Austurland


Austurland - 11.06.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 11.06.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur með pompi og prakt um helgina og tók tjölmenni þátt í hátíðarhöldunum. Eins og myndirnar hér á síðunni bera með sér var mikið um dýrðir og boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá. Af úrslitum í keppnum sem haldnar voru í tengslum við daginn má nefna að sveit Bjarts vann kappróðurinn, sveit Þróttar kvennaróðurinn, sveit frá Boltafélagi Norðfjarðar vann unglingaróðurinn og sveit frá Vélaverkstæðinu landróðurinn. Sigurvegari í stakkasundinu í ár var Ólafur H. Sigurðsson sem skrifaði á dögunum um mataræði sjómanna hér í blaðinu og er Ijóst að þrátt fyrir hið slæma matarræði þá er hann ennþá í feikna góðu formi. í sjóstangveiðimóti Sjónes var það Ásbjörn Helgi Árnason sem kom með mestan afla að landi. Fleira var gert til skemmtunar heldur en að keppa í ýmsum greinum tengdum sjónum. T.d. var boðið upp á flekahlaup, koddaslag og Smári Geirsson sagði frá Vélbátnum Gauta (Hrólfi Gautrekssyni) sem var bæjarbúum til sýnis í víkinni. Ræðumaður dagsins var Steingrímur J. Sigfússon. Nýr liður í dagskránni var að veitt var viðurkenning til þeirrar áhafnar sem færði verðmætasta aflann að landi á síðasta ári, en það var áhöfn Beitis sem hlaut hana að þessu sinni. Áður en sjómannamessan hófst tlautuðu öll skipin í Norðfjarðarhöfn til að halda upp á það að 60 ár eru liðin frá því að fyrst var haldið upp á sjómannadaginn. Ljósm. as & S.Ó.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.