Austurland


Austurland - 17.09.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 17.09.1998, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 Pjetur St. Arason Fimmtán dagar í Scoresbysundi Það er mögnuð tilfinning að róa á kajak innan um risastóra borg- arísjaka, þar sem þeir stærstu eru á stærð við fjöll. Frá þessum ferlíkjum berast drunur þegar úr þeim kvarnast og er stórhættu- legt að fara of nálægt jökunum. Við rerum nokkrir félagar um Scoresbysund á Grænlandi. I ferðinni voru auk undirritaðs Ari Stærsti fjörður í heimi Meðan við biðