Austurland


Austurland - 16.02.1994, Blaðsíða 8

Austurland - 16.02.1994, Blaðsíða 8
Bifreiðin aflient Sturlaugi og fjölskyldu hans. Neskaupstaöur Og nú á Stulli bíl! Takmarkinu er náð. Á föstu- daginn kom til Neskaupstaðar bifreið sú sem keypt var að veru- legu leyti fyrir það fé sem safn- aðist í þeirri söfnun sem Austur- land stóð fyrir. Bifreiðin var formlega afhent Sturlaugi og foreldrum hans á laugardaginn. Endanlegt uppgjör söfnun- innar liggur ekki fyrir en áætla má að safnast hafi um 770.000 krónur. Flest framlög bárust frá einstaklingum í austfirðinga- fjórðungi en nokkur félaga- samtök og fyrirtæki lögðu Síðsumar 1992 keypti útgerð- in Otto WathneóOOtonnafrysti- togara frá Noregi. Þetta var tveggja ára gamalt skip byggt á Spáni. Ætlun eigenda var að selja eldra skip sitt, en fyrirhug- uð sala á því fór út um þúfur. Þegar nú eldra skipið ekki seld- ist vantaði úreldingu fyrir það nýja og fékkst það því ekki skráð hérlendis. Undanþága fékkst þó til nokkurra mánaða en að henni liðinni fékkst hún ekki framlengt. Skipið hefur því sfðan stundað veiðar utan fiskveiðilandhelgi með misjöfnum árangri. Nú hafa söfnuninni lið. Þá bárust fram- lög frá Borgarnesi og Starfs- menn Nýju Sendibílastöðvar- innar í Reykjavík sendu dágóða upphæð. Stærsta framlagið kemur frá bæjarsjóði Neskaupstaðar en auk þess lögðu tvö önnur sveit- arfélög söfnuninni lið. En það er ekki allt upp talið. Umboð Tryggingamiðstöðvarinnar hf. í Neskaupstað fékk felld niður ið- gjöld af tryggingum bifreiðar- innar. Síldarvinnslan hf. ætlar að annast viðhald bifreiðarinnar bæði skipin verið seld, það eldra úr landi, en það nýrra til Stálskipa í Hafnarfirði. Að sögn Trausta Magnússon- ar útgerðarmanns er fjárhags- legt bolmagn til annarra úrræða ekki fyrir hendi. Um borð í Otto Wathne sem nú er á veiðum á Nýfundnalandsmiðum er 20 manna áhöfn, flestir Seyð- firðingar. Þeim var sagt upp á sl. ári og eru því nú skipsrúm- lausir í næsta mánuði. Hér er væntanlega enn ein af- leiðing háskalegrar fiskveiði- stefnu í landinu. JJ endurgjaldslaust, að ákveðinni upphæð, í tvö ár og Eimskip flutti bílinn endurgjaldslaust hingað austur. Þá var notið að- stoðar Rauða krossins við ýmsa snúninga bæði hér heima og fyr- ir sunnan. Vert er að nefna það að bifreiðin fékkst á mjög hag- stæðu verði og þökk sé fyrri eig- anda. Bifreiðin kemur til með að breyta miklu fyrir Sturlaug og fjölskyldu hans, á því er enginn vafi. Enn hefur ekki verið sett lyfta í bílinn og er jafnvel óvíst hvort það verður gert þar sem hún tekur mikið pláss og Stur- laugur getur auðveldlega ekið á rafmagnshjólastólnum upp í bílinn, á skábrautum. Þetta góða gengi leiðir hug- ann að því hverju samtakamátt- urinn fær áorkað, við ættum kannski oftar hér í fjórðungnum að taka slík mál í okkar hendur, því vissulega er þörfin víða. Eins og fyrr sagði lögðust margir á eitt um að koma þessu máli í höfn. Ég vil þakka þeim öllum en þó sérstaklega félags- málastjóranum í Neskaupstað sem lagði ómæla vinnu í ýmis- legt sem að framkvæmdinni kom. Hér með er öllum þeim sem lögðu fé inn á reikning 1510 í Sparisjóði Norðfjarðar færðar alúðarþakkir. Gott mál er í höfn. EG Seyðisfjörður Skip og veiðiheimildir hverfa i Neskaupstað, 16. febrúar 1994. Verð kr. 140. Reyðarfjörður Týnda teskeiðin í Félagslundi Leikfélag Reyðarfjarðar frumsýnir á föstudaginn leikrit- ið Týnda teskeiðin eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Jóns Júlíussonar. Með helstu aðal- hlutverk í leikritinu fara Ingunn Indriðadóttir, Margrét Reynis- dóttir, Einar Bogi Sigurðsson og Björgvin Hjörleifsson. Að sögn Gíslunnar Jóhanns- dóttur formanns leikfélagsins eru átta ár síðan leikfélagið setti síðast upp leikrit en félagið hef- ur þó haft nokkra starfsemi á þessu tímabili. Sett hafa verið upp smáverk í samvinnu við grunnskóla staðarins, námskeið hefur verið haldið í leikrænni tjáningu og skáldakynning hef- ur verið á vegum leikfélagsins. Týnda teskeiðin verður að- eins sýnd í Félagslundi þar sem leiktjöld eru þannig að erfitt er með flutning. Að sögn Gíslunn- ar verður sýnt svo lengi sem fólk kemur á sýningarnar. í tilefni sýningarinnar verða svonefnd „Leikhúskvöld" á Valkyrju- kránni þar sem boðið verður upp á glæsilegan kvöldverð og leiksýninguna. Tilvalin upplyft- ing frá loðnunni! Óttar Guðmundsson, Einar Bogi og Margrét íhlutverkum sínum. Neskaupstaður Shellskálinn verðlaunaður Shellskálinn sigraði annað árið í röð í keppni um bestu uppstillinguna á kóki í söluskál- um Shell. Að þessu sinni var byggður kastali að mestu úr tveggja lítra kókflöskum og má ætla að um 700 lítrar af kóki hafi verið í kastalanum. Það eru Stella Axelsdóttir og ívar Sæ- mundsson sem reka Shellskál- ann og óskar Austurland þeim til hamingju með sigurinn. Verðlaunakastalinn. FAGÞJÓNUSTA í FJÓRA ÁRATUGI (ég) Látið fagmann vinna verkið - Ábyrgð á allri vinnu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.