Ingólfur - 01.12.1941, Page 3

Ingólfur - 01.12.1941, Page 3
EVGÓLFUR 3 Islenzkir skóiar II. Héraðsskólinn að Laugarvatni TráSm KVÖLDVAKA S. U F. Laugarvatn að vetrarlagi. Þann 20. nóv. s. 1. efndi Sam- band ungra Framsóknarmanna til kvöldvöku í Oddfellowhúsinu. Kvöldvakan hófst með stuttu ávarpi, sem Jóhannes Elíasson, stud. jur., flutti. Önnur skemmti- atriði voru rri. a. upplestur, danssýning, einsöngur og dans, ;em var stíginn langt fram á nótt. - Skemmtun þessi var fjölsótt og þótti hin ánægjuleg- asta. Mun S. U. F. gangast fyrir i'leiri slíkum kvöldvökum á þess- um vetri. Erindreki Framsóknarfl. er nýlega kominn úr ferðalagi að norðan, þar sem hann m. a. sat fundi í fél. ungra Fram- sóknarmanna. Hefir hann látið Ingólfi þessar fréttir í té af starfsemi þeirra: Hálfrar aldar barátta. Á Suðurlandsundirlendinu er hin víðáttumesta samfelld byggð á íslandi. Þar voru hin fornfrægu menntasetur í Skál- holti, Haukadal og Odda. Á blómatíð þessara skóla voru á- hrif þeirra mikil og gifturík, bæði fyrir héruðin sunnan lands og landið allt. Skálholtsskóli var lagður nið- ur árið 1787. Munu þá margir Sunnlendingar hafa þótzt miklu sviptir. Sennilega hefir þá strax vaknað hugmyndin um endur- heimt þessa skóla, a. m. k. í hugum æskumannanna, sem þótti kostir sínir illa þrengdir Héraðsskólinn að Laugarvatni. til náms og frama. Árið 1880 samþykkti sýslu- nefnd Árnessýslu að stofna ungmennaskóla í héraðinu. Var ráðgert að byrja skólahald á Eyrarbakka. Með þessu hófst hin langa barátta í skólamál- um Sunnlendinga. En úr fram- kvæmdum varð ekki að sinni. Sunnlenzk æska varð enn að bíða skóla sins í nálega hálfa öld. Nokkur hreyfing komst þó á málið laust eftir aldamótin. Umræður hófust, nefndir voru kosnar og safnað loforðum um fjárframlög til skólabyggingar. En brátt hófust deilur um skóla- staðinn. Töfðu þær mjög fram- gang málsins, þótt nokkuð þokaðist fram á leið. Vorið 1926 var ákveðið að hefja skólabyggingu á Laugar- vatni. Sýslunefnd Árnessýslu hafði samþykkt að leggja skól- anum til 50 þús. kr. í stofnfé. En ríkissjóður átti að greiða að % fé til skólans. Þegar fram- kvæmdir áttu að hefjast, neit- aði kennslumálaráðherrann, Jón Magnússon, að samþykkja skólastað og teikningu, Var þá augljóst, að fjárframlag ríkis- sjóðs yrði ekki greitt. Forgöngu- mennirnir voru því tilneyddir að hætta við hina ráðgerðu skólabyggingu. Horði nú þung- lega um framkvæmdir að sinni. En úr þessu rættist betur heldur en áhorfðist. — Með stjórnarskiptunum 1927, þegar Framsóknarflokkurinn myndaði stjórn, verða greinileg tímamót 1 skólamálunum. Þá verður stórfelld breyting á afstöðu hins opinbera til menntunarbaráttu unga fólksins í landinu. Fyrir skólamál Sunnlendinga hafði þessi breyting strax sérstaklega mikla þýðingu. Jónas Jónsson alþm, varð nú kennslumálaráð- herra. Hann ákvað skólastaðinn og barðist mest og bezt fyrir því, að skólinn kæmist á fót. Var nú hafin ný sókn tii að gera að veruleika hinn mikla draum sunnlenzkrar æsku og annarra áhugamanna um stofnun glæsilegs héraðsskóla í hinni fögru og víðáttumiklu byggð. íbúar í 5 hreppum i Árnes- sýslu ofanverðri lögðu fram 40 þús. kr. í skólabyggingu að Laugarvatni. Sumarið 1925 var reistur y3 hluti af aðalbyggingu skólans og kennsla hafin strax um haustið. Skólinn var settur 1. nóv., en vígsla skólabyggingarinnar fór fram þann 7. sama mánaðar. Þennan fyrsta starfsvetur voru 25 nemendur í skólanum. Næstu sumur var unnið á- fram að skólabyggingunni. Jafnframt fjölgaði nemendum og varð skólinn brátt stærsti og fjölsóttasti sveitaskóli á fs- landi. Lögin um héraðsskóla voru sett árið 1929 fyrir atbelna Framsóknarflokksins. Með þeim lögum voru markaðar nokkrar meginlínur í starfsháttum hér- aðsskólanna og réttur þeirra aukinn. Ríkissjóður skyldi nú leggja fram helming stofn- kostnaðar í stað % hluta áður. Jafnframt voru skólunum tryggðar fastar tekjur árlega úr ríkissjóði í hlutfalli við nem- endafjölda. Höfðu þessar breyt- ingar mjög mikla þýðingu og áttu m. a. mikinn þátt í að létta Laugarvatnsskóla byrj unarerf- iðleikanna. Skólinn og umhverH. Um Laugarvatn hefir veriö sagt, að þar væri