Ingólfur - 23.04.1945, Side 4

Ingólfur - 23.04.1945, Side 4
4 INGÖLFUR Rússa til Roosevelts kom og vel fram í því, að þeir sviku loforð 8Ín frá Krím í Póllandsmúlun- um og ákváðu að senda hvorki Stalin ué Molotov, helztu ráða- menn Rúasa nú, til þessarar ráð stefnu til þess að skaprauna Roosevelt sem mest. Allt þetta mun hafa fengið mjög á Roose- velt þótt hann léti ekki á því bera. VI. Hann ætlaði sér að verða sjálfur á San Fransiskó-ráð- stefnunni. Hann ætlaði sér að leggja þar fram fyrir allar þjóð ir heims tillögur sínar og Bandaríkjanna um hinn nýja heim, sem hann vildi láta rísa upp af rústum þess, sem nú er að hrynja. Hann hafði lokið við að semja ræðuna, sem hann ætlaði að lialda þegar ráðstefn- an yrði sett. Sú ræða verður vafalaust lesin þar. Þangað til veit enginn með vissu livernig hún er. Og til þess að safna kröftum til þessa mikla átaks tók hann sér hvíld fáeina daga- Einn síns liðs fór hann til sum- arbústaðar síns í Hot-Springs, þar sem hann hafði svo oft áð- ur dvalið og safnað kröftum til mikilla átaka og þar sem hann hafði barist hraustlegasi við hinn erfiða sjúkdóm sinn, þar ætlaði hann nú að hvíla sig fyrir ráðstefnuna í San-Fransis- kó, sem hann e. t. v. vissi að mundi verða síðasta stóra átakið hans héma megin. Þessa ráðstefnu hafði hann ámm saman dreymt um. Og nú átti hún að byrja eftir fáa daga ráðstefnan sem koma skyldi saman til þess að leggja grund- völlinn að nýjum og betra heimi fyrir mannkynið. Húri skyldi verða fyrsta eiginlega heimsþingiS, sem liáð yrði til þess að tryggja öllum þjóðura frið, öryggi, frelsi og réttlæti. Sumarbústaður lians stendur á hæð, sem mjög víðsýnt er af. Þar dvaldist hann einn. Hvorki fjölskylda hans né læknir var þar með honum, svo hraustur var hann að sjálfs sín og ann- ara dómi. Og þarna dó hann svo aleinn, hinn mikli forseti Bandaríkj- anna, 12. apríl 1945. Hin rnikla þjóð hans gat enga hjálp veitt honum og hans ástkæra og um- hyggjusama eiginkona var fjærri. Þannig dó hann mesti braut- ryðjandinn í sögu síðari kyn- slóða. Hann sem vildi vinna að frelsi, öryggi og réttlæti fyrir alla, hann dó einn — alemn — eins og Móses forðurn á Nebofjalli. VII. Það hefur komið greinilega fram að ósjálfrátt finna marg- ir nú til þess þegar Roo3evelt er dáinn hversu honum svip- aði um margt til Mósesar hins mikla brautryðjanda Israels- þjóðarinnar. Þetta kemur fram í fjölda ummæla einstakra manna og blaða. Menn finria sérstaklega til þess hversu iíkt það er, að Móses dó er hann var svo nálægt kominn landamær- um Kanaanslands, að hann sá inn í „hið fyrirheitna land“, en Roosevelt deyr „við dyr hins nýja heims“ eins og Hákon Norðmannakonungur orðaði það í skeyti sínu til hins nýja forseta Bandaríkjanna. Annars er þetta skeyti Hákonar kon- ungs hið athyghsverðasta því það túlkar bezt af öllu, sem ég hef séð, og í styztu máh, til- finningar allra hinna norræntt og engilsaxnesku þjóða við frá- fall Roosevelts. Skeyti konungs er þamiig: „A því augnabliki, er mannkynið stendur við dyr hins nýja heims, tökum við á móti fréttinni um fráfall Roosevelts með djúpri sorg. Hann fórnaði lífi sínu fyrir mannkynið. Megið þér sem forseti njóta blessunar af hans göfuga starfi“. \ En þegar vér gætum að er það býsna margt fleira en þetta, að þessir forustumenn. Móses og Roosevelt, deyja báð- ir „við dyr hins fyrirheitna“ lands, sem þeir eiga