinningastefna jafnan á því að sýna áhuga fyrir máli og menningu þeirrar þjóðar sem vinna skal — það segir sig sjálft og ætti engan að blekkja. En jafnhagsýnar ástæður slíks skipulags krefja algerlega sam- þýdda krafta og samræmt eðli er til lengdra lætur. Einstaklingshyggjan, sem hér á landi er sterkari en víðast ann ars staðar, mundi lenda í óþægi legum árekstri við hina aust- rænu lijarðhyggju, sem fyrirlít- ur alla aðra einstaklinga en þá sem stjórna eða skera sig úr. Smáþjóðir em að vísu viður- kenndar að nafni til, en eiga þó raunvemlega engan tilverarétt gagnvart fjöldanum. -—- I vit- und Rússa er ísland t. d. mik- ilvæg herstöð, en um hina fáu íhúa vita þeir og hirða senni- lega álíka mikið og t. d. um íbúana á Kýpras eða Kúrileyj- um. Eðli vestrænna stórvelda er gerólíkt þessu og hefur það þó ýmsar hættur í för með sér fyr- ir allar smærri þjóðir en þó því minni því sjálfstæðari sem þær era. Vestrænu stórveldin era yfir- leitt mjög frjálslynd stjómfars- lega séð og leggja ekki neina aðalstund á stjómleg yfirráð. Þar sem yfirráðastefna aust- ræna einræðisins verkar fyrst og fremst á stjórnlega sviðinu og nær svo þannig tökum á liinu hagsmunalega, leggja vest- rænu stórveldin fyrst og fremst áherzluna á hagrœn yfirráð og teygja svo áhrif sín þaðan yf- ir á stjórnlega sviðið, ef þörf gerist að verja hagsmuni sína. Að öðru leyti hirða þau ekki um að blanda sér í innri mál annarra þjóða. En eigi að síður hefur það nú farið svo, að Vesturveldin hafa lagt undir sig fjölda þjóða og gert sér skattskyldar á þann hátt að ná tökum á fjármálum þeirra og auðlindum. Og auð- vitað verða svo þessi skattlönd að þola einræði, sem þó er ann- ars eðlis en það austræna. — Þetta vestræna einræði kallar sig lýðræði og hefur bæði þing og kosningar til mála- mynda. Þetta einræði getur og að sumu leyti verið allfrjáls- legt þegar ekki em óeirðir, því að það er eingöngu miðað við það að ávaxta hið erlenda auð- valdsfjármagn og að geta staðið í skilum með ríkislánin. Undir þetta einræði eru nú nær allar vestrænar lýð- ræðisþjóðir komnar, af þeirri einföldu ástæðu að flokka- stjómimar höfðu rænt fjár- hag þeirra ýmist á víxl eða í sameiningu og sett allt á höf- uðið. Þótt viðurkennt sé, að yfir- ráðastefna vestræna auðvalds- ins sé skæð, og alls ekki fyrir ráðlaus lýðríki að komast í kast við, þá mega Vesturveldin eiga það, að,þau viðurkenna þjóðir sem þær telja sér jafnbomar að menningu og ráðdeild, þótt smáar 6éu. Um liemaðarlega mikilvæg lönd, sem önnur stór- veldi gætu fest klær í, er auð- vitað öðru máli að gegna. Því að um hlutlaus eða friðlielg lönd er nú hvergi lengur að ræða. Eitt hezta dæmið um afstöð- una til austurs og vesturs eru Finnar. — Eins og allir vita liafa þeir stöðugt legið undir kúgun og ágangi að austan. Þess vegna m. a. hafa þeir beint fjárhags- og verzlunar- viðskiptum sínum vestur á við. — En vegna ráðdeildar sinnar og skilvísi unnu þeir sér svo mikla virðingu og viðurkenn- ingu hins vestræna auðvalds, að blöð jjess linntu ekki á lofi um þessa fámennu og fátæku þjóð, sem auðsjáanlega væri jafn harðsnúin í stríðinu fyrir af- komu sinni og áliti eins og hún hefði verið í baráttunni við kúgunarvöld sín fyr og síðar. Ef vér Islendingar lendum á hinu vestræna yfirráðasvæði, Vegið er enníhinn sama knérunn. Enda þótt Ingólfur blatidi sér ekki í venjuleg flokks- mál, vill hann Ijá eftirfar- andi grein rúm. Ekki mun neitt, um langa tíð, hafa sært einlæga Fram- sóknarmenn eins djúpt og á- greiningur sá, sem kominn er upp milli forastumanna