Austurland


Austurland - 17.09.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 17.09.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 Sauðnautakjöt líkist helst þessar hæðir og hóla, það stóð á lambakjöti. Það er villibráðar- endum að þegar hann var bragð af því. Boas setti kjötið í kominn til okkar og hafði slökkt ÞRASAÐ VIÐ ÞOKUNA Kyrrðin í landinu stóra var rofin þegar borgarísinn klofnaði. Inúítinn Boas tottar pípuna í ofhlöðnum bát sínum. stóra pottinn sinn og sauð það. Það var eins gott að við höfðum sterkar tennur því kjötið var ólseigt þegar það kom uppúr pottinum. Mikið var samt gott að fá nýtt kjöt eftir að hafa lifað við hið ítalska eldhús meira eða minna í tíu daga. Eftir þetta hitt- um við veiðimenn reglulega næstu daga og var sauðnaut á diskun- um okkar fimm daga í röð. Ari hafði verið svo forsjáll að hafa með sér hitamæli. Einn daginn sló hann upp í tuttugu gráður. Við fengum sól alla seinni vikuna í ferðalaginu. Fyrri vikuna var veðrið mjög milt. Þarna inni í þessum þröngu fjörðum ríkir mikil veðursæld. Fyrri vikuna rigndi svolítið á okkur en alltaf sá í heiðan him- ininn a.m.k. hálfan dag. Góð uppbót fyrir þá sem hafa upplifað sumarið eins og það var í ár á Austfjörðum. Oft hafði maður skoðað veðurkortið og horft öfundaraugum á hæðina yfir Grænlandi. Það blés köldum vindi af jöklinum, og þegar sólin fór hrundi hitinn niður. Þó fengum við aðeins eina nótt þar sem kuldinn fór niður fyrir frost- mark. Síðasti dagurinn rann upp bjartur og fagur. Eftir að hafa borðað hinn hefðbundna morgun- mat fóru flestir í það verkefni að taka saman. Fararstjórinn okkar vissi ekki hvenær flugvélin myndi koma að sækja okkur. Eg settist því fyrir utan tjaldið, sötraði te í rólegheitum og var að lesa í bók þegar Valur kom út úr tjaldinu og sagðist heyra í flugvél. Ég hafði heyrt í flugvél af og til allan morguninn og lagði því ekki trúnað á þetta strax, en svo varð hljóðið sífellt sterkara, og að lokum sást glitta í járnfugl út við sjóndeildar- hring. Þá var rokið af stað, tjöldin rifin niður og gengið frá dótinu. Þegar flugvélin var lent þurfti hún að keyra smá spöl. Twin Otterinn fór hægt yfir á hreyflunum var allt tilbúið. Nú beið okkar flug heim með millilendingu á Constable Pynt. Þegar við komum til Akur- eyrar kom frændi Ara á bflnum hans Vals að sækja okkur og við fórum í sund. Það var dásamlegt að komast í heita sturtu og heitan pott eftir fimmtán daga útiveru. Þessari ógleymanlegu ferð lokið en á henni eigum við örugglega allir eftir að lifa lengi. Loksins, loksins er Keikó kom- inn heim - og í kvína sína sem hvalúðarfullir menn hafa látið gera honum. Þar með getum við farið að syngja Keikó minn í kví, kví, þótt hendingin sé raunar ögn ofstuðluð. Hafi ég skilið rétt mátti það ekki seinna vera að hinir sið- ferðilega háþroskuðu vinir vorir og verndarar í Gvuðs eigin landi losnuðu við vánhveli þetta heim til vor, eskimóta norður hér, úr því það var tekið upp á þeim andskota að fremja ógnarklám- fengin leikaraskap fyrir augun- um á almennilega siðuðu fólki sem bara roðnaði og vissi ekkert hvað segja skyldi þegar saklaus börn spurðu hvað hann keikó væri eignlega