Ingólfur - 01.12.1941, Blaðsíða 1

Ingólfur - 01.12.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: Jón Emil Guðjónsson. ÚTGEPANDI: S. U. P. Ritstjórn, afgr. og innh.: Edduhúsi, Lindarg. 9 A. Sími 2323. Pósthólf 1044. Prentsmiðjan EDDA h.f. S. U. P. GEFUR ÚT: Komandi ár, ritgerðasafn eftir Jónas Jónsson. Dvöl, bókmenntatímarit. Ingóll, málgagn ungra Framsóknarmanna. GERIZT ÁSKRIPENDUR 1. árg. Reykjavík, 1. des. 1941 22. blað „Islendingar viljnm vér allir vera“ í dag eru liðin 23 ár frá því ís- land varð fullvalda ríki. í dag höfum vér notið þess sigurs í 23 Ar, sem nálega sjö alda þrotlaus barátta hefir fært oss. 1. desember árið 1918 náðu íslendingar hinu langþráða marki: — ísland frjálst og full- valda ríki. — Þótt oss íslendingum sé oft brugðið um sundurþykkju og ó- samheldni, þá er þó ekki hægt að segja annað en þjóðin hafi staðið sameinuð í frelsisbarátt- unni, þar til sigur var unninn. Má það eflaust þakka hinum ágætu forystumönnum, sem hún hafði þá á að skipa. 1. desember fyrir 23 árum litu allir íslendingar með þökk og djúpri lotningu til baráttu þess manns, sem ætíð, meðan honum entist aldur til, stóð i fylkingar- brjósti landa sinna. Barátta vestfirzka prestssonarins var hörð —- en hún var líka fögur. Hún var háð með þeim vopnum, sem líklegust eru allra vopna til sigurs, miklu mannviti, víðtækri og nákvæmri þekkingu, ríkri þjóðhollustu, góðgirni og dreng- skap. Þessari baráttu eigum við framar öllu öðru að þakka, að við getum nú haldið þennan dag hátiðlegan. Þótt ísland væri viöurkennt frjálst og fullvalda riki árið 1918, þá var það þó enn, sem kunnugt er, í konungssambandi við Danmörk. Litu þó margir vonglaðir til framtíðarinnar, þar sem íslandi var með sambands- lögum gefin heimild til að slíta sambandinu að öllu leyti eftir 25 ár eða árið 1943. En þess þurfti ekki að bíöa. Hinn 9. april 1940 féll myrkur styrjaldarinnar yfir sambands- ríki vort, Danmörku, og daginn eftir, hinn 10. apríl, tókum vér íslendingar öll forráð íslenzkra niála og æðstu stjórn inn í land- ið. Þá fyrst var hinum fulla sigri náð, og þá fyrst hafði að fullu i’ætzt draumur Jóns Sigurðsson- ar. Sá dagur færði pss því á vissan hátt fylling vona vorra. Aðeins einum mánuði síðar en þetta gerðist, hinn 10. mai, hefö- um vér íslendingar getað tekið úndir með Jónasi Hallgrimssyni, þar sem hann segir: „Skjótt hefir guð brugðið gleði, nú ríkir harmur i húsum og hryggð á þjóðbrautum." hann dag vorum vér sviptir aft- ar hinu mánaðargamla algjöra fullveldi. Eftir aðeins einn mán- uð kom röðin að oss —. Æðisgenginn ófriðurinn teygö'i bmurlega anga sína út yfir vort Utla land og hrifsaöi brott dýr- ustu eignina, — eigr.ina, sem vér vorum nær 7 aldir að vinna fyrir. Þessir 3 dagar ættu að vera hverjum íslendingi minnisstæð- ir. Vér ættum sérstaklega að minnast þeirra í dag — á full- veldisafmælinu. Vér berjumst nú fyrir sjálfstæði voru og íull- veldi eins og fyrr, Aö vísu er baráttan háð undir öðrum kringumstæðum og á annan hátt en áður, en vel mættum vér samt muna þann menningar- og frelsisarf, sem oss er gefinn. Nú ber oss að sýna, að vér höf- um verðskuldað að vera sjálf- stæð þjóð. Nú ber oss að sýna hug og dug, réttsýni og framsýni, fastlyndi og fastheldni. Oss ber að sýna, að vér höfum öll skilið að beztu menn, sem land vort hefir alið, hafa fórnað öllu lifi sínu, - hverri taug, hverju hand- taki og hverjum blóðdropa fyrir framtíðina — fyrir oss, er nú lifum og afkomendur vora. — Vill nokkur íslendingur fótum troða starf þessara manna? Vill nokkur íslendingur smána minningu Jónasar Hallgrímsson- ar og Fjölnismanna, stuðla að því að vér glötum tryggasta vopninu, tungu vorri, þjóðerni voru? Vill nokkur íslendingur gera að engu æfistarf Jóns Sigurðs- sonar með því að afsala rétti sínum og barna sinna til hinna ómetanlegu verðmæta, sem skapazt í skjóli frelsisins? Vill nokkur stinga ríting í þau móðurbrjóst, er hann hefir