Húsfreyjan - 01.03.1956, Blaðsíða 9

Húsfreyjan - 01.03.1956, Blaðsíða 9
r haldi, sem þau annað hvort standa að ein eða þá með öðrum aðilum. Þess háttar starf lendir oftast á fáum kon- um, en aðrar koma þar hvergi nærri og veita því varla athygli á aðalfund- um, þegar gerð er grein fyrir tekjum ársins og athöfnum félagsins, að hér hefir vissulega verið mikið unnið. En þegar fórnfúsir félagsmenn og aðr- ir einstaklingar hafa um fjölda ára unnið að því sama, þá er mjög hætt við, að athyglin hætti að beinast að því, sem þannig er framkvæmt, og að hið eina, sem gæti vakið aðra til með- vitundar um starfið, væri ef það skyndilega félli niður. Nei, það er aldrei það, að félögin geri ekki neitt, sem háir þeim. Það væri kannske frekar það, að starfsemi félaganna væri borin af of fáum og svo, að það skorti fjölbreyttni og al- menna þátttöku í fundastarfinu. Það er sjálfsagt hægara sagt en gert að skapa fjölbreyttni í fundarstarf kvenfélaganna og er ekki hægt að gefa neina forskrift um það, vegna þess, hve aðstæður eru margvíslegar. En eitt má þó segja að sé sameiginlegt með félögunum og það er, að þau verða flest öll, hvað fundarefni snertir, að búa að sínu, þ. e. að konurnar sjálfar verða að sjá um f jölbreyttni á fundun- um eða eiga sök á því, ef þeir verða einhæfir og leiðinlegir. Nú er það í sjálfu sér mjög mikil- vægt fyrir konurnar, sem alla daga vinna á heimilum sínum, að koma sam- an, blanda geði við aðrar konur, rabba og drekka kaffisopa. Þetta er svo mik- ilvægt, að fundir kvennanna mega al- drei falla niður, vegna þess, hve þeir eru nauðsynlegir sem upplypting fyr- ir konumar. En þetta er ekki nóg. Fé- lagskonur vilja geta sótt eitthvað meira á fundina en bara skrafið eitt og félög- in þyrftu að geta miðlað félagskonum einhverju til skemmtunar og fræðslu. Hér er það, sem skórinn kreppir að. Víðast hvar er erfitt að fá utanaðkom- andi krafta, nema á aðalskemmtanir. Sums staðar vegna kostnaðar, annars staðar vegna mannfæðar og því er það að fundimir verða því aðeins skemmti- legir og fræðandi, að konurnar leggi sjálfar eitthvað af mörkum til þeirra. Það vill þó oft verða þrautin þyngri, að fá konur til þess að koma með efni á fundi eða taka þátt í umræð- um og er það vorkunnarmál, því að flestar konur eru aldar upp við ann- að en að koma opinberlega fram og störf þeirra beinast meira að öðru en bókmenntum, ræðumennsku o. þ. h. Það er þó ástæða til þess að hvetja konur til þess að láta ekki hlédrægni og feimni fæla sig frá því að lesa upp eða segja eitthvað við og við, þegar þæ r finna það og vita, að þátttaka þeirra í fundarstarfinu er nauðsynleg. Af þeim spurnum, sem ég hefi haft af starfi ýmissa félaga, hefir mér orðið ljóst, að kvenfélögin gætu haft mjög gott af því að fá upplýsingar um starfs- aðferðir hvert hjá öðrum. Bæði er oft gaman að breyta til, þegar starfað hef- ir verið með sama hætti ár eftir ár og svo er áreiðanlegt, að til eru félög hér- lendis, sem hafa ýmsar skemmtilegar venjur, sem önnur félög ættu að til- einka sér. Þyrfti þá hvort tveggja til, að félög væru fús að miðla öðrum og að önnur félög vildu taka upp nýjar starfsaðferðir. Frh. á bls. 29. HÚ8FRBYJAN 9

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.