Austurland


Austurland - 16.02.1994, Blaðsíða 4

Austurland - 16.02.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR, 16. FEBRÚAR 1994. Neskaupstaður/Norðfjarðarhreppur Sameiningin taki gildi 11. júní Nefnd um sameiningu Nes- kaupstaðar og Norðfjarðar- hrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti að sameining þessara byggðarlaga taki gildi 11. júní nk. en kosning sveitarstjórnar í hinu sameinaða byggðarlagi fari fram 28. maí nk. Það verða níu bæjarfulltrúar í hinni nýju bæjarstjórn. sami fjöldi oger nú í bæjarstjórn Neskaupstaðar. Nafn hins nýja sveitarfélags verði Neskaupstaður og taki yfir allt það land sem nú tilheyrir báðum sveitarfélögunum. Eign- ir. skuldir. réttindi og skyldur sem tilheyra nú Neskaupstað og Norðfjarðarhreppi falla til hins nýja sveitarfélags og skulu skjöl og bókhaldsgögn beggja sveitar- félaganna afhent hinu nýja sveitarfélagi til varðveislu. Kirkjuniel verði með sama hætti og áður og stefnt verði að gerð útivistarsvæðis í landi Kirkju- böls. Þá er tekið fram á minnis- blaðinu að góðar samgöngur verði tryggðar að öðru jöfnu á sýsluvegum innan sveitarfélags- ins. Nú á einungis eftir að leggja samninginn og svonefnt minn- isblað fyrir bæjarstjórn Nes- kaupstaðar og hreppsnefnd Norðfjarðarhrepps til endan- legrar staðfestingar og verður það væntanlega gert innan svo mjög langs tíma. Á minnisblaði nefndarinnar kemur fram m. a. að skólinn á Kirkjumel skuli starfa áfram í óbreyttri mynd þar til í byrjun skólaárs 1995 - 1996, en þá sam- einist skólinn Nesskóla. Stefnt skuli að áframhaldandi kennslu að Kirkjumel. Lagt ertil að kos- in verði sérstök nefnd sem fjalli um málefni landbúnaðar í Norðfjarðarsveit. Aðgangur félagasamtaka í Norðfjarðar- sveit að samkomuhúsinu að Guðmundur Stefánsson íbygginn á svip við loðnufrystingu um borð í Blœngi. Ljósm. AB Stofnun samtaka um sorg og sorgarviðbrögð Dagskrá 18. - 20. febrúar Helgina 18.-20. febrúar mun séra Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur koma til Neskaupstaðar til að flytja erindi og halda námskeið um sorg og sorgarviðbrögð. Sunnudaginn 20. febrúar verður haldinn stofnfundur. Fundirnir ognámskeiðin verða ísafnaðarheimili Norðfjarðarkirkju. Dagskrá helgarinnar verður sem hér segir: 18. feb. Föstudagur: kl. 2000. Almennur fundur um sorg og sorgarviðbrögð. Séra Bragi Skúlason fiytur erindi og svarar fyrirspurnum. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. 19. feb. Laugardagur: kl. 13,X) - 19,x). Almennt námskeið um sorg og sorgarviðbrögð. Þátttökugjald 1000 kr. Þó ekki meira en 1500 kr. fyrir fjölskyldur. (í þetta námskeið þarf að skrá sig á föstudag). 20. feb. Sunnudagur: kl. 09,XI - 13,X). Framhaldsnámskeið um sorg og sorgarviðbrögð, sérstaklega ætlað þeim sem misst hafa náinn aðstandanda. Þátttökugjald 500 kr. Þó ekki meira en 1000 fyrir fjölskyldur. (í þetta námskeið þarf að skrá sig á föstudag). kl. 16,x) Stofnfundur samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Venjuleg stofnfundarstörf. Önnur mál. Þátttöku í námskeiðunum á laugardag og sunnudag þarf aðtilkynna á fundinum á föstudag, eða hjá Þorgrími Daníelssyni í síma71127 og 71766 eða Þóru Lind Bjarkadóttur í síma 71668. Undirbúningshópurinn Páll Jónasson í miðju. Ljósm. AB Seyðisfjörður Páll til Lillehammer Skíðamaðurinn snjalli Páll Jónasson frá Seyðisfirði er með- an fimm íslenskra ungmenna sem boðið var á Olympiuleik- ana í Lillehammer. Ungmennin eru úti í boði norsku Olympiu- nefndarinnar til að fylgjast með opnunarhátíðinni og skíða- göngu og sér nefndin um uppi- hald og ferðir í Noregi. Þau verða hins vegar að koma sér sjálf út og fékkst til þess styrkur frá menntamálaráðuneytinu upp á tíu þúsund krónur á hvert og síðan koma væntanlega til framlög frá öðrum aðilum. Skíðaráð UÍA valdi Pál til fararinnar og er hann verðugur fulltrúi Austfirðinga í Lille- hammer. Norðfjörður Hestaleiga og reiðkennsla í sumar ætlar Vilberg Einars- son að reka hestaleigu og reið- skóla í Skálateigi. Þetta er m. a. liður í fjölbreyttari þjónustu við ferðamenn sem leggja leið sína til Norðfjarðar og með reið- skólanum er sérstaklega hugsað til barna og unglinga. Vilberg sagði í samtali við Austurland að hann yrði með 8 - 10 hesta til Ieigu en það hefði verið erfitt að fá þæga og rólega hesta keypta. Til þessa hefur Hestamanna- félagið Blær verðið með tíma- bundin reiðnámskeið fyrir börn og unglinga en með tilkomu hestaleigunnar í Skálateigi verður slík kennsla umfangs- meiri. Hestaleigur eru víða um Aust- urland og eru þær mikið notaðar af bæði innlendum og erlendum ferðamönnum. Hestaleigan í Skálateigi er sennilega sú eina sinnar tegundar hér á fjörðunum og er kærkomin nýung í ferða- mannaþjónustuna hér. GÓÐ HÚSGÖGN - ÖRUGG KAUP Við bjóðum: gott hjónarúm m/springdýnum kr. 68.300 stgr. Jafnar greiðslur m/vöxtum kr. 5000 á mánuði Leðursófasett og hornsófar í úrvali, margir litir Verð á góðunuhornsófa kr. 137.700 stgr. Jafnar greiðslur kr. 6000 á mánuði með vöxtum tfólmar hf HÚSGAGNAVERSLUN 730 REYÐARFIRÐI - SÍMI 97-41170 Opið laugard. kl. 13 - 17 VERIÐ VELKOMIN

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.