Húsfreyjan - 01.03.1956, Blaðsíða 26

Húsfreyjan - 01.03.1956, Blaðsíða 26
Kvenfélag Sauðárkróks 60 ára RœSa, flutt í afmœlishófi félagsins 12. nóv. síöastliöinn, nokkuð stytt. Það er algild venja, þegar félög eiga merkisafmæli, að þá sé minnzt starfa þeirra og helztu áhugamála. Vil ég leitast við að skýra frá því, sem þetta félag hefur helzt látið til sin taka á liðnum árum. Hinn rétti afmælisdagur þess er 25. ágúst, því að þann dag árið 1895 var það stofnað. Aðdragandi að stofnun þess var sá, að nokkrar konur á Sauðárkróki töldu æskilegt, að konur í Skagafirði stofnuðu með sér félag til þess að vinna að áhuga- málum kvenna. Áðurnefndan dag var svo haldinn kvennafundur á Sauðárkróki. Mættu þar þær konur í kauptúninu, sem áhuga höfðu á félagsstofnun og auk þess nokkrar helztu áhrifakonur úr nærliggj- andi sveitum. Frú Margrét Guðmundsdóttir á Sauð- árkróki setti fundinn, skýrði frá tilgangi hans, og var að því búnu kjörin fundar- stjóri. Eftir nokkrar umræður var félagið svo í gólfið með stafnum. Guðbrandur fór inn til hennar. ,,Nei, ertu komin á fætur, mamma?" ,,Þú sérð það líklega. Viltu biðja hana Önnu að sækja sparifötin mín í fataskáp- inn?“ „Hvað ætlarðu að gera með þau?“ „Fara í þau. Og svo verður þú strax að beita honum Brún fyrir léttikerruna.“ „Ætlarðu í ferðalag, mamma?“ „Já, nú er ekki um annað að gera en að fara til nýja læknisins. Hann er ný- kominn frá námi. Hver veit nema að hann viti eitthvað." S. Þ. íslenzkaði. stofnað, og lög samþykkt fyrir það. Hlaut félagið nafnið „Hið skagfirzka kvenfélag". ■ Stofnendur voru 22, tíu búsettir á Sauð- árkróki, en tólf úr sveitum héraðsins og Hofsósi. I stjórn voru kosnar: Margrét Guðmundsdóttir, formaður Ólöf Hallgrímsdóttir, gjaldkeri Líney Sigurjónsdóttir, ritari allar búsettar á Sauðárkróki. Aðalmarkmið félagsins var og hefur verið æ síðan, að vinna að réttinda- og menningarmálum kvenna, efla félags- þroska þeirra og samheldni og leggja ein- hvem skerf til hverra þeirra framkvæmda, sem varða heiður og velgengni héraðsins og landsins í heild. Til þess að afla fjár, komu félagskonur þegar á fyrsta ári upp bazar með munum, sem þær gáfu og söfnuðu hjá velunnur- um félagsins. Leigðu þær húsnæði til þess- arar starfsemi um nokkurn tíma, en skipt- ust á um að afgreiða, kauplaust. vitanlega. Fljótlega hóf félagið fjáröflun með því að halda skemmtisamkomur. Á öndverðu - árinu 1900 réðst það í það að efna til sýningar á tveimur leikritum. Gáfu þessar sýningar góðan arð, enda hefur félagið árlega komið upp leiksýningum. Voru þær um eitt skeið góður tekjuliður, þótt hin síðari ár hafi orðið minni ágóði af þeim, ýmissa orsaka vegna. Margar eru þær stofnanir, sem félagið hefur veitt styrk með beinum f járframlög- um, vinnu og ýmis konar liðveizlu. T. d. lagði félagið þegar á 1. starfsári sínu fram fé til þess að stofna lúðrasveit hér á staðn- um. Síðar veitti það nokkurt fé til kaupa á nýjum hljóðfærum handa lúðrasveit- 26 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.