Austurland


Austurland - 28.05.1998, Síða 7

Austurland - 28.05.1998, Síða 7
FIMMTUDAGUR 28. MAI 1998 7 Verðlaunahafarnir ásamt formanni UÍA, Einari Má Sigurðarsyni. Ljósm. Jónas Þór íþróttamenn sérsambanda ÚIA Eins og kom fram í síðasta tbl. Austurlands var Sigmar Vil- hjámsson valinn Iþróttamaður UÍA árið 1997. En auk þess völdu sérráð UIA sína íþrótta- menn, eins og einnig var sagt frá í síðsta tbl. Austurlands og eru Legsteinar Ódýrir og vandaðir legsteinar í úrvali Sendum myndabækling ‘steiniðja 720 Borgarfirði eystra sími 472-9977 Fax 472-9877 i__________________________i það eftirtaldir fyrir árið 1997: Blak, Miglena Apostalova, Þrótti Neskaupstað. Borðtennis Valdís Vaka Kristjánsdóttir, UMF Huginn Fellum. Glíma, Guðmundur Þór Valsson, Val Reyðarfirði. Golf, Stefán Þor- leifsson, Golfklúbbi Norðfjarð- ar. Hestaíþróttir, Guðrún Asdís Eysteinsdóttir, Freyfaxa. Knatt- spyrna, Daníel Borgþórsson, Val/KVA Reyðarfirði. Körfu- bolti, Þorbjörn Björnsson, Hetti Egilsstöðum. Skíði, Kolbrún Jóhanna Rúnarsdóttir, Huginn Seyðisfirði,. Sund, Sigurður Friðrik Jónsson, Þrótti Neskaup- stað. Sökum plássleysis í síðasta blaði var ekki hægt að birta mynd af öllum hópnum, en nú verður ráðin bót á því. Vorfundur AA og AIAnon AA samtökin og AlAnon deild- irnar á Austurlandi boða til vor- fundar í golfskálanum að Ekkju- felli n.k. laugardag kl. 15.00. Fundir sem þessir voru árvissir en hafa fallið niður nokkur undanfarin ár. Nú á sem sagt að endurvekja þennan góða sið aftur. Fundar- stjóri verður virtur AA maður sem jafnframt er starfandi ráð- gjafi á Vogi. Undirbúnings- nefndin hvetur alla AA og AlAnon- félaga á Austurlandi að nota nú þetta tækifæri til að hittast. Sundlaug Neskaupstaðar Opnunartími sumarið 1998 Mánudaga - miðvikudaga - fóstudaga 6.45- 19.00 lejkl Þriðjudaga - fimmtudaga Lejge 6.45- 21.00 °&b, Laugardaga - sunnudaga 10.00- 18.00 'dðu fhsJ, é, ,3-°0. , c/a/t* ’6-oo Gufubaðið Konur, þriðjudaga og laugardaga Karlar, fimmtudaga og sunnudaga Sund er fyrir alla aldurshópa! Sund er holl og góð íþrótt! Sund eyðir stressi! Heitir pottar, góð sólbaðsaðstaða Verið velkomin! Starfsfólk laugarinnar Einar Bragi Hvað á barnið að heita? Eftir að samþykkt var sameining Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar hafa menn ötul- lega velt fyrir sér nafni á nýja bæjarfélagið, því tillögur skiptu hundruðum að sögn. Þeim mun undarlegra er hve þær sjö sem til atkvæða komu voru óálitlegar, enda varð niðurstaðan fáránleg. Eina nýtilega tillagan var Firðir, en á því er þó sá galli að til eru Fjörður nyrðra sem eiga sér alda- langa sögu þótt nú séu í eyði. Hvar á sá maður rætur sem ættaður er úr Fjörðum? Heyrst hefur að tillaga um nafngift megi í engu minna á eitt sveitarfélaganna öðru fremur. Þetta er óttaleg þröngsýni og smálúsarlegt að láta sig ekki einu gilda hvaðan gott kemur. En ég virði leikreglumar og bendi á nafn