Austurland - 16.02.1994, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR, 16. FEBRUAR 1994
Skíðasrœðið í Oddsskarði er nú upplýst og er svœðið opið til níu á fimmtudagskvöldum
Skídamiðstöðin í Oddsskarði
manna um málefni barna. Aust-
Frá Austurlandsdeild Barnaheilla
Mannréttindi barna
Nægur snjór
en afleit veður
Samtökin Barnaheill hafa að
undanförnu stofnað deildir vi'ða
um land. Á síðasta ári var stofn-
uð Austurlandsdeild og gekk
mjög vel að safna félögum af
Austurlandi. í október sl. var
haldinn formlegur stofnfundur á
Reyðarfirði og mættu á fundinn
Arthúr Mortens formaður
Barnaheilla og Guðjón Bjarna-
son deildarstjóri í félagsmála-
ráðuneyti. Umræðuefnið var
m. a. nýju barnaverndarlögin
en fundurinn var einnig ætlaður
fólki sem á sæti í bamaverndar-
nefndum. Fimm manna stjórn
var kosin, sem situr til tveggja
ára. Stjórnin hefur haldið tvo
stjórnarfundi og meðal helstu
verkefna hennar er að safna
upplýsingum um þjónustuúr-
ræði fyrir börn og unglinga í
fjórðungnum allt frá dagvistun
til tómstundaiðkana. Einnig
hefur stjórnin í hyggju að
styrkja störf barnaverndar-
nefnda og stuðla að virkari um-
ræðu meðal sveitarstjórnar-
urlandsdeild Barnaheilla er
komin til að vera og vekja okkur
til umhugsunar um aðstöðu og
líðan barna okkar.
Starfsemi Barnaheilla á Aust-
urlandi er háð því að félagar
sýni virka þátttöku og láti mál-
efni barna og unglinga sig varða.
Við sem erum félagar í Barna-
heillum erum í senn hagsmuna-
aðilar þeirra barna sem ekki al-
ast upp í friði og öryggi auk þess
að vera þátttakendur í alþjóð-
legu samstarfi sem m. a. byggir
á barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna sem íslendingar eru
aðilar að. Barnasáttmálinn felur
í sér full mannréttindi allra
barna og unglinga.
Stjórn Barnaheilla hvetur fé-
laga til að sýna stuðning í verki
og hafa samband við einhvern
stjórnarmanna til að fá frekari
upplýsingar um starfsemina eða
ræða aðkallandi málefni.
Stjórnina skipa eftirfarandi:
Helga M. Steinsson formaður
Neskaupstað sími 71799,
Guðrún Ólafsdóttir varafor-
maður Neskaupstað sími 71885,
Laufey Eiriksdóttir ritari Eg-
ilsstöðum sími 11533,
Helga Þorleifsdóttir með-
stjórnandi Reyðarfirði sími
41464,
Þorbjörg Bjarnadóttir með-
stjórnandi Eskifirði sími 61420.
Helga M. Steinsson
Það er nægur snjór á skíða-
svæðinu í Oddsskarði en um-
hleypingar hafa komið í veg fyr-
ir Oddsskarðsmótið tvær helgar
í röð. Enn er stefnt að mótinu
næstu helgi.
Ekkert alþjóðlegt mót kemur
í hlut austfirðinga á þessu
keppnistímabili en góðar líkur
eru á að svo verði næsta vetur.
Skíðasvæðið í Oddsskarði er þó
ennþá eina skíðasvæðið á land-
inu sem er viðurkennt til keppni
í rissvigi kvenna.
Helgina 19. og 20. mars verð-
ur Bikarmót Skíðasambandsins
í flokki 15 og 16 ára og flokkum
karla og kvenna haldið í Odds-
skarði. Á það mót má búast við
öllum bestu skíðamönnum
landsins og er áætlað að kepp-
endur verði um 80. Það mót
verður í umsjá skíðadeildanna
í Neskaupstað, á Eskifirði og
Reyðarfirði. Austurlandsmótið
verður svo haldið í umsjá Þrótt-
ar aðra helgina í apríl og ef að
líkum lætur verða keppendur
þar á þriðja hundrað.
Frá bæjarmálaráði ABN
Fundur í kvöld, miðvikudaginn 16.
febrúar kl. 2030 að Egilsbraut 11
Fundarefni:
Komandi bæjarstjórnarkosningar
Stjórn bæjarmálaráðs ABN
k \\éma\
Sagt er að bjórinn á Olympiuleikun-
um í Lillehammer sé svo dýr að jafn-
vel ísbirnir fái hroll. Þýsku keppendurnir hafa
sinn bjór með sér á leikana og það leiðir hugann
að þeirri gullvægu staðreynd að áfengi og íþróttir
fari ekki saman.