að gera. Var svo helst að skilja á fréttum að ýmsir nágrannar Islendings þessa væru í rauninni steinhissa á því að í veröldinni fyrirfyndist nokkur sá kynflokkur af Adamsætt og Evu er treystist til að búa við svo siðfatlað kynkvendi í sjónmáli. En því miður. Hér með var sálarkvölum Kana út af siðferð- ismálum ekki lokið. Nú sitja þeir með fangið fullt, ekki af friði og ró, eins og stendur í fallegri vísu sem allir kunna, heldur óútyfir- sjáanlegum hrellingum vegna kvennafars forseta sína. Frásagnir af þessu skelfilega kvennafari eru sagðar svo viður- styggilegar að bandarískum börnum er bannað að hlusta á þær í útvarpi að því er fregnir herma. Hver er að kíma í laumi? Ætli bandarísk börn hafi aldrei komist í klámið á internetinu? Hafa þau e.t.v. aldrei fengið að horfa á sláturtíðarsenur eins og þær gerast í amersíkum bíó- myndum sem hellt er yfir oss ís- lendinga daglega í sjónvarpi? Skyldu þeir Kanar eingöngu framleiða svoleiðis skemmtan til útflutnings handa óæðri kynþátt- um? Miklar ógnarþjáningar eru hér lagðar á eina þjóð og vand- séð hvenær og með hverjum hætti þeim má af létta. Vafasamt er að minna en sæmilegt stríð, helst vel lukkað, fái dreift huga hennar frá þessum ósköpum, t.d. slagtarí á borð við Víetnamgrín- ið eða eitthvað í þá áttina. Að sjálfsögðu höfum við fá- fróðir, íslenskir sveitamenn, sem enn þraukum af án internets og við óglögga sýn á fréttir Stöðvar Steinþór Þórðarson 103 þúsund ferkílómetra kennslustofa Tæknin breytir öllu. Tæknin er alltaf að breyta öllu svo maður er varla búinn að átta sig á einni breytingunni þegar önnur er orð- in staðreynd. Þessi sífellda breyt- ing sem gerist a.m.k. að hluta vegna breyttrar tækni hefur verið nokkuð áberandi í greinaskrifum í Austurlandi að undanförnu, m.a. í grein eftir Sigurpál Ingi- bergsson 26. tbl. og allmörgum pistlum um nýjungar í kennslu sem færa Austfirðingum nú heim námskeið á háskólastigi. Sigurpáll benti á í sinni grein hve miklir byggðahagsmunir eru samtvinnaðir nýjungum í upp- lýsingatækni. Hann veit, eins og aðrir sem starfa nálægt hjarta tækniframfaranna, að framundan eru nýjungar og tækifæri sem við ýmist getum spáð í dag eða sjáum alls ekki fyrir. Þeir sem framsýnastir eru munu hafa forskot og gildir þá einu hvar þeir eru niður komnir, niðri á fjörðum, uppi á Héraði eða í París. Reykjavík, Reykjanes, ísafjörður, Egilsstaðir, Neskaupstaður og Hornafjörður saman í kennslustund í síðustu viku voru mörkuð ákveðin tímamót í fræðslutækni hér á landi. Þá var í fyrsta sinn notaður myndsímabúnaður til að flytja kennsluefni til margra staða samtímis. Segja má að landið hafi á þeirri stundu verið ein kennslustofa 103 þúsund ferkílómetrar, ef mér skjátlast ekki. Kennarinn var staddur í Odda, einni af byggingum Háskóla Islands. Þar voru einnig nokkrir nemendur en fleiri voru þó í Reykjanesbæ, á Isafirði, Egilsstöðum, í Neskaupstað og á Höfn í Hornafirði. Þessi fyrsta kennslustund sem kennd er hér- lendis með þessari aðferð lofar góðu og þótt ýmsir byrjunar- örðugleikar hafi gert vart við sig þá er alveg ljóst að hér er um notadrjúga nýjung í upplýsinga- tækni að ræða. Myndsímatækni hefur áður verið