Austurland


Austurland - 22.01.1998, Qupperneq 2

Austurland - 22.01.1998, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 22 JANUAR 1998 Austuriand Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Utgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjöm Sigurðsson (ábm) ÍS 4771383og8994363 Blaðamaður: Elma Guðmundsdóttir 8 477 1532 og 894 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhom.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og setning: Austurland Prentun: Nesprent hf. Góðærið á Islandi Ráðamenn þjóðarinnar keppast hver um annan þveran við að lýsa því yfir að góðæri hafi ríkt á landinu á síðastliðnu ári og allt útlit sé á því að það haldi áfram á þessu ári. Þeir þakka sér m.a. minni halla á ríkisbúskapnum. Víst er um það að mörg fyrirtæki hafa skilað töluvert miklum hagnaði og er það vel. Mikil þensla er í atvinnulífinu sem tengist helst stóriðjuáformum. En hafa allir landsmenn orðið varir við góðærið? Eða er það kannski með það eins og launahækkanir og launaskrið, að það er alltaf mest hjá þeim sem mest hafa fyrir. Ætli aldraðir og öryrkjar verði mikið varir við góðærið ? Hversu mikið verða verkakonur varar við góðærið? Kaupmáttur verkakvenna hefur hækkað um sex prósent síðastliðin fjögur ár á sama tíma og kaupmáttur verkakarla hefur hækkað um 30 prósent. Munur á launum verkakvenna og verkakarla var þó nokkur fyrir. Kallast þetta góðæri? Hefur atvinnuleysi kvenna minnkað? Á sama tíma og atvinnuleysi karla minnkar þá eykst atvinnuleysi kvenna. Er það góðæri? Hvernig er með heilbrigðiskerfið? Nær góðærið þangað? Nú er svo komið að barnafólk, eldra fólk og öryrkjar leita sér ekki sérfræðiaðstoðar vegna þess að það hefur ekki efni á því. Deilur milli sérfræðinga og Tryggingastofnunar ríkisins hafa staðið yfir síðan á haustdögum. Fleiri og fleiri sérfræðingar hafa sagt upp samningi við Tryggingastofnun og verður fólk að borga fullt gjald ef það leitar til þessara sérfræðinga. Nú á allra síðustu dögum hefur heilbrigðisráðherra gefið það út, geti fólk lagt fram reikninga muni þeir verða greiddir þegar deilan leysist. Ætli það séu margir sem geymi reikninga sem Tryggingastofnun er áður búin að neita að borga? Hvar er það velferðakerfi statt í dag, sem við höfum hingað til státað okkur af íslendingar? Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, telur að verið sé að brjóta lögin um réttindi sjúklinga með því að mismuna fólki á þennan hátt eins og gert er í dag. Hún hefur boðað að Alþýðubandalagið og óháðir muni leggja fram á Alþingi frumvarp til laga til að breyta þessu þannig að staðið verði við lög um heilbrigðisþjónustu og réttindi sjúklinga, ef ráðherra heilbrigðismála muni ekki gera það. Hér hefur verið minnst á þá hópa í þjóðfélaginu sem minnst hafa orðið varir við þetta góðæri. Var ekki slagorð Fram- sóknarflokksins í síðustu kosningum “Fólk í fyrirrúmi”? Fram- sóknarmenn stýra þeim ráðuneytum sem málefni þessara hópa falla undir og eru í aðstöðu til þess að láta góðærið ná til þeirra. Þama er nú tækifærið til að standa við kosningaloforðin eða falla þessir minnihlutahópar kannski ekki undir þetta slagorð? Aðalatriðin hljóta að vera að spoma við fótum varðandi greiðslu fyrir sérfræðiverk lækna svo að allir hafi jafna mögu- leika til að nýta sér þau verk, taka á launamun karla og kvenna og að atvinnutækifæri kvenna verði til jafns við karla. SLA GETRAUNALEIKUR ÞROTTAR Um síðustu helgi náðu tveir hópar 11 réttum, það vom TIPP- VERKUR og WEST END og þrír hópar náðu 10 réttum, DÚLLURNAR, BANDIT og MAMMA OG ÉG. Annars var árangurinn ekki til að hrópa húrra yfir. I getraunaleiknum