Fram- sóknarflokksins. Þeir hafa lit- ið á hann sem hörmulegt heim- ilisböl, böl, sem þeir raunar ekkert fengju við ráðið, en sem þeim bæri þó að reyna að mýkja og milda eftir föngum, böl, sem væri alltof viðkvæmt um að ræða opinberlega og sem þeir trúðu og vonuðu að jafn- ast mundi er fram liðu tímar. Þessir sömu Framsóknar- menn liafa livorki viljað né get- að tekið veralega afstöðu til ágreiningsins og litið á að hlut- verk flokksmannanna væri það, að gerast friðflytjendur ey ekki að vopnast með herskáum huga. Kjörorð j)eirra er }>ví mjög á þessa leið: Látum foringjana deila, en reynum sjálfir að forða flokknum frá skaða. Það kom j)ví nokkuð óvænt og all-illa við marga Fram- sóknarmenn, þegar Tímimi birti 22. desember s. 1., á ábyrgð Framsóknarflokksins, harða ádeilu á Jónas Jónsson Menn spurðu sjálfa sig og þeir spurðu hverjir aðra: Höfum við einhvemtíma gefið blaðinu umboð til þess að ráðast á okk- ar eigin trúnaðarmenn og starfs menn I okkar nafni? Og svar- ið var stutt og ljóst: Nei. Hér komu j)ví fram starfs- hættir hjá blaðinu sem flokks- mönnum þóttu ekki viðunandi. Svo líður rúmur mánuður, eða fram til 26. janúar, þá veg- ur Tíminn á ný í hinn sama knérann og birtir með sama hætti aðra ádeilu á Jónas Jóns- son sínu harðari þeirri fyrri og nú blandaða hótunum og lofar til viðbótar áframhaldi í fram- tíðinni. Það er nú þegar meira en nóg komið og mun það liafa alvar- legar afleiðingar fyrir blaðið og flokkinn, ef loforðið verður efnt. þá eram vér að vísu í stórhættu undir núverandi stjórnháttum. Þá bíður vor ekkert annað en liið smánarlegasta auðvaldsein- ræði. — En ef vér tökum upp ábyrgt heilj)jóðlegt stjómskipu- lag, með samsvarandi þingi og stjóm, þá — en ekki fyr — fá- um vér skilyrði til að njóta krafta vorra, sýna hvað vér megnum og vinna oss samskon- ar álit og norrænar þjóðir hafa unnið sér bæði vestan hafs og víðar. Reynslan af hinum nánu kynnum voram af Bretum og Vestmönnum hin síðustu ár liafa líka sannfært alla óblind- aða menn um, að vér, ásamt hinum norrænu frændum vor- um, eigum ekki eins víst ör- yggi í sambandi við neinar aðr- ar J)jóðir og hvergi von á fult komnara skilningi og trausti, ef vér annars hirðum um að virkja manndóm vom með rétt- um háttum starfs og stjórnar. ——o--------------- Sig. Þórðarson tónskáM Siguröur Þórðarson tónskáld varð fimmtugur 8. þ. m. ■— Var þess minnst í blöðum og Utvarpi og með minningarsant- söngvum Karlakórs Reykjavík- ur, sem Sigurður hefur haft 8Öngstjórn í síðan kórinn var stofnaður árið 1926. Enda bótt Sigurður liafi orðið að iðka list sína í hjáverkum eins Og fleiri, hefur hann orðið eilt vort mikilvirkasta f tónskáld. Stærstu tónverk lians eru Ái- þingishátíðarkantatan frá 1930, söngleikurinn „1 álögum“, er sýndur var í fyrra og ný tón- messa, sem sungnir hafa verið kaflar lir nú á afmælistónleik- um hans. Vakti hún að verðleik um mikla athygli. — Auk þessa hefur Sigurður samið fjölda smærri verka og laga, sem mörg eru löngu kunn orðin. Almenningur í Framsóknar- flokknum hefur naumast nema eina leið að fara til þess að tjá Tímanum mótmæli sín og sýna þessum starfsháttum lians fyllstu fyrirlitningu og liún er sú að hætta að kaupa liann, enda stendur nú ekkert nær þorra kaupenda í heilum sveit- um, þótt þeir skirrist- við j)að í lengstu lög vegna gamalla tryggða við blaðið. Jónas Jónsson liefur ætíð birt ádeilurnar á stefnur og starfs- aðferðir flokksbræðra sinna undir fullu nafni og jafnan í sérstökum ritlingum. Þegar Frh. á 6. síðu.

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.