sameigin- legt. Það er ekki ófróðlegt að gera sér það fyllilega ljóst því vel má vera að síðar eigi menn eftir að þreifa á því betur, að hér er í raun og veru um að ræða tvo forustumenn sama fólksins, þó langt sé bilið milli þeirra. Ég ætla því hér á cfl- ir að benda á örfá atriði flciri, en rúmsins vegna get ég ekki rökrætt þau eins og ég vildi og þau ættu skilið. ★ Báðir áttu þessir menn sam- merkt í því, að þeir tóku við forustu „þjóða“ sinna er hin stórkostlegasta ánauð þjakaði þær. Móses fékk það hlutverk að sameina liinar 12 ættkvíslir Israels til uppreisnar gegn „kúgurum Egiptalands“, og til þess að segja skilið við allt „skipulag“ þeirra og leita þess lands þar sem frelsi mætti ríkja. Hann varð að leiða þessa nýju þjóð yfir „eyðimerkur“ og þola þar margs konar harð- rétti unz hann loks náði að landamærum hins „fyrirheitna lands“. Roosevelt fékk það hlut- skipti að sameina þær þjóðir á hnetti vorum, sem unna frelsi og lýðræði í eina sterka þjóða- heild. Þær þjóðir sem einkum skilja þetta og sameinast um það eru hinar engilsaxncsku þjóðir, Norðurlandaþjóðirnai og Hollendingar, og hin kúg- aða og ofsótta Gyðingaþjóð. Margar þjóðir aðrar telja sig að vísu unna frelsi og sjalf- stjórn, en flestar þeirra hafa það aðeins að yfirskyni en beita kúgun, andlegri og líkamlegri, þegar því má við koma. Roosevelt fékk og það hlut- verk að leiða þessar þjóðir fyrst gegnum hörmungar fjárkrepp- unnar miklu og síðan í hinni stórkostlegustu styrjöld, sem enn hefur geisað í heiminum Hann sá, að eina frelsun þess- ara þjóða og mannkynsins alls var að „liverfa burt“ úr því „Egiptalandi“ ófrelsis og kúg- unar, sem einræðisþjóðir heimt ins hafa verið að „skipuleggja“ að undanförnu, þar sem aðeins ríkir andleg og líkamleg áþjáu og kúgun sem fer sívaxandi með auknum yfriráðum þeirra. Á þetta jafnt við um liina kommúnistísku sem nasistísku „skipulagningu“, ófrelsið og kúgunin er hið sama hvaða nafni sem það er nefnt. ★ Báðir liöfðu þessir mitvlu leiðtogar áberandi líkamsgalia. Móses var svo sem kunnugt er af Biblíunni málhaltur, sbr. „mér er tregt um málfæri og tungutak“, en Roosevelt var, eins og áður er sagt, ófær til gangs síðari hluta æfi sinnar. Enginn veit liversu mikinn þátt einmitt baráttan við þessa líkamsgalla hefur átt í því að gera þá að slíkum mikilmenu- um sem þeir urðu. En víst er um það, að sagan á fjölda dæma um að einmitt ýmsir lík- amsgallar eða sjúkdómar virð- ast stundum hafa átt mikinn þátt í því að skapa afburða- mennina. Fræg er sagan um mállielti Demosþenesar og ullir Islendingar vita hversu sjúk- dómur Hallgríms Péturss.mar veitti sál hans sterka vængi. ★ Móse átti oft við að stríða mikla örðugleika heima fynr hjá þjóð sinni. Sundrung milli ættkvíslanna, „hjáguðadýrkun“ margs konar og skilningsleysi á hugsjónum þeim, sem hanu var að berjast fyrir. ömurleg- ust var þó dýrkunin á „gullgálf inum“, sem Aron bróðir lians hafði forustuna í og hans eigm ættkvísl. En hann lét samt aldr ei hugfallast. Svipuð varð saga Roosevelts. Heima í Bandar>'kj- unum átti hann við ótal erfiö- leika að etja, en ekki urðu þeir þó minni er til þess kom, að hann tæki að sameina hinar „frjálsu“ þjóðir heimsins. Flcst ar höfðu þær þá tekið upp margs konar „hjáguðadýrkun“. Heima í föðurlandi hans, — hjá hins eigin kynkvísl — var dans inn kringum „gullkálfinn" hvað erfiðastur og Bandaríkm urðu síðust allra þjóða til þess að yfirgefa gullið sem grund- völl lieimsviðskiptanna og má raunar segja að þau séu ekki að fullu búin að því enn. Versti „hjáguð“ hinna smærri frjálsra þjóða var þó ekki „gull kálfurinn“, heldur „Satan“ sjálfur í mynd og líkingu „hlut leysisins“. Það má segja að hiú- ar fornu ættkvíslir Israels lial’i oftast sýnt „lilutleysi“ gagnvart siðum og venjum heiðinna þjóða umliverfis sig og því leut í sífelldum vandræðum með trúarbrögð sín og siðferði. Sama gerðu hinar „frjálsu‘ þjóðir nútímans. Hlutleysi gagnvart áróðri Rússa og Þjóð- verja, hlutleysi gagnvart þeim sem komu með rítinginn í erm- inni en svikarabros á vör, var sá hættulegi „Baal“, sem all- ar þessa þjóðir féllu fram og tilbáðu. Hlutleysi gagnvart „djöflinum og vélabrögðum hans“ er vissasti vegur glötim- arinnat. Það skildi Rooscvelt Bandaríkjaforseti allra manna bezt. Þess vegna knúði hann Bandaríkin burt frá „hlutleys- inu“ eða einangrunarstefnunni eins og hlutleysis-djöfullinn hét í Ameríku og tók upp bar- áttuna gegn liinum illu öflum og loks forustuna í þeirri bar- áttu Að enginn hafi komist til jafns við Roosevelt í því efni, að sameina þessar dreifðu og sundruðu bræðraþjóðir í bar- áttunni fyrir frelsinu, má marka bezt af orðum Chur- chills, forsætisráðherra Breta, er hann minntist Roosevella lát ins í brezka þinginu. Haim sagði: „Með Roosevelt fellur í valnin mesti vinur vor Eag■ lendinga, sem Bandaríkin hafa nokkru sinni alið, og mesli for- vígismafiur frelsisins“. ★ Áður er að því vikið hvc mönnurn víðs vegar um heim finnst það svipað hvernig dauða þessara mikilmenna bar að höndum. Móses hafði leitt þjóð sína gegnum allar þreng- ingar í meira en 40 ár og verið henni leiðtogi á öllum sviðum, en þegar komið var að þvi að sú von rættist, að stigið yrði yfir þröskuldinn inn í fynr- lieitna landið dó hann, einn — aleinn á Nebo-fjalli eftir að hafa blessað Israelsmenn og eft- ir að hafa valið sér eftirmann. Ávallt hafa menn harmað það, að Móse skyldi deyja undir þessum kringumstæðum. En — var það ekki bezt fyrir liann, þegar á allt er litið? Hann var búnin að vinna sitt verk, eu ógurlegt verkefni var eftir, það að sigra „alla konunga Kan- aanslands“. Herforinginn Jós- úa, sem frá barnæsku hatði verið hermaður, meira að segja einn sá fyrsti, sem sendur var fjörutíu árum áður til „að kanna landið“, var vafalaust betur til þess fallinn að standa í þeirri baráttu sem eftir var en sjálfur Móses, sem nú var kominn á gamals aldur. Og nú í dag harma menn hin sömu örlög Roosevelts. Hann liafði leitt þjóðirnar að landa- mærum „hins nýja heims“. Hann hafði séð inn í „liið fyr- irlieitna land“, sem hann var að leita að og eftir að liann hafði „blessað“ þjóðirnar, sem berjast fyrir frelsi og friði, og kvatt þær saman á ráðstefnu til þess að leggja hornsteina hins „nýja heims“ dó liann einn — aleinn á liátindi frægð- ar sinnar. Var ekki forsjónin þeim báðum jafn miskunn- söm? ★ I 'síðasta kapíutla síðustu Mósebókar segir: „Og Israelsmenn grétu Móse á Móabsheiðum í þrjálíu daga. Þá enduðu sorgargrátsdagarnir eftir Móse“. — Mánaðarsorg var fyrirskipuð meðal Israels- inanna í tilefni af dauða lians. I fréttunum frá 13. apríl segir að í tilefni af andláti Roose- velts liafi Eisenliower liersliöfð ingi „fyrirskipað mánaðar sorg í herjum þeim, sem hann stjórn ar“. Það eru allir herir Engil- saxa sem nú berjast