Austurland - 17.09.1998, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998
Austurland
Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi
Utgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi
Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur
Bjamason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir
Ritstjóri: Aðalbjöm Sigurðsson (ábm) S 4771383 og 8994363
Blaðamaður: Sigurður Ólafsson ffi 477 1066 og 895 8307
Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir ffi 477 1740
Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar:
Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður
ffi 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756
Netfang: austurland@eldhom.is
Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og
héraðsfréttablaða
Umbrot og hönnun: Austurland
Prentun: Nesprent hf.
Menntun
Þróun framhalds- og endurmenntunar á Islandi hefur tekið gífur-
legum breytingum á síðustu árum og misserum. Diane Fergus-
son, bandarískur prófessor í sérkennslufræðum, hefur haldið
marga fyrirlestra á íslandi á síðasta áratug. Nemendur hennar í
Bandaríkjunum dreifðust um margar borgir og kennslufyrir-
komulagið var það sem í dag er kallað gagnvirkt sjónvarp. Þá
þótti slíkt fjarlægur draumur á Islandi, slíkt væri alltof dýrt fyrir
svo fámenna þjóð. Albert Einarsson, fyrrum skólameistari í Nes-
kaupstað, hafði mikinn áhuga á að slíkum búnaði yrði komið
upp í framhaldsskólum á Austurlandi. Hann fjallaði um þessa
hugmynd bæði í ræðu og riti og einnig ræddi hann hana í
menntamálaráðuneytinu.
Fyrir 1 '/2-2 árum var sett á stofn nefnd á vegum SSA sem
hafði það hlutverk að fjalla um háskólamenntun og símenntun á
Austurlandi. Það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með
því hve hratt og skipulega hún hefur unnið og komið miklu í
verk. Nefndin hefur haft frumkvæði að því að ná góðum tengsl-
um við hinar ýmsu menntastofnanir á háskólastigi. Nefndin
ásamt þingmönnum Austurlands kom því til leiðar að Alþingi
veitti fjármagn til verksins. Ráðinn hefur verið starfsmaður og
stofnað Fræðslunet Austurlands. Fjarfundabúnaður (gagnvirkt
sjónvarp) er kominn í framhaldsskólana og er hafið fjarnám í
tengslum við Háskólann á Akureyri í rekstrarfræðum. I farvatn-
inu eru ýmsir möguleikar í tengslum við hinar ýmsu mennta-
stofnanir á landinu. Nú getur t.d nemandi í Neskaupstað tekið
þátt í kennslustund í Háskóla íslands. Mikil vakning er í öllum
landshlutum að koma á fót ýmiss konar fræðslunetum.
Háskóli á Austurlandi er ekki endilega það sem koma skal.
Framboð námsins verður að fara eftir þörfum atvinnulífsins á
hverjum tíma. En skóli er ekkert annað en fólkið sem í honum
er. Austfirðingar, jafnt fyrirtæki sem einstaklingar, verða að
vera duglegir að nýta sér þessa nýju menntunarmöguleika.
Ýmsar rannsóknir sína að starfsfólk sem hefur haft tækifæri til
að bæta við menntun sína er bæði ánægðara og duglegra.
Munum að í því tæknivædda þjóðfélagi sem við búum í er
menntun og símenntun framtíðin.
SLA
Frá Heilbrigðisstofnuninni
Neskaupstað
Gizur Gottskálksson, sérfræðingur
í hjartasjúkdómum, verður hér dagana
23. - 24. september nk.
Tímapantanir í síma 477 1400
frá kl. 8 -10 fyrir hádegi
Framfarabylgja í austfirsku atvinnulífi
Á aðalfundi SSA á dögunum flutti
Gunnar Vignisson, framkvæmda-
stjóri Þróunarstofu Austurlands,
erindi um stöðuna og framtíðar-
möguleika í atvinnumálum í
fjórðungnum. Erindið vakti
nokkra athygli sökum þeirra
upplýsinga sem þar komu fram,
en þær benda til þess að mikil
framþróun hafi verið að eiga sér
stað í austfirsku atvinnulífi.
Gunnar sagði vera mikinn mun á
framþróuninni nú að því leyti að
hún ætti sér ekki skýringu í af-
mörkuðum orsökum eins og
skuttogaravæðingu eða aflahrot-
um, heldur væri um almenna fram-
þróun að ræða, bæði í gamal-
grónum greinum eins og sjávar-
útvegi og einnig í nýjum grein-
um á sviði þjónustu, tækni og
þekkingar. Gunnari fannst einn-
ig athyglivert að sveitarfélögin
fylgdu fast á eftir einkafyrirtækj-
unum með róttæka endurskipu-
lagningu í rekstri og sókn í ný og
umfangsmikil verkefni. Gunnar
sagði framþróunina vera hraða
og að rætur hennar lægju í
tækniframförum, faglegum vinnu-
brögðum, styrkleika austfirsks
samfélags og alþjóðlegri þróun
sem geri okkur mögulegt að nýta
kosti landshlutans betur en
nokkru sinni áður. Gunnar taldi
framþróunina vera að verulegu
leyti sjálfssprottna úr frjósömu
starfsumhverfi og heilbrigðu
samfélagi sem sveitarfélögum
og ríkisvaldi hefði tekist að
skapa á undanfömum árum og
fyrir vikið væri framþróunin
bæði mjög jákvæð og lfkleg til
að vera varanleg. Gunnar nefndi
nokkur dæmi um þá mælikvarða
sem hægt er að nota til að meta
slíka framþróun. Mælikvarða
eins og fjárfestingar, tæknivæð-
ingu, fjölþjóðavæðingu, við-
skiptanet, nýsköpunar- og þró-
unarverkefni, bætta stjómun fyr-
irtækja, bætta stjórnun sveitar-
félaga og góða nýliðun í mörg-
um atvinnugreinum.