sogið? Vill nokkur íslendingur gerast liðhlaupi í frelsisvörn móður vorrar allra — ættiaröarinnar? Vonandi er enginn með slikar hugsanir. En þó hafa ýmsir at- burðir síðustu tíma gefið oss til- efni til aö efast. íslendingar hafa ekki ennþá fórnað lífi sínu fyrir ættjöi’ðina á hinum blóði drifnu vígvöllum. Því hefir verið haldið fram, aö slikar blóðfórnir styrki þjóð- rækni og ættjarðarást, og það getur rétt verið. En hins megum vór minnast, að ef við getum nú sýnt eins mikla þjóðrækni, sam- heldni, fórnfýsi og festu eins og í frelsisbaráttu vorri fyrir 1918, þá eru líkur til, að vér þurfum ekki að örvænta um framtíð vora eða barna vorra. í dag og framvegis ættum vér að hafa rík í huga orð Fjölnis- manna. Þau lýsa vel hugsun þeirri og stefnu, sem varð og mun verða sigursælust um ó- komin ár, en þau eru þessi: „íslendingar viljum vér allir vera, þá viljum vér og að allir íslenzkir menn séu íslendingar." Jóhs. E. IþróttamAl „Stærsta atríðið er ad vera reglumaður" »Að óhlýðnast kennara sínum er að svíkja sjálfan sig« Viðtal við Jónas Jónas Halldórsson Vafalaust er Jónas Hall- dórsson sundkappi sá ís- lenzkur íþróttamaður, sem vakið. hefir mesta ánægju hjá þeim, sem unna mann- dómi og líkamsrækt. Á rúm- um 10 árum hefir hann sett 52 met í skriðsundi á öllum skráðum vegalengdum frá 50—1500 m., og á baksundi frá 50—400 m., og er þó að- eins 27 ára að aldri. Jónas er ekki gefin fyrir það, að mikið sé skrafað um liann sjálfan eða afrek hans. En hver sem kemur heim til hans, getur ekki komizt hjá að veita athygli fagurri lágmynd, sem er gjöl' frá Sundíélaginu Ægi til íþrótta- mannsins á 25 ára afmæll hans, en þá setti liann 50. met sitt. Auk þelrrar lágmyndar liafa Jónasl hlotnazt tveir mjög fagrir bikarar og í öðrum þeirra er saman safnað á annað hundrað heiðursmerkjum, sem liann lief- ir hlotíð fyrir sigra sína í ýmsum kappsundum. Á rneðal þesara heiðursmerkja er Álafossmerkið og gullmedalia frá f. S. í. fyrir aö setja yfir 10 met l sundi á sama árinu. Tíöindamaður blaðsins liitti Jónas að máli fyrir skömmu síðan og átti þá viðtal við hann um sundíþróttina og iþróttaferil hans sjálfs. — Fyrsta kappsundlð? — Ég byrjaði að keppa í sundi árið 1929. Síðan hefi ég tekið þátt í kappsundum alveg óslitið fram á þennan dag. — Hvaða sundkennari hefir aðallega kennt þér og veitt þér dórsson sundkennara aðstoð við hina stöðugu þjálfun? — Jón Pálsson hefir eingöngu kennt mér frá þvi að ég byrjaði og til þessa dags. Og honum á ég fyrst og fremst að þakka, að ég byrjaði nokkurn tíma á að æfa sund og ennfremur þann árangur, sem ég hefi náð í í- þróttinni. — Batnaði ekki öll aðstaða þín hvað snertir æfingar og þjálfun, eftir að Sundhöllin tók til starfa? — Að sumu leyti. Aðallega hafði hún þýðingu fyrir kapp- sundin og útbreiðslu sundsins meðal almennings. Enda varð árangurinn stórum betri á sund- mótunum eftir að lögleg keppni gat farið fram í heitu vatni. En hvað æfingar mínar snerti, ei viðhorfið annað. Eftir að ég fór aö vinna að staðaldri við Sund- höllina, um 8 tíma á dag, og hafði aðallega það starf á hendi að bjarga þeim, sem hættu sér of langt og ætluðu að drukkna, varð mér líkt innan brjósts og matgerðarmanni, sem er allan daginn yfir rjúkandi pottunum. Hvað góðan mat sem hann býr til, getur hann tæplega fengið af sér að éta hann sjálfur, eftir að hafa unriíð við að búa hann til. Líkt var mér fariö. Eftir að vera búinn að vera 8 tíma 1 hlta- svækju og hávaða og horfa á hundruð manna synda án þess að mega skipta sér aí hvernig þeir syntu, varð ég þelrri stundu l'egnastur, jiegar ég slapp út úr liitanum og hávaðanum. - Hvað telur þú, að sé undir- stöðuatriði þess, að verða góður sundmaður? í þeim efnum gegnir sama (Framh. á 2. síöu) Jónas Hulldórsson kemur upp úr laug inni frá því aó setja 50. metió.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/828

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.