Austurland


Austurland - 22.04.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 22.04.1998, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) 8 4771383 og 8994363 Blaðamaður: Elma Guðmundsdóttir S 477 1532 og 894 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir 8 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. „Stóri bróðir" gerist æ ágengari Tölvuskráning persónulegra upplýsinga um hagi einstaklinga, heilsufar, skoðanir og hneigðir er stöðugt að verða áleitnari án þess að afstaða sé tekin til þess, hversu langt stjórnvöld og rfki geta hugsað sér eða telja rétt að ganga. Tvö nærtæk dæmi eru á dagskrá um þessar mundir hérlendis: Gerð gagna- grunns með heilsufarsupplýsingum um alla Islend- inga, látna og lifandi, og tölvuskráning um einstakl- inga í miðtölvu upplýsingakerfis Schengen, en því kerfi er ætlað að þjóna löggæsluyfirvöldum í nánast allri Vestur-Evrópu. Rfkisstjórn íslands með heilbrigðisráðherra í fararbroddi hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Frumvarpið er rammi utan um einkaleyft til ákveðins fyrirtækis, Islenskrar erfðagreining- ar hf., „sem gæti þannig sett saman gagnagrunn sem t.d. hefði að geyma allar aðgengilegar upplýsingar síðustu tveggja til þriggja áratuga úr íslensku heilbrigðiskerfi í ónafngreindu formi og síðan safnað viðbótar- upplýsingum úr heilbrigðiskerfinu um leið og þær yrðu til. Dæmi um það hvernig gagnagrunnur gæti nýst eru kannanir á því hvernig nota megi upplýsingar um erfðir til þess að sníða aðgerðir í heilsuvernd og fyrirbyggjandi læknisfræði að þörfum einstaklinga." Þessi lýsing er sótt í greinargerð með frumvarpi heilbrigðisráðherra, sem nú er rætt á Alþingi og af mörgum í þjóðfélaginu. Við málsmeðferð og hugmyndir stjórnvalda með umræddum gagnagrunni og einkaleyfi til ens fyrirtækis er margt að athuga. * Frumvarpið er samið í náinni samvinnu við fyrirtækið sem ætlað er að hljóta einkaleyfið og sniðið að þörfum þess. * Skýringar á bakgrunni málsins og líklegum afleiðingum, jákvæðum sem neikvæðum, eru af afar skornum skammti og ekki var haft samráð við tólvunefnd og vísindasiðanefnd. * Sá kostur að hið opinbera sjái um slíka skráningu eins og tíðkað er eða fyrirhugað annars staðar á Norðurlöndum var ekki ræddur í alvöru við undirbúning málsins. * Frumvarpið veitir einum aðila forskot á alla aðra og getur orðið til að takmarka vísindarannsóknir annarra í þágu viðskiptahagsmuna íslenskrar erfðagreiningar. * Fullyrðingar um að tryggt sé að upplýsingarnar séu „aftengdar persónugreindum og persónugreinanlegum einstaklingum" fá að mati þeirra sem best þekkja til tölvukerfa ekki staðist. Rfkisstjórnin stefndi að því að lögfesta þetta mál nú á örfáum vikum en sú fyrirætlan hefur eðlilega mætt mikilli andstöðu. Ótal spuningum er ósvarað um þessi efni og þjóðin á rétt á að taka þátt í umræðunni áður en óafturkræfar ákvarðanir eru teknar. Þrýstingur lyfjarisans Hoffmann-La Roche, sem stendur að baki íslenskri erfðagreiningu hf. má ekki svipta Islendinga þeim rétti að reyna að sjá fótum sínum forráð. Fátt er brýnna nú um stundir en að skyggnast inn í framtíð og afkima upplýsingasamfélagsins. I því sambandi verða menn að setja upp ákveðin siglingaljós og svara grundvallarspurningum, sem eðli máls snúast um siðferðileg álitamál, áður en tölvunni og þeim sem henni stýra er treyst fyrir allri forsjá. Það er skammt síðan aðferðir austur-þýsku leyniþjónustunnar Stasi voru á allra vörum og réttilega fordæmdar. Er hugsanlegt að menn séu á leið