- Fjárfestingar em sýnilegasti
mælikvarðinn á framþróun, en
þær hafa verið miklar í flestum
atvinnugreinum á Austurlandi
síðustu ár og bera vitni um gott
rekstrarhæfi fyrirtækja og traust
fjármögnunaraðila á þeim. Fjár-
ATH!
Ekki gleyma að fara
með fötin í hreinsun.
Við höfum opið virka
daga frá
kl. 12.45" ið.oo
Lækurinn
Egilsbraut
festingar hafa að sjálfsögðu ver-
ið mestar í sjávarútvegi, en þær
hafa einnig stóraukist í öðmm
greinum, s.s. ferðaþjónustu og
þekkingariðnaði.
- Tæknivæðing hefur verið
mikil í mörgum greinum og sem
dæmi má nefna fullkomin stjóm-
kerfi í fiskimjölsverksmiðjum,
mikla sjálfvirkni í frystihúsum,
skjalalaus viðskipti í verslun,
rafræn viðskipti og þjónustu á
Alnetinu og gagnvirkan sjón-
varpsbúnað.
- Dæmi um fjölþjóðasamstarf
og viðskiptanet er orðið nokkuð
víða að finna og sem dæmi má
nefna að verkefni sem ganga út á
að koma á tengslum milli aust-
firskra og erlendra fyrirtækja eru
orðin meðal reglubundinna starfa
hjá Þróunarstofu Austurlands.
- Áhugi á nýsköpunar- og
þróunarverkefnum í atvinnulíf-
inu hefur vaxið mikið og mörg
fyrirtæki setja nú mikla peninga
og vinnu í þróunarstarf sem án
efa mun skila sér ríkulega á
næstu árum.
- Stjórnun fyrirtækja hefur
stórbatnað og er nærtækt að
nefna farsæla og faglega stjórn-
un sjávarútvegsfyrirtækja okkar
í því sambandi en stjómendur
þeirra hafa allir á einn eða annan
hátt náð framúrskarandi árangri í
rekstri fyrirtækja sinna.
- Á öðrum sviðum em einnig
merki um góða stjómun sem
minna er tekið eftir og það er
t.a.m. skoðun Gunnars að það
finnist vart annarsstaðar jafn
farsæl stjórnun á sveitarfélögum
og hér á Austurlandi.
- Nýliðun er góð í mörgum
atvinnugreinum en þó eðlilega
mest í þeim sem telja má með
þeim nýrri í atvinnulífinu, s.s.
tölvugeiranum.
I lok erindis síns tók Gunnar
það fram að eftir að hafa legið
yfir vinnu um atvinnu- og
byggðaþróunarmál í fimm ár
hafi hann bjargfasta trú á því að
atvinnulíf á Austurlandi hafi
aldrei staðið traustari fótum en
nú, að sóknarfæri varðandi at-
vinnu- og byggðarþróun séu nú
fleiri en nokkm sinni áður og að
byggðaþróun á Austurlandi sé í
raun jákvæð þrátt fyrir að ekki
hafi enn tekist að snúa við
óhagstæðri íbúaþróun.
Þær upplýsingar sem koma
fram í erindi Gunnars sýna okk-
ur svart á hvítu að við Austfirð-
ingar emm að mörgu leyti í afar
góðri stöðu og að við getum
vænt bjartrar framtíðar.
Súnbúðin auglýsir
j/ Flísfatnaður á börn
, og unglinga
«5.
Ulpur - barna
og unglinga
3»0..
agO •' Súnbúðin
Hafnarbraut 6. Neskaupstað
Sími 477 1133
Félagsmálancffnd auglýsir
eftirtaldar íbúðir tii sölu:
2ja herbergja íbúð að Nesbakka 3,
neðri hæð.
4ja herbergja íbúð að Starmýri 17-19,
þriðja hæð til hægri
Umsækjendur eru háðir skilyrðum laga
Húsnæðisstofnunar um eigna og tekjumörk.
Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir
5. október 1998. Umsóknareyðublöð svo og
nánari upplýsingar fást á
bæjarskrifstofunni að Egilsbraut 1.
Félagsmálanefnd sameinads sveitafélags