er TIPPVERKUR í efsta sæti með 60 stig DÚLLURNAR og WEST END em með 58 stig og þar á eftir koma GUFURNAR, TRÖLLADEIG og LEA 0. Meðal úrslita í deildarkeppn- inni um síðustu helgi voru að TIPPVERKUR vann LÆKINN 11-9, DÚLLURNAR unnu NESBÆ 10-8, LEA 0 vann TRÖLLADEIG 9-8, WEST END vann MAMMA OG ÉG og MÓRARNIR unnu PELE 7-6. Stað efstu hópanna í deildar- keppninni eftir 6 umferðir. TIPPVERKUR er í efsta sæti með 11 stig, DÚLLURNAR og LEA 0 em með 9 stig, VIÐ LÆKINN, TRÖLLI og WEST END eru með 8 stig, síðan koma NESBÆR, TRÖLLADEIG, 3 FUGLAR, GUFURNAR, HB RÁÐGÁTUR, BANDIT og MÓRARNIR með 7 stig. Þessir keppa saman um næstu helgi. TIPPVERKUR LEA 0 DÚLLURNAR VIÐ LÆKINN TRÖLLI WEST END NESBÆR TRÖLLADEIG 3 FUGLAR GUFURNAR HB RÁÐGÁTUR BANDIT MÓRARNIR MAMMA OG ÉG SKÓSI BÓLSTRUN B2 PÍTA MEÐ KEBAB PELE NÖNSOS FEÐGARNIR BARÐINN ENNCO LIVERUNITED NESTAK SÚNBÚÐIN OLÍS FULHAM Tippararnir í TRÖLLA- DEIGI fengu aukasamkeppni um síðustu helgi þegar eigin- konurnar settu saman seðil og kölluðu hópinn HUNDSVIT. Gerðu þær sér lítið fyrir og náðu 9 réttum á meðan snillingarnir í TRÖLLADEIGI náðu aðeins 8 réttum. Það hefur verið gaman hjá þeim að horfa á enska bolt- ann á laugardaginn. Getraunaþjónusta ÞRÓTTAR er opin föstudaga kl 19-21 og laugardaga kl 10-13. Ókeypis smáar Iðnaðarhúsnæði Til sölu er iðnaðarhúsnæði að Naustahvammi 48 Neskaup- stað. Upplýsingar gefur Heiðar í síma 4771815 Lada Sport 1600 Til sölu er Lada Sport 1600 árgerð 1994, ekin 36.000 km. Upplýsingar í síma 477 1333 Bíll til sölu Mazda 626 árgerð '86, þarfnast smá lagfæringa. Tilboð óskast. Uppl. í síma 477 1 799 Ungbarnasund er að hefjast í sundlaug FSN. Byrjenda- og framhaldsnám- skeið Uppl. gefur Stebba í 477 1944 Bridge Úrtökumót Bridgesambands Austurlands fyrir íslandsmótið í sveitakeppni fór fram í golfskálanum að Ekkjufelli 17. og 18. jan. s.l. Til leiks mættu 9 sveitir víðs vegar af Austurlandi og unnu 4 efstu sveitirnar sér rétt til þátttöku í undankeppni Islandsmótsins sem haldin verður í mars 1998 Úrslit: 1. Sparisjóður Hornafjarðar 174 stig Halldór Tryggvason, Þorsteinn Sigjónsson,Gestur Halldórsson, Þórir Flosason.Ragnar L. Bjömsson, Sigurpáll Ingibergsson (BH) 2. Kaupfélag Héraðsbúa 152 stig Guðmundur Pálsson, Þorvaldur P. Hjarðar, Sveinn Herjólfsson, Óttar Ármannsson,Þorsteinn Bergsson (BF). 3-4 Herðir hf. 150 stig Guttormur Kristmannsson, Sigurjón Stefánsson, Bemhard N. Bogason, Hlynur Garðarsson,Pálmi Kristmannsson, Stefán Kristmannsson (BF)). 3-4 Landsbanki íslands Seyðisfirði 150 stig Ámi Guðmundsson (BRE), Skúli Sveinsson (BBe),Einar H. Guðmundsson, Unnar Jósepsson (BSey) Keppnisstjóri og reiknimeistari var Matthías Þorvaldsson. Austfirðingur vikunnar er að þessu sinni Hulda Gísladóttir sem sem nú vinnur ötlulega að nœsta þorrablóti sveitarmanna Fullt nafn? Hulda Gísladóttir Fæðingardagur? 9. janúar 1958 Fæðingarstaður? Neskaupstaður Heimili? Gauksmýri 3, Neskaupstað Núverandi starf? Ræstingakona Önnur störf? Engin Fjölskylduhagir? Er gift og á þrjú börn Farartæki? Bíll, hjól og tveir jafnfljótir Uppáhaldsmatur? Rjúpur að hætti Seldælinga Helsti kostur? Jafnlyndi Helsti ókostur? Óþolinmæði Uppáhalds útivistarstaður? Seldalur í góðu veðri Hvert langar þig mest að fara? Til Ástralíu Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Þórsmörkin Áhugamál? Tónlist, bridge, skíði og önnur útivera Uppáhalds stjórnmálamaður? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Uppáhalds íþróttafélag? Þróttur Mottó? Að lifa fyrir líðandi stund Hvað ætlarðu að gera um helgina? Fara á þorrablót á Kirkjumel

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.