Húsfreyjan - 01.03.1956, Blaðsíða 28

Húsfreyjan - 01.03.1956, Blaðsíða 28
liðnir síðan nokkur sveitakona var með- limur þess, og nú eru kvenfélög starfandi í flestum hreppum sýslunnar. Gamla nafn- ið „Hið skagfirzka kvenfélag" átti því ekki við lengur. ílg hef nú leitazt við að skýra fyrir ykkur í aðalatriðum störf okkar og hugð- arefni. En þá er eftir að minnast á hina innri hlið félagsskaparins, sambúðina, samhjálpina og þegnskapinn. Eg er búin að vera í félaginu hátt á fjórða tug ára, en ég man aldrei til þess, að óánægja eða sundurþykkja hafi risið út af nokkru máli, þó eðlilega hafi oft komið fram skoðana- munur, og ólík viðhorf til ýmissa mála. Þannig er sambúðin! Auðvitað hafa störf- in aldrei getað gengið jafnt yfir. Alltaf hefur mætt mest á þeim, sem hafa starfað í fjáröflunarnefnd á hverjum tíma. Eins hefur verið þrotlaus áníðsla á þeim kon- um, sem hafa leikið fyrir félagið. En hafi eitthvað legið fyrir, sem fleiri hefur þurft til að koma í framkvæmd, hefur ekki stað- ið á félagskonum að leggja þar hönd að verki. Þannig er samhjálpin! Og hvenær sem kallað hefur verið eftir persónulegum fjárframlögum og hvers konar tilleggi frá félagskonum, hefur það verið látið í té með glöðu geði. Þannig er þegnskapurinn! Félag okkar hefur aldrei verið fjöl- mennt, flestir hafa meðlimir þess verið 50, fæstir 14. Nú eru félagskonur 49 auk eins heiðursfélaga, frú Elinborgar Jóns- dóttur í Reykjavík. Aldursforseti okkar er frú Margrét Pétursdóttir. Hún gekk í félagið 1898 og hefur verið í því alla tíð síðan — nema þau fáu ár ,sem hún dvaldist á Þingeyri við Dýrafjörð. Hún vann lengi og vel fyrir félagið meðan kraftar hennar leyfðu, en er nú háöldruð. Því miður treysti hún sér ekki til að vera hér í kvöld. Ég vil nú leyfa mér að útnefna hana sem heiðursfélaga 28 HÚSFREYJAN Kvenfélags Sauðárkróks, um leið og ég þakka henni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Ég minnist með þakklæti og virðingu allra þeirra mörgu ágætiskvenna, sem voru meðlimir félags okkar, en eru nú látnar. Margar þeirra unnu brautryðjenda starf og vísuðu okkur veginn fram á leið. Ég er sannfærð um að mesta gengi félags- ins er þvi að þakka, hvað margar ágætlega starfhæfar konur það hefur haft innan sinna vébanda, og hefur enn. Þegar ég nú lít til baka yfir liðin ár, minnist ég margs, sem við félagskonur megum vera samborgurum okkar þakk- látar fyrir. Samkomur okkar hafa alltaf verið vel sóttar, og málaleitun okkar jafn- an verið vel tekið, ef við höfum þurft að leita út fyrir félagið með eitthvað. Þó eru það sérstaklega þeir, sem hafa hjálpað okkur við leikstarfsemi okkar, sem eiga það skilið að við hugsum hlýtt til þeirra. Margir ágætir menn hafa hjálpað okkur með ráðum og dáð, leikið fyrir okkur og eytt frístundum sínum í þágu félagsins, við æfingar og undirbúning skemmtana. Fyrir þetta hafa þeir aldrei hlotið nein laun, þó að það hafi verið okkur ómetan- leg hjálp. Við þessa vini okkar stendur félagið í óendanlegri þakkarskuld. Nú á þessum tímamótum þegar félag okkar hefur starfað í 60 ár, hleypur okkur kapp í kinn að starfsemi þess hraki ekki. Við munum reyna að halda í horfinu. Mörg góð málefni þurfa stuðning og okk- ur er ljúft að láta aðstoð í té eftir beztu getu. Við þurfum ekki langt að leita, til að finna það verk, sem nú er mest að- kallandi að vinna fyrir þennan bæ og þetta hérað. Það er að koma hér upp nýju sjúkrahúsi. Allir íbúar héraðsins verða að leggja saman krafta sína til að lyfta því Grettistaki. Við megum ekki hugsa sem svo, að ekkert muni um smá upphæðir, þegar um svo kostnaðarsamt

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.