inn í svipaðan heim óafvitandi og að lítt athuguðu máli undir yfirskyni vísinda og framfara? Gleðilegt sumar Sá frumlegi íslenski siður að fagna sumarkomu á tilteknum degi snemma vors er ein besta hefð í landi okkar. Sumargjafir eru miklu eldri siður en jólagjafir. Hér verða að nægja frómar óskir um gleðilegt sumar. Þökk fyrir veturinn. Hjörleifur Guttormsson Getraunaleikur Þróttar og Pizza 67 Tveir hópar náðu 12 réttum um helgina, það voru 3 Fuglar og Gufurnar. Fuglarnir voru með öll merkin rétt en kerfið gekk ekki upp og 12 réttir var niður- staðan, leikurinn sem klikkaði hjá Gufunum var Stockport - Nott.Forest, þeir settu 1 og 2 en leikurinn endaði með jafntefli og þeir misstu af þeim stóra. Efsti hópurinn, Tippverkur náði 11 réttum þannig að forusta þeirra minnkaði um eitt stig, þeir eru með 53 stig en 3 Fuglar eru með 52 stig. Aðrir hópar sem náðu 11 réttum voru Trölladeig og Læk- urinn. Þróttur var með tæp 2% af heildarsölu getraunaraða á land- inu um síðustu helgi og voru lang- söluhæstir á Austurlandi. Nú eru fimm vikur eftir af þessum hóp- leik sem er sá síðasti á þessum vetri, verða tipparar sem ætla að blanda sér í toppbaráttuna að leggja sig fram þessar síðustu vikur og leggja allt í sölurnar. Staðan eftir fímm vikur er þannig: 1 Tippverkur 53 2 3 Fuglar 52 3 Gufurnar 50 4 Liverunited 49 5-8 Mónes 48 5-8 Mamma og ég 48 5-8 Nönsos 48 5-8 Trölladeig 48 Getraunaþjónusta Þróttar er opinn föstudaga kl. 19 - 21 og laugardagkl. 10- 12.30 Getraunanúmer Þróttar er 740. Gleðilegt sumar Daglegar ferðir Neskaupstaður s. 477 1190 Eskifjörður s. 476 1203 Reyðarfjörður s. 474 1255 Viggó í? Vöruflutningar 0>477 1190 Félagakeppni UIA Nú eru búnar fjórar vikur af félagakeppni UIA í getraunum. Þróttur og Huginn skera sig nokkuð úr og Austri fylgir nokkuð á eftir: Þróttararnir hafa náð góðum árangri, einu sinni 13 réttum, einu sinni 12 réttum og tvisvar 11 réttum. Huginn hefur náð einu sinni 12 réttum og þrisvar 11 réttum. Þróttur var með tæp 2% af heildarsölu getraunaraða á landinu í síðustu viku og voru söluhæstir á Austurlandi, Huginn seldi næst mest á Austurlandi. Það er alveg ljóst að því meira sem tippað er því fleiri og betri vinningar. Við skorum á alla að tippa og taka þátt í skemmtilegum leik, og styðja þar með við bakið á sínu félagi. Röðin kostar aðeins 10 kr. Staðan eftir 4 vikur: 1 Þróttur 47 2 Huginn 45 3 Austri 41 4 Höttur 38 5-6 Einherji 37 5-6 Neisti 37 (^jafhrétti O mannanna börnl Vitiðþér eigi hvers vegna vér skópum yður af einu ogsama dufti? Til þess að enginn skyldi upphefja sigyfir annan. >> # Austfirðingur vikunnar Fullt nafn? Birgir Þ. Kjartansson Fæðingardagur? 17. mars 1947 Fæðingarstaður? Reykjavfk Heimili? Sæbakki 28 Neskaupstað Núverandi starf? Félagsmálastjóri Önnur störf? Forstöðumaður, áfengis- og vímuefnaráðgj afi Fjölskylduhagir? Sex barna faðir, sambúð með Ingibjörgu K. Ingólfsdóttur Farartæki? Golf árgerð 1994 Uppáhaldsmatur? Lambahryggur Helsti kostur? Jafnlyndi Helsti ókostur? Þrjóskur Uppáhalds útivistarstaður? Fannardalur Hvert langar þig mest að fara? Frakklands Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Arnarstapi á Snæfellsnesi Ahugamál? Mannrækt Uppáhalds tónlistarmaður? K.K. Uppáhalds íþróttafélag? Fram Hvað ætlarðu að gera um helgina? Vera með fjölskyldunni er að þessu sinni Birgir Þ. Kjartansson félagsmálastjóri í Neskaupstað, sem er fyrir hópnum sem stendur að ráðstefnunni Við getum betur, á föstudaginn.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.