notuð með góð- um árangri til að flytja kennslu- efni milli tveggja staða, einkum Reykjavíkur og Akureyrar. Það er svokölluð byggðabrú sem Byggðastofnun hefur komið upp í samvinnu við Landssímann sem gerir fjölda myndsímanot- enda kleyft að tengast samtímis. Þannig skapast grundvöllur fyrir ýmsa fræðslustarfsemi sem venjulega krefst nokkurs fjölda nemenda svo hægt sé að halda námskeið. I þessu tilviki voru nemendur á vel þriðja tuginn og dreifðir nokkuð jafnt um landið. Hvaða þýðingu hefur þessi tækni fyrir fámenn byggðarlög? Geysimikla, er stutta svarið og ekki dregur úr þýðingu upplýs- ingatækninnar þegar því er bætt við að umrædd myndsímatækni er aðeins ein af mörgum tækni- nýjungum sem nú eru að gjöi- breyta allri aðstöðu til fjarnáms. Veraldarvefur, tölvupóstur o.fl. eru orðin nauðsynleg áhöld í skólastarfi og bestu vinir þeirra sem vilja læra heima í stað þess að flytjast búferlum til náms. Eins og sagði í inngangi þessa greinarkorns þá vitum við ekki nákvæmlega hvaða verkfæri tæknin færir okkur næst en vitum þó upp á hár að hún hefur ekki numið staðar. Sveltur sitjandi kráka - fljúgandi fær Það er svolítið skemmtilegt til þess að vita að Austfirðingar hafi verið manna fyrstir til að taka frumkvæði að þeim undir- búningi sem þarf heima í héraði til að tækninýjungarnar nýtist. Þá á ég við háskólanefnd Egils- staðabæjar sem varð háskóla- nefnd SSA og síðar Fræðslunet Austurlands. Nú hafa sambæri- legar stofnanir orðið til í öðrum landshlutum enda mönnum ljóst tvo, enn s e m komið er aðein s o f a n í - fleyting af tíðindum af áður- nefndu tómstundargamni Banda- ríkjaforseta. Það grófasta, sem ríkisútvarp vort hefur sent frá sér þegar þessi orð eru fest á blað, er það að hvítahússbóndi hafi eitt sinn þegið handayfirlagningu plús, að því er helst varð skilið, einhvers konar svæðanudd af ólaunaðri snúningastúlku meðan hann talað við einn af ráðherrum sínum í síma. Hamingjan hjálpi forystuþjóð vestrænnar menningar lendi hún einhvern tíma í þeim hremming- um að kjósa sér í forsetaembætti konu sem reyndist, þegar til kæmi, álíka þurftug fyrir hjálpræði af hálfu karlpenings og til dæmis Valería sáluga Massalína sú frægasta af fimm spúsum Cládí- usar Rómverjakeisara ellegar Katrín heitin mikla Rússadrottn- ing. Þá verður, má segja mér, „Hamagangur á Hóli", eins og þar stendur. S.Ó.P. að um fjarkennslu gildir gamalt lögmál sem hljóðar svo: það flýgur ekki upp í mann steikt gæs. Tækniframfarirnar gerast á eigin forsendum og hirða ekki um hvort þessi eða hinn kveiki á perunni. An þeirra skrefa sem Fræðslunetið og háskólanefndin hafa tekið fyrir hönd Austfirð- inga væri umrædd tækni enn gagnslaus fyrir námsþyrst fólk í fjórðungnum. Umræddar nýj- ungar í fræðslustarfsemi eru því skýrt dæmi um hvernig frum- kvæði getur skilað sér í framför- um. Svo skulum við bara vona að vel gangi. Algjör einhugur er meðal þeirra sem taka þátt í framkvæmd þessa verkefnis að ryðja öllum hindrunum úr vegi svo hér megi teljast kominn fræðsluvettvangur til framtíðar. Ókeypis smáar Til sölu Sjóhús að Egilsbraut 22 í Neskaupstað. Uppl. ís. 477-1471

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.