sem snertir byggðarlögin öll: á að 3/8 rætur að rekja til Neskaupstaðar og 5/8 til Eski- og Reyðarfjarðar sameiginlega. HÓLMANES er friðlýstur fólkvangur miðsvæðis í nýja bæjarfélaginu. Það snýr sínum vinarvanga að hvorum fjarð- anna: Eski- og Reyðarfirði. Þá fellur síðari liður í nafni þess saman við fyrsta lið í nafni Nes- kaupstaðar. Hér fær því hver í sinn hlut nokkuð. Höfuðatriði tel ég þó, að HÓLMANES er fall- egt bæjamafn hvemig sem á er litið: myndrænt, hljómfagurt, vinalegt, fer vel í munni, stutt, þjált, á sér kunnar hliðstæður í fögrum bæjamöfnum eins og Akranes, Borgarnes, og nógu eru nesnöfnin mörg við firðina þrjá eða í grennd til að réttlæta slíka nafngift: Nes í Norðfirði, Grænanes, Helhsfjarðames, Við- fjarðarnes, Barðsnes, Mónes, Krossanes, Hólmanes, Framnes, Þemunes, Hafranes, Vattames. Ekki spillir í sívaxandi samskipt- um við aðrar þjóðir að Hólma- nes ætti að vera hverjum útlend- ingi viðráðanlegt nema hvað komman kynni að falla niður stundum og ylli þó engum mis- skilningi. Ég fæ ekki séð neitt sem nafninu megi finna til for- áttu og er sannfærður um að bæjarbúum sem öðrum félli það vel í geð. Eftir á að hyggja: Fyrst menn em á annað borð hallir undir stærri stjómsýslu- heildir, hví taka þeir ekki enn lengra skref að loknu þessu og sameina Borgarfjörð, Seyðis- fjörð, Mjóafjörð, Neskaupstað, Eskifjörð, Reyðarfjörð og Fljótsdalshérað? Héraðið er eðlilegt bakland þessara sjávarbyggða, Egilsstaðir eru og verða til frambúðar miðdepill flugsamgangna við svæðið og reyndar einnig umferðarmiðstöð landsamgangna milli Austurlands og annarra lands- hluta. Síðar mætti færa út kví- amar annaðhvort í áföngum eða einum rykk um Múlaþing allt. Ókostir þessarar hugmyndar eru efalaust að margra dómi aukin miðstýring: ákvarðanir teknar fjær vettvangi en fyrr og möguleikar íbúanna til áhrifa á þær yrðu minni. Lýðræðið óvirkara. ég er sama sinnis og þeir sem þetta óttast. En stór heild þolir að þéttbýlisstaðir með tilteknum íbúafjölda njóti sjálfsstjórnar í vissum málaflokkum ef þeir óska. Stjórnvitringum verður ekki skotaskuld úr að virkja, sam- hæfa og tryggja þegnunum kosti hvors tveggja: stóm heildanna (sem eru raunar ekki ýkja stórar!) og hins nána lýðræðis eininganna: einstakra byggðarlaga. Kriþalu fiumaHÓganámfikeið 4- vikha námskeið fyrir bytjehdur og lehgta komna. Bytjehdahámskeiðið byrjar 1. juhf. Kehhd vetðut jógaleikfimi, öhduhatæfihgat, hugleiðsla, slökuh ogfleira. r\0 Kehht vetðut á máhudögum og miðvikudögum C"\f ý) ftá kl. 17.30 -19.00 Vetð kt. S.000,- Ftamhaldfihámskeiðið byrjac 2. júhí Kehht vetðut á þriðjudögum ogfimmtudögum frá kl.17.30 -19.00 - Vetð kt.S.000,- Kehhsla fet ftam í Vei-kmehhtaskólahum. Ath. takið með ykkut dýhut, teppi og jrúða. fikiáhing og háhari upplýsihgat Kristíh fit. Bii-gisdóttic í síma 4-77 1290 Ktipalu jógakehhari

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.