Austurland


Austurland - 16.04.1998, Blaðsíða 3

Austurland - 16.04.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 3 Kvennalið Þróttar annað besta lið landsins Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Víkingi í þriðja leik liðanna um Islandsmeistaratitilinn, 0-3 í Víkinni, varð Þróttur að játa sig sigraðan á heimavelli 1-3 laug- ardaginn 4. apnl sl. Víkingsliðið vann til langþráðra verðlauna en liðið varð síðast Islandsmeistari fyrir átta árum. Þróttarliðið hafnaði því í öðru sæti og má vel við una, liðið var í báðum aðalúrslitakeppnunum, í Bikarkeppninni og Isl- andsmótinu og er þvf hér með óskað til hamingju með sigurinn. Enn einu sinni setti Blaksam- bandið ofan. Dómara úrslita- leiksins ásamt línuverði var falið að afhenda íslandsmeisturunum bikarinn og báðum liðunum verðlaunapeninga. Það var gert eftir að rúmlega 200 áhorfendur höfðu yfirgefið húsið. Allar af- sakanir stjómar sambandsins í þessum efnum eru ekki teknar til greina. Eitt símtal hingað austur hefði tryggt það að verðlauna- afhendingin hefði verið sú at- höfn sem hún á að vera. Liðið var jú að vinna til Islandsmeist- aratitils. Yngri flokkarnir ekki upp á sitt besta Yngri flokkar Þróttar í blaki hlutu aðeins 2 Islandsmeistara- titla af 7 mögulegum og er þetta einn lakasti árangur yngri flokka félagsins um árabil, þótt árang- urinn sé í sjálfu sér mjög góður, verðlaunasæti í öllum flokkum nema 2. fl. kvenna þar sem við áttum ekki lið. En við erum bara orðin vön 4-5 Islandsmeistara- Heilbrigðisstofnunin í Nesfeaupstað Laus störf á heilsugæslu Hjúferunarfræðingur ósfeast til starfa í heilsugæslu. Um er að ræða 80% starf deildarstjóra í heimahjúkrun. Starfið er laust frá 1. júní n.k. Einnig óskar stofnunin eftir að ráða starfsmann til sumarafleysinga á heilsugæslu frá 20. maí til 1. sept 1998. Um er að ræða hlutastarf móttökuritara. Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k. Upplýsingar gefur Ingibjörg K. Ingólfsdóttir hjúferunarforstjóri á heilsugæslunni í síma 477 1400 titlum árlega. Árangur flokkanna varð þessi: 3. fl. karla nr. 2, 4. fl. karla nr. 2, 3. fl. kvenna nr. 1, 3. fl. kvenna b nr. 3, 4. fl. kvenna a nr. 2, 5. fl.blandað lið nr. 1. Hildur Grétarsdóttir, fyrirliði Víkiitgs, virðist ekki geta sleppt liendi af bikarnum, enda langþráður sigur í höfn. Þetta er í annað skiptið sem lið í flokkaíþrótt vinnur til Islands- meistaratitils í íþróttahúsinu í Neskaupstað og verður það að teljast góður árangur. Þróttar- stelpurnar riðu á vaðið og gáfu Norðfirðingum Islandsmeist- aratitil strax á fyrstu starfs- mánuðum hússins og hafa verið í toppbaráttunni síðan. Ljósm. Eg. Frá Þrótti Þeir sem hafa undir höndum verðlaunagripi í eigu félagsins eru vinsamlegast beðnir að skila þeim í íþróttahúsið, til Bene- dikts. Einnig má koma þeim til Elmu á skrifstofu Austurlands. Vinsamlega skilið gripunum hreinum. Stjóm Þróttar iunílwöir á veröí islcnsk frAmlciösLx Hagur ehf. Kirkjubæjarklaustri sími 487-4650 og 852-9685 ■■■■■■■■■■■■■■■■ I ■ Iðnaðarhúsnæði Til sölu er iðnaðarhúsnæði Síldarvinnslunnar hf. við Eyrargötu í Neskaupstað. Eyrargata Eyrargata Eyrargata 9 Eyrargata 11 5474.5 fermetrar 7492.7 fermetrar 296.9 fermetrar 120.8 fermetrar 3036 rúmmetrar 2151 rúmmetrar 1227 rúmmetrar 501 rúmmetrar Eignirnar seljast í einu lagi eða minni einingum. Tilboð óskast sent Síldarvinnslunni hf. Hafnarbraut 6 740 Neskaupstað fyrir 8. maí 1998, merkt: Iðnaðarhúsnæði Á athafnasvæðinu er dráttarbraut fyrir skip allt að 600 þungatonn Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar nánari upplýsingar í síma 477 1773 og 477 1603 Síldarvinnslan hf.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.