Húsfreyjan - 01.03.1956, Blaðsíða 4

Húsfreyjan - 01.03.1956, Blaðsíða 4
getu þeirra og áhrifavald. Skyldunámið er að langmestu leyti hið sama fyrir stúlkur og drengi, enda svo almenns eðlis að sér- hæfing kemur þar lítið við sögu. Þó að gert sé ráð fyrir verklegri kennslu í skyldunáminu, er ekki þar hægt að ætla því svo mikinn tima að veruleg þjálfun náist. Ég álít að verknám í barnaskólum og miðskólum geti haft mikið gildi. Það kynnir bömunum starfsgreinar þær, sem teknar eru til meðferðar, og vekur því, ef vel tekst til, áhuga og skilning á starf- inu. öllum má þó ljóst vera, að sérmenntun húsmæðra krefst meiri tíma en barnaskól- amir geta til hennar varið, og ákveðnari einbeitingar vilja og vitsmuna, en hægt er að gera ráð fyrir hjá börnum um ferm- ingaraldur. Þar á það sama við og um atvinnumenntun almennt. Ég vil taka þetta skýrt fram vegna þess, að það er nokkuð útbreidd skoðun, að hússtjórnar- kennsla í barna- og miðskólum geti, þar sem hún er komin á, leyst húsmæðraskól- ana af hólmi. Þessi skoðun er að sjálf- sögðu sprottin af vanþekkingu á starfi skólanna. í miðskólum þeim, sem kennslu- eldhús hafa til umráða, mun nemendum í tveimur bekkjum kennd matreiðsla eina dagstimd vikulega, þrjár klukkustundir í senn. Bömin koma að jafnaði 15—20 sinnum í eldhúsið yfir veturinn. Verkum, sem þar eru kennd og unnin, er skipt milli nemenda í 4—5 þætti, það er ræst- ingu, þvott, bakstur og matreiðslu, sem skipt er aftur milli tveggja nemenda. Út- koman verður sú, að hvert barn fær að vinna hvert þetta verk þrisvar til fimm sinnum á vetri í tvo vetur. Ekki er ætlað- ur sérstakur tími til bóknáms í hússtjórn- arfræðum, enda naumast tímabært, þar sem 12—15 ára börn eiga í hlut. Þessi stutta greinargerð sýnir, að sérskólar og námskeið til þess að búa ungar stúlkur undir húsmóðurstörf, eru jafn nauðsynleg, 4 HÚSFREYJAN þótt skyldunámið gefi sumum bömum kost á að kynnast þeim. Húsmæðraskólarnir eru ennþá í mótim og það verða þeir áfram, þeir verða að laga sig eftir þörfum og þjóðfélagsháttum á hverjum tíma. Þær námsgreinar, sem æskilegt væri að kenna í þeim, eru fjöl- margar. Þar eins og annars staðar verður að velja og hafna. Því styttri sem skóla- tíminn er, þess erfiðara er að ákveða námsefnið. Þegar lagður var grimdvöllur að kennsluskrá fyrir húsmæðraskóla þá, sem nú starfa, var gert ráð fyrir að þeir störfuðu 9 mánuði í einni ársdeild, og var námsefnið við það miðað. Urðu á sínum tíma miklar umræður um námsskrána og þótti kennurum í hverri grein sínu náms- efni þröngur stakkur skorinn. Áætlað var, að í skólum, sem starfa frá 15. september til 15. júní, væri stunduð garðyrkja að vorinu, og jurtir þær, sem ræktaðar væru, nýttar að hausti. Skiptir miklu að vorverk og haustannir séu þátt- ur í starfi húsmæðraskólanna, svo mjög sem skynsamlegrar fyrirhyggju er þörf við vandaverk þau, sem bundin eru þess- um árstíðum. Ef kennslutími húsmæðra- skóla er styttur, verður að skerða þá námsskrá, sem ætluð var, og sett saman, fyrir níu mánaða kennslutíma. Ég álít, að ekki sé hægt að gera það, svo vel fari, nema fella niður nokkrar af þeim náms- greinum, sem nú eru kenndar í húsmæðra- skólum. Stúlka, sem stundar nám í 6—7 mánuði getur ekki lært allt það sama og jafn mikið og hún gæti lært á þriðjungi lengri tíma. En mestu varðar, að hún læri einmitt það, sem geri hana færa um að gegna húsmóðurskyldum. Sjálft hús- stjórnarnámið má því ekki skerða, því að undirbúningurinn undir lífsstarfið hlýtur alltaf að vera aðalatriðið. Það er mjög hæpin stefna að láta þau störf, sem að- eins eru um hönd höfð sem tómstunda- iðja á heimilum, svo sem vefnað og út-

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.