Austurland


Austurland - 16.02.1994, Blaðsíða 1

Austurland - 16.02.1994, Blaðsíða 1
Gólfteppatilboð: .... Dreglar, mottur, teppi, dúkar, flísar og parket. VERSLUNIN VÍK HAFNARBRAUT 3 - S 71900 Neskaupstadur Kaupfélaginu og Sambandinu gert að greiða Lífeyrissjóði Austurlands um tuttugu milljónir Þórhallur Sófusson, Sveinn Benediktsson og Gísli Gylfason um borð í Barða. Ljósm. EG í síðustu viku féll dómur í Héraðsdómi Reyk javíkur í máli Lífeyrissjóðs Austurlands gegn Kaupfélaginu Fram og Sam- bandi íslenskra Samvinnufélaga og er þessum aðilum gert að greiða Lífeyrissjóði Austur- lands kr. 15.903.599 með drátt- arvöxtum samkvæmt 111. kafla vaxtalaga frá 16. júní 1992 til greiðsludags og kr. 600.000 í málskostnað auk virðisauka- skatts. Málavextir eru þeir að Lífeyr- issjóðurinn gerir kröfuna vegna 18 skuldabréfa öllum útgefnum af Ness hf.. sem nú er gjald- þrota. á hendur Kaupfélaginu og SÍS en skuldabréfin voru framseld af Kaupfélaginu og árituð af SÍS um sjálfskuldar- ábyrgð. Bréfin átti að greiða á 6 árum með fyrstu gjalddögum 1989 með veði í fasteigninni Egils- braut 4, en þau gjaldféllu án sérstakrar uppsagnar á fyrstu gjalddögum. Innheimtuaðgerð- ir báru engan árangur og á nauð- ungaruppboði var eignin seld Kaupfélaginu á 6 milljónir króna. Á vanefndauppboði keypti Lífeyrissjóðurinn húsið á rúmlega þrjár milljónir króna. Kaupfélagið Fram hélt því fram að kröfur Lífeyrissjóðsins féllu undir nauðarsamninginn sem gerður var 30. okt. 1989 en því var hafnað. Þá telur Kaupfé- lagið í greinagerð að það hafi ofgreitt Lífeyrissjóðnum rúm- lega ellefu hundruð þúsund en sé tekið tillit til greiðslu bús- og lögveðshafa hafi skuldin verið rúmlega tvö hundruð þúsund í júli 1992. Arngrímur ísberghér- aðsdómari kvað upp dóminn. Að sögn Friðgeirs Guðjóns- sonar hefur stjórn kaupfélagsins tekið ákvörðun um að áfría mál- inu til Hæstaréttar. Friðgeir seg- ir að sér finnist dómurinn rangur og hann telur siðlaust að kröf- urnar falli ekki undir nauða- samninginn sem gerður var. Austfirðir Loðnufrystingin ævintýri líkust Kokkurinn á Barða var að baka lummur ofaní karlana sem stóðu pungsveittir við frystinguna. Ljósm. EG Það er líkast sem austfirðing- dagana og sagt er að Yen- ar séu haldnir loðnuæði þessa glampar séu í augum forsvars- manna þeirra fyrirtækja sem mest frysta af loðnu þessa dag- ana. Reikna má með að meðal- verð á kílói af frystri loðnu sé um 105 krónur, svo það er mikið í húfi. Mannafli frystihúsanna hefur margfaldast og þar af leið- andi fækkað verulega á atvinnu- leysisskrám víða. í Neskaupstað eru nú tvö fljót- andi frystihús. Frysting hófst um borð í Blængi á mánudaginn en þá höfðu verið fryst um 100 tonn um borð í Barða eða rúmlega 20 tonn á sólarhring. Um borð í Blængi voru fryst 30 tonn fyrsta sólarhringinn. Um borð í báðum skipunum ganga áhafnirnar vaktir. Alls var búið að frysta um 650 tonn hjá Síldarvinnslunni á mánudaginn. Harðfrystihús Eskifjarðar leigði aðstöðu Þórs hf. til loðnu- frystingar. Þar er afkastagetan unr 20 tonn á sólarhring og 40 - 45 tonn í frystihúsinu. Á Eskifirði var búið að frysta á mánudaginn um 700 tonn. Á Seyðisfirði er fryst hjá Dvergasteini og Strandarsíld og hafa þar verið fryst um 900 tonn. Á milli 70 og 80 manns ganga vaxtir hjá Dvergasteini. Á Reyðarfirði var búið að frysta um 300 tonn á mánudaginn. Loðnan hefur verið nokkuð misjöfn eftir veiðisvæðum. Hrognafylling er 14.5 - 16% og hafa verið um 50 hrygnur í kílói. Sjómenn segja mikla loðnu við Hvalbak en aðalgangan er kom- in vestur fyrir Ingólfshöfða. Nokkur norsk skip og græn- lenska loðnuskipið Anrmasat eru á veiðisvæðinu við Hvalbak. Norsku skipin eru í stærri kant- inum eða um 2000 lestir hvert og eru þau flest búin að fylla sig.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.