í Evrópu að Italíu-vígstöðvunum undan- teknum. Sorgardagar beggja þjóðanna urðu jafnmargir. ★ „Mér var það ljóst, síðast er ég sá forsetann, að kraftar hans voru að þrotum komnir“, sagði Winston Churshill í ræðu sinni um Roosevelt í brezka þinginu liinn 17. apríl s. 1. Vafalaust hef ur Roosevelt einnig verið þetta ljóst ekki sízt er liann hafði reynt það á Krím-ráðstefnunni, að hugsjónir hans um frið og frelsi þjóðanna áttu síður en svo formælendur í hinum rúss- nesku leiðtogum. Hann hlaut að sjá að „síðasta orustan“ var eftir. Hann hefur vitað, að „JÓBÚa“ hlaut að taka við, og að það hlaut að koma í hans hlut að taka landið „til eign- ar“ fyrir Israelslýð. „Förin yf- ir Jórdan“, var eftir og eins var eftir að vinna „Jeríkó“. Orust- an um þá „borg“ er ekki byrj- uð enn, og „Jósúa“ á eftir að sigra „alla konunga Kanaans- lands“, „þrjátíu og einn að tölu“, eins og segir í Jósúabók. En Israelsmenn létu ekki hug- fallast þó Móse félli frá og þó „ekki risi framar upp í Israel annar eins spámaður og Móse“. Þeir fylktu sér undir forustu Jósúa hins mikla herforingja og trygga vinar Móse og undir fonistu lians stigu þeir inn í hið „fyrirlieitna land“, og stofnuðu til fulls ríki það, sem Guð þeirra hafði boðið þeim. Svo mun og verða nú. Fráfall Roosevelts mun framkalla lijá hinum frjálsu þjóðum meiri samtök, meiri einingu og meiri djarfhug en nokkru sinni fyr. Forvígismenn þeirra munu fylgja fyrirmælunum sem Móse gaf Jósúa, þeim, að ^era „hug- hraustur og öruggur og breyta eftir öllu lögmálinu“ — víkja í engu af braut frelsis og rétt- lætis, — eða eins og Móses orð- aði það svo meistaralega með vora tíma fyrir augum er hann sagði: „vík eigi frá því hvorki til hœgri né vinstri“. (Jósúab. 1, 7). Forustuna fyrir liinum „frjálsu“ þjóðum tekur nú, um stund a. m. k., hinn forni vin- ur og samlierji Roosevelts, Winston Churshill. Hann er bersýnilega „Jósúa“ þessa tíma- bils enda margt líkt með þeim, eigi síður en með hinum tveim- ur. — I lians lilut keniur að stjórna förinni yfir „Jordan“, og hinu mikla áhlaupi á „Jeríkó“, en fyr en sú „borg hefur verið unn in tekst ekki ísraelsmönnum nú tímans „að leggja undir sig hið fyrirheitna land“ — þ. e. að skapa frið, öryggi, frelsi og rétt læti á jörð vorri, en það er það hlutverk sem þeim í öndverðu var falið, er um þá var sagt „að af þeim skyldu allar þjóðir jarðarinnar blessun hljóta“. I þessu sambandi er það bæði einkennilegt og vert hinn- ar fyllstu athygli, að svo er sem Churshill hafi órað fyrir þessu alla tíð síðan 1911. I smáriti einu sem ég hef í liöndum og sem heitir: This Cause We Serve“ er smágrein um Cliui- shill og fer partur af henni hér á eftir í lauslegri þýðingu: Það segir svo: „Churshill hefur hvað eft- ' ir annað lýst því yfir opin- berlega að Biblían liafi oft orðið honum uppspretta þreks og innblásturs. I einni bók sinni „The World Cris- is“ segir hann frá einu slíku atviki, sem gaf honum styrk í miklu hugarstríði. Ilann segir sjálfur svo frá: „I október 1911 gerði As- quith (þáverandi forsætis- ráðherra Breta) mér orð að finna sig í Skotlandi. Daginn eftir að ég kom spurði hann mig hvort ég vildi taka að mér embætti flotamálaráð- herra. Hugur minn var þá upptekinn af umhugsuninni um yfirvofandi ófrið og því samþykkti ég glaður tilboð hans þegar í stað. Framh. á bls. 5

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.