hinn bezti skólastaður í allri Evrópu. Vit- anlega verður aldrei hægt að fullyrða neitt um slíkt og ekkl verður reynt í þessarl greln að fella um það neinn dóm. Það hefir vakið sérstaka at- hygli margra ferðalanga, sem komið hafa að Laugarvatni, hversu staðurinn hefir mikil og fjölbreytt skilyrði að bjóða. Náttúrufegurð Laugarvatns er rómuð mjög. Þaðan er fagurt útsýni um Suðurlandsundir- lendið og hln tignarlegu fjöll og jökla í austrl. Neðan við skólann er stórt vatn og hverar á ströndinni, en fögur, skógi- vaxin hlíöin á bak við. Á vatn- inu má oft iðka samtímis róðra og skautaferðir, þvi að nokkur hluti þess er volgur og leggur ekki nema í aftaka frostum. Er mjög heillandi að iðka þar skautaferðir á spegilskyggndu vatninu um mánabjört vetrar- kvöld og sjá þaðan ljósadýrð- ina í skólahúsunum uppi við hlíöina. — Sundið og leikfimin eru að sjálfsögðu aðalíþróttir skólans. Iðka nemendur jafnvel stundum sund í vatninu, þótt steinsteypt og yíirbyggð sund- laug sé við skólahúsið. Skíða- ferðir eru einnig stundaðar, þegar færi leyfir. Aðalskólahúsið er byggt eins og gamali íslenzkur sveitabær með sex burstum. Matstofa skólans er í kjallaranum. Þar geta matazt í einu nálega 200 manns, Kennslustofurnar eru aðgreindar með lausaskil- rúmum. Þegar þau eru tekin burt, myndast salur, sem tekur um 700 manns í sæti. Alls eru um 80 vistarverur í aðalbygg- ingu skólans. En auk þess hafa nú verið reistar ýmsar fleirl byggingar í þágu stofnunar- innar. Á hinni miklu skólabyggingu eru engir reykháfar og i henni er ekkert eldstæði. Miðstöðvar- vatnið hitnar í einum hvernum og leítar síðan upp í bygging- una. Öll eldamennska fer fram við raforku og hveragufu. Raf- orkan, sem lýsir skólann, er framleidd í rafstöð, sem er skammt frá. Náttúrugæði Laugarvatns koma þannlg nemendum að miklu gagni. Bæði jarðhitinn og orka fallvatnsins eru hagnýtt. Vegna þessara sérstöku skilyrða verður námsdvölln mjög ódýr. Sparast nemendum þannig ár- lega upphæð, sem nemur þús- undum. Laugarvatnsskóli og aðrlr héraðsskólar hafa skapað möguleika fyrir svo að segja hvern einasta áhugasaman æskumann til þess að afla sér nokkurrar framhaldsmenntun- unar og búa sig undir starfslif hins fulltíða manns. Merkileg skólastjórn. Fyrsti skólastjóri á Laugar- vatni var sr. Jakob Ó. Lárus- son. Hann lét af störfum vegna (Framh. á 5. tUSu) Félag ungra Framsóknar- manna í A.-Húnavatnssýslu hélt aðalfund' sinn 11. nóv. Hefir félagið starfað í eitt ár og félögum fjölgað um helming. Þeir eru nú 42. Á aöalfundinum var samþ. eftirfarandi tillaga, varðandl á- f engismálin: „Félag ungra Framsóknar- manna í Austur-Húnavatns- sýslu lýsir ánægju slnni yfir lokun vinbúðanna og skorar fastlega á Alþingi og ríkisstjórn að láta ekki opna þær á ný meöan erlendur her dvelur í landinu.“ Félagsstjórnina skipa nú: Grímur Gíslason Saurbæ, form.. Þórður Þorsteinsson Grund, rit- ari, Jón Tryggvason Finns- tungu, gjaldkeri. Meðstjórnend- ur: Torfi Sigurðsson Mánaskál og Ingvi Guðnason Hvammi. Félag ungra Framsóknar- manna í Skagafirði hélt fund aff Varmahlíð 15. nóv. Mættu auk þess ýmsir eldri Framsókn- armenn á fundinum. Tillaga var samþykkt varð- andi stjórnmálaviðhorfið, þar sem fullum stuðningi var lýst við stefnu Framsóknarfl. í dýr- tiðarmálinu. Félagar eru um 50. Stjórn skipa: Magnús Gíslason Ey- hildarholti, form., Guttormur Óskarsson Kjartansstaðaholti, ritari og Halldór Benediktsson Varmahlíð, gjaldkeri. Félag ungra Framsóknar- manna í Hofshreppi hélt fund á Hofsós 16. nóv. Það telur 35 félaga. Stjórnina skipa: Anton Tómasson Hofsós, form., Trausti Þórðarson Háleggsstöðum, rit- ari og Vilhelm Jónsson Hofsós, gjaldkeri. Á fundinum var samþykkt. svipuð tillaga og í Varmahllð, um afstöðu Framsóknarfl. í dýrtíðannálinu. Kaupendur Ingólis Tilkynnið afgr. blaðsins tafar- laust, ef vanskil verða á blaðinu. Mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur, til þess aff bæta úr því. Blöff, sem skilvísa kanp- endur vantar, munu verða send taiarlaust, séu þau ekki upp- seid.

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/828

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.