Austurland


Austurland - 16.04.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 16.04.1998, Blaðsíða 8
Framboðslisti Fjarðalistans var borinn undir fund félagsmanna í Egilsbúð í fyrrakvöld og var hann samþykktur samhljóða. A myndinni er hluti frambjóðenda ásamt stuðningsmönnum listans Ljósm. Eg. Smári í fyrsta sæti Fjarðalistans Guðmundur Bjarnason bæjarstjóraefni listans Smári Geirsson, kennari og forseti bæjarstjórnar Neskaup- staðar, verður í fyrsta sæti á Fjarðalistanum við komandi sveitarstjórnarkosningar og Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri í Neskaupstað, verður bæj- arstjómaefni listans en hann á ekki sæti á listanum. Fjarðalist- inn er félag félagshyggjufólks á Eskifirði, Reyðarfirði og í Nes- kaupstað og býður nú fram í fyrsta skipti í sameinuðu sveitar- félagi. Listinn var kynntur á fjöl- mennum fundi í Egilsbúð í fyrrakvöld og samþykktur með lófaklappi Listann skipa: 1. Smári Geirsson fram- haldsskólakennari Neskaupstað 2. Elísabet Benediktsdóttir forstöðumaður Reyðarfirði. 3. Asbjörn Guðjónsson bifvélavirki Eskifirði 4. Guðmundur R. Gíslason veitingamaður Neskaupstað 5. Guðrún M. Óladóttir deildarstjóri Eskifirði. 6. Þorvaldur Jónsson verk- stjóri Reyðarfirði 7. Petrún Bj. Jónsdóttir íþróttakennari Neskaupstað 8. R. Asta Einarsdóttir sjúkra- þjálfari Reyðarfirði 9. Aðalsteinn Valdimarsson fyrrverandi skipstjóri Eskifirði 10. Heiðrún Helga Snæ- björnsdóttir sjúkraþjálfari Nes- kaupstað 11. Gísli Arnar Gíslason afgreiðslumaður Eskifirði 12. Guðjón B. Magnússon blikksmiður Neskaupstað 13. Anna Jenný Vilhelms- dóttir skrifstofumaður Reyðar- firði 14. Jóna Katrín Aradóttir húsmóðir Neskaupstað 15. Grétar Rögnvarsson skipstjóri Eskifirði 16. Jón Hilmar Kárason tónlistarkennari Neskaupstað 17. Katrín Ingvadóttir starfs- stúlka Neskaupstað 18. Sindri Svavarsson iðn- nemi Eskifirði 19. Arni Ragnarsson raf- eindavirki Reyðarfirði 20. Jóhanna Armann verka- kona Neskaupstað 21. Steinn Jónsson fv. skip- stjóri. Eskifirði 22. Steinunn L. Aðalsteins- þdóttir sérkennari Neskaupstað. Til lesenda blaðsins Þar sem næsti fimmtudagur er sumar- dagurinn fyrsti bemur blaðið í næstu vibu út á miðvibudaginn. Þeir sem vilja boma greinum, augiýsingum, sumarbveðjum eða öðru efni í blaðið vin- samlega geri það, sem fyrst og eigi síðar en um hádegi á mánudag. Ritnefnd Fagþjónusta í áratugi Nýsmíði úr stáli og áli -SVN Vélaverkstæði S Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Austuriand Neskaupstað 16. apríl 1998. Verð í lausasölu kr. 170. Menningardagar á Fáskrúðsfirði Menningardagar standa nú yfir á Fáskrúðsfirði. Þeir hófust laugardaginn fyrir páska með myndlistarsýningu í grunnskól- anum þar sem sýnd eru verk eftir Ríkharð Valtingojer og Sólrúnu Friðriksdóttur frá Stöð- varfirði og verður sýningin opin alla menningardagana. f kvöld verður kvikmyndin Titanic sýnd í Skrúði og á morgun verður kvöldvaka á sama stað. Aðaldagskráin verð- ur svo á laugardag og sunnudag og verður þá boðið upp á kvik- myndasýningu fyrir börn, hagyrðingamót verður í Skrúði þar sem fram koma hagyrðing- arnir Erla Guðjónsdóttir, Seyð- isfirði, Kolfinna Þorfinnsdóttir, Neskaupstað, Aðalsteinn Aðal- steinsson, Fellabæ, Björn Þor steinsson Þernunesi og Brynj- ólfur Bergsteinsson, Hafrafelli. Þá verður dagskrá í umsjón Félags ljóðaunnenda á Aust- urlandi, dansleikur og á sunnu- daginn verður Samkór Suður- fjarða með tónleika í Skrúði. Menningardagarnir eru haldnir að tilstuðlan hrepps- nefndar Búðahrepps sem sam- þykkti í febrúar s.l. að veita allt að hundrað og fimmtíu þúsund krónum til þessa verkefnis. Jafnframt lýsti hreppsnefndin vilja sínum til að gera menn- ingardagana að árvissum við- burði. Umsjón með menningar- dögunum á Fáskrúðsfirði hefur Magnús Stefánsson. Um 150 Ijóðskáld í einni bók Um 150 ljóðskáld hafa haft sam- band við stjóm Félags ljóðaunn- enda á Austurlandi vegna fyrir- hugaðrar útgáfu bókarinnar Aldrei gleymist Austurland. Að sögn Guðjóns Sveinsson- ar, Breiðdalsvík, sem er í stjórn félagsins kom þessi mikli áhugi aðstandendum bókarinnar nokk- uð á óvart. „Þetta er kannski orðið heldur fleiri en maður bjóst við en við vorum alltaf bjartsýnir með að fólk tæki við sér og vildi veg Austfirðinga í þessum málum sem öðrum sem mestan“. Utgáfa bókarinnar er tilraun félagsins til að heiðra minningu samnefndrar bókar sem kom út árið 1949. Ennþá er hægt að koma Ijóðum í bókina en hand- ritum skal vera búið að skila inn fyrir aprfi lok ásamt mynd og örlitlu æviágripi. Hægt er að hafa samband við Magnús Stef- ánsson á Fáskrúðsfirði um nánari upplýsingar. „Þetta er einnig tilraun til að efla austfirska menningu. Kannski hafa menn ekki sinnt þeim þætti í mannlífinu nægilega vel á landsbyggðinni. Ég hef haldið því fram í nokkur ár að til að hamla gegn fólksflótta að einn af homsteinum þess sé að stuðla að menningu á svæðinu" sagði Guðjón að lokum. Slippfélagið Málningarverksmiðja SIMI: 588 8000

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.