Húsfreyjan - 01.03.1956, Blaðsíða 16

Húsfreyjan - 01.03.1956, Blaðsíða 16
Að jafnaði er áætlað, að karlmaður, sem vegur 70 kg. og vinnur létta skrif- stofuvinnu, þurfi um 2500 HE á sólar- hring. Samsvarandi þörf konu yrði um 2100 HE. Við aukið erfiði eykst orkuþörf- in og getur komizt allt upp í 5000 HE á sólarhring við erfiðustu störf. Börn þurfa tiltölulega meira orkumagn en fullorðnir. 7 ára böm þurfa um 1800 HE á sólar- hring, en ætla má 14 ára unglingum og eldri það sama og fullorðnum. Af því, sem sagt hefur verið um orku- þörfina, sést, að þegar húsmóðirin áætlar fæðumagnið, sem hún ætlar að skammta á heimilinu, þarf hún að taka tillit til þess, hvort þeir, sem matarins neyta, eru karlmenn, konur eða börn, og hvernig sú vinna er, sem hlutaðeigendur leysa af hendi. Fitan er, eins og áður var getið, mesti orkugjafinn af næringarefnunum þremur, og er því fiturík fæða heppileg þeim, sem stunda erfiðisvinnu. Líkaminn notar fit- una einvörðungu sem eldsneyti, og sé of mikils neytt af henni, hleðst hún upp í líkamanum. Ekki er fita talin lífsnauðsynleg í fæð- unni, þar sem líkaminn getur unnið fitu bæði úr kolvetnum og eggjahvítuefnum, en fitunni fylgja ýmis aukaefni, t. d. fitu- uppleysanlegu fjörefnin, sem ekki má án vera og hætta er á að skorti, ef fæðan er of fiturýr. Fita fæst bæði úr jurta- og dýraríkinu, en fita mjólkurinnar og lýsisfitan eru holl- ustu fitutegundirnar. Kolvetni, sem öðru nafni er oft nefnt sterkja, er einnig nær eingöngu orkugef- andi. Ef kolvetnismagn fæðunnar verður of mikið, breytir líkaminn afganginum í fitu, sem hleðst upp i líkamanum. Á því offita oft ekki síður rætur að rekja til of mikillar kolvetnisneyzlu (sykurs, brauðs, sælgætis) en til óhóflegrar fituneyzlu. Kolvetnarík fæða er auðmeltasta fæðan og oft jafnframt sú ódýrasta. Má ætla, að um 400 gr. af kolvetnum séu í daglegri fæðu manns, en þessi 400 gr. gefa 1200 HE eða allt að helmingi dagsþarfar. Kol- vetni fást nær einvörðungu úr jurtaríkinu, t. d. í sykri, sírópi, hunangi, kartöflum, grjónum og mjöli. Einnig fást þau lítillega í mjólk (mjólkursykurinn) og í lifur. Hægt er að komast af að mestu leyti án kolvetnis, þar sem líkaminn getur feng- ið nægilegt sykurmagn úr eggjahvituefn- um til að halda sykurmagni blóðs og valja eðlilegu. Þriðja og síðasta næringarefnið, eggja- hvítuefnið, hefur þá sérstöðu, að án þes* getur líkaminn ekki verið, og verður því að fá það beint úr fæðunni, þar sem hann notar það til vaxtar og viðhalds, en getur hvorki breytt fitu né kolvetnum í eggja- hvítuefni. Eggjahvítuefni er eiginlega hópur efna, sem sett eru saman úr mismunandi aminó- sýrum, og hver fæðutegund, sem hefur að geyma eggjahvítuefni, hefur sín sérein- kenni. Eggjahvíturíkar fæðutegundir fást helzt úr dýraríkinu, svo sem kjöt, fiskur, egg, mjólk og hrogn. Allar þessar fæðutegund- ir innihalda fullkomna eggjahvítu, þ.e.a.s. innihalda allar þær amínósýrur, sem lík- ami okkar þarf á að halda. Úr jurtaríkinu fást einnig eggjahvituefni, einkum í baun- um, en ófullkomin, og svo í kími kornsins. Framh, á bls. 21. 16 HÚSFRKYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.