Austurland


Austurland - 06.08.1998, Síða 6

Austurland - 06.08.1998, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 Vangaveltur Sigurpall Ingibergsson veltir vöngum yfir internetmálum Upplýsingastefna - Öflugasta byggðastefnan Kveikjan að vangaveltum mín- um núna eru þær að Keikó komi ekki í fjórðunginn með alla þá uppbyggingu og tekjur sem ættu að geta skapast og grein sem ritstjóri Austurlands skrifaði í blaðið fyrir skömmu um að atvinnuuppbyggingin í fjórð- ungnum er brýnt verkefni því á fyrstu 6 mánuðum þessa árs hefur fækkaði um 150 manns í fjórðungnum. Þegar ráðamenn ræða at- vinnumál kemur fyrst í hugann mengandi stóriðja, kvóti og steinsteypa. Alltaf gleymist lykilorðið, menntun. Við erum svo föst í því að fiskurinn og stóriðja sé okkar eina líftaug að við neitum að horfast í augu við raunveruleik- ann. I hagfræðinni er litið svo á að auðlindir skipti ekki máli fyrir auðlegð þjóða. Ef svo væri, þá ætti Nígería að vera miklu ríkari en Hong Kong, svo einfalt dæmi sé tekið. Þetta er rót vand- ans hjá okkur Islendingum. Við horfumst ekki í augu við að okkar helsti styrkur er þokkalega menntað fólk í friðsælu landi, sem býr við lýðræði og markaðs- hagkerfi. Menntunin og markað- urinn eru eitthvað sem við mætt- um renna frekari stoðum undir. Upplýsingatækni Við verðum að átta okkur á því að heimurinn er að breytast fyrir framan nefið á okkur. Bylting sem fæstir ráðamenn taka eftir því enginn er drepinn og ekki sést blóð. Fyrir rúmum mánuði voru bæjarstjórnarkosningar. Þar lögðu pólitíkusar stefnu sína á borð fyrir kjósendur, Ég var nokkuð hissa að sjá hvergi minnst á upplýsingatækni í stefnumálum flokka á lands- byggðinni, en trúlega er tækni- væðing öflugasta byggðastefn- an. Krían á Homafirði er þó undantekning. Ef ráðamenn í fjórðungnum hitta á réttu leikina á næstunni þá er mögulegt að snúa lands- byggðarflóttanum við og halda fjórðungum í byggð annars missum við okkar efnilegasta fólk út í heim. Netið þekkir engin landamæri og á eftir að valda mestu bylt- ingu á búsetumynstri síðan í iðn- byltingu. Þá yfirgaf fólk sveitina og flutti í borgina í atvinnuleit, nú getur fólk snúið á ný á lands- byggðina og skilað sinni vinnu heima hjá sér. Stofnanir geta flutt hluta af starfsemi sinni til okkar með því að fjárfesta í tæknivæðingu. Á næstunni tengjast tölvur í breiðbandssambandi og hægt verður að mynda upplýsinga- samfélag. Nám, viðskipti, af- þreying, ferðaþjónusta og sam- skipti verða meira (og minna) tölvuvætt. Upplýsingatæknin er for- senda þess að ná viðskiptalegu Þáttaskil Þau tíðindi urðu á aukalands- fundi Alþýðubandalagsins dag- ana 3. - 4. júlí sl. að samþykkt var að ganga til samstarf við Al- þýðuflokk og Kvennalista um sameiginlegt framboð þessara þriggja stjórnmálaafla fyrir næstu alþingiskosningar. Að- dragandi þessarar ákvörðunar hafði verið nokkuð langur og langflestir þeirra sem til fundar- ins mættu höfðu mótað sér skýra afstöðu til samfylkingarinnar. Nokkur hluti fundarmanna kaus að bera fram tillögu þess efn- is að flokkarnir næðu saman um stefnuskrá fyrir kosningar, en byðu þá fram hver í sínu lagi með samstarf eftir kosningar í huga. Út af fyrir sig var lítill ágreining- ur um það á fundinum að stefna bæri að auknu samstarfi félags- hyggjuafla í íslenskri pólitík. Fjölmiðlar hafa mikið rætt um þessa atburði og dregið fram álit þeirra sem halda vilja gagn- rýni á lofti, en minna hefur heyrst um hinar raunverulegu ástæður fyrir því að meirihluta Alþýðu- bandalagsmanna þykir einsýnt að grípa þurfi til svo róttækra ráðstafana. En hverjar eru þær? Mörg undanfarin ár hafa ísl- ensk stjómvöld rekið þá stefnu að draga beri úr umsvifum ríkis- valds og koma sameiginlegum eignum, auðlindum og réttindum þjóðarinnar í hendur tiltekinna hlutafélaga eða einstaklinga, og er þetta gert til þess að auka af- köst, hagkvæmni í rekstri, að- gætni í fjármálum o.s.frv. Allt er þetta guðsþakkarvert, ef ekki fylgdi einn böggull skammrifi. Engin trygging er fyrir því að stofnanir þessar verði reknar með sameiginlegar þarfir þjóð- arinnar að augnamiði, arðurinn af starfi þeirra rennur í sjóði, sem enginn veit hver ræður yfir í framtíðinni og hamingjan má vita hvort eigendur þessara stofnana telja borga sig að veita þá sjálfsögðu þjónustu, sem hinn óbreytti þegn telur nauðsynlegt að hafa í boði. Allt sem stefnir í átt til auk- innar jöfnunar og félagslegs rétt- lætis er fyrir utan áhugasvið nú- verandi ríkisstjómar en allt sem eykur ávinning þeirra sem hafa fjárráð yfir meðallagi er hennar keppikefli. Árangur af þessari stefnu hafa menn annars vegar séð birtast í skjótfengnum ágóða þeirra sem komist hafa yfir auð- lindir okkar og áður sameigin- legar stofnanir og hins vegar í árvissri fjölgun þeirra sem ekki eiga fyrir skuldum. Fari svo fram sem horfir, gæti álitlegur hluti landsmanna verið orðinn eignalaus snemma á næstu öld. Því miður hefur stjómarand- stöðunni á síðustu tveim kjör- tímabilum hvorki tekist að leiða almenningi þessa þróun fyrir sjónir, né að hafa áhrif á vald- hafana í leiðréttingarátt. Þetta er meginástæðan fyrir því að núverandi stjómarand- stöðuflokkar hafa af alvöru rætt um náið samstarf sín á milii og sameiginleg niðurstaða þeirra er að ekkert minna en eitt sam- eiginlegt framboð dugi til þess að snúa þessari þróun við. Félagshyggjufólk á íslandi! Það er verk að vinna. Á núverandi valdhöfum að takast á morgni næstu aldar, að skapa fjölmenna öreigastétt sem allt sitt á undir ölmusugjöfum þeirra sem yfir fjármagni ráða í land- inu, eða komum við til með að lifa í sátt við umhverfi okkar og hvert annað, þannig að áfram megum við teljast til fyrirmynd- ar meðal þeirra þjóða sem hafa valið sér lýðræði sem undirstöðu að stjómskipan og stjómarháttum? Þetta ræðst á næstu mánuðum og fer allt eftir því hvemig til tekst með það samstarf sem for- ystumenn stjómarandstöðunnar hafa nú hafið og allir landsmenn ættu að gefa gaum, hvar í flokki sem þeir standa. Sigurjón Bjarnason forskoti í framleiðslugreinum, viðskiptum og þjónustugreinum og upplýsingatæknin sem slík er einhver arðbærasta atvinnustarf- semi sem fyrir finnst sé rétt að verki staðið. Stjómendur þurfa einnig að helga sér hugsun upplýsinga- tækni og hugsa rafrænt. Gott dæmi um þetta er klúðrið hjá forráðamönnum Keiko en þeir áttuðu sig ekki nógu fljótt á því að sækja um lénið keiko.is. Ferðaþjónustuaðilar hér fyrir austan mættu taka sig verulega á í þessum málum en við erum illa kynnt í þessum miðli. Ég hef í starfi mínu hjá Eldsmiðnum séð mikið af ungu hæfileikafólki hér á Austurlandi. Ef við ætlum að halda þessu fólki hér í fjórðungnum þá þurfum við að bretta upp erm- amar því aðstaðan er ekki fyrir hendi. Þar á ég við skilning, fyrirtæki og menntað fólk. Ef við landsbyggðarfólk sofnum á verðinum þá rennur enn eitt Keiko-ævintýri úr hönd- unum á okkur. Hvað er til ráða? Staðan er ekki alslæm, háskóli á Austurlandi eða fræðslunet er í burðarliðnum. Því ber að fagna. Hægt verður að sækja í Fram- kvæmdasjóð áhættufjármagn og ættu einstaklingar, stórfyrirtæki og bæjarfélög að stofna sterk upplýsingatæknifyrirtæki hvert í sínum bæ til að auka fjölbreytni atvinnulífsins og styrkja sig. Ég legg ennfremur til að þessi mál verði krufin til mergjar, haldin ráðstefna um möguleika okkar en orð eru til alls fyrst. Breyta þarf hugsunarhætti, vona að það taki ekki tvær kynslóðir, og forgangsröðun fjármagns. Unnið verði að stefnumótun á Austurlandi, hvert skal stefnt næstu 10 ár, hvemig væri hægt að standa að framkvæmdum, hver getur ávinningurinn orðið? Skoða möguleika á að setja á stofn tæknigarð eða nýherjabúð- ir í sem flestum skólabæjum. Tryggja að tæknibakhjarl og kunnátta sé í héraði. Fá Landssímann til að breyta fáránlegri gjaldskrá á leigulín- um, fella niður kílómetragjald. Tölvu og netvæða alla skóla og fylgja UT stefnu, yfirborga kennara eða sérfræðinga. Eyða neikvæðni og hreppa- ríg, byggja jákvætt samfélag, benda á kosti landsbyggðarinn- ar, s.s. gott umhverfi til bama- uppeldis, tryggja góða þjónustu og skóla. Minna á fagra firði og tignarleg fjöll. Hafa trú á sínu fólki Kynna sér verkefnið Homa- fjörður á upplýsingahraðbraut- inni og læra af mistökum Eld- smiðsins. Lokaorð Þetta eru ekki neinir draum- órar hjá mér, það er hægt að byggja upp upplýsingasamfélag á Austurlandi ef vilji og áhugi er fyrir hendi. Ef það tekst ekki þá er það okkur SJÁLFUM að kenna en upplýsingastefna hefur skilað góðum árangri á t.d. Irlandi og Suðureyjum í Skot- landi. Ef upplýsingastefna verð- ur framkvæmd hér og kvótakerf- ið afnumið þá verður mjög líf- vænlegt hér á fjörðum. Höfundur er netverji, Austfirðingur og Eldsmiður. Vejfang: www.vatnajokull.com og netfang: siguring @eldhorn.is Nýr umboðsaðili fyrir Hraðmynd Hraðmynd hefur gerf samning við Islandspóst um móttöku á filmum á svæðinu frá Bakkafirði til Fagurhólsmýri. Þú getur farið með filmuna þína ínæsta pósthús ó þessu svæði og við framköllum hana og sendum þér myndirnar til baka á næsta pósthús. 'O Od O) o 1 r ykkur afslátíarkor^ Egilsstöðum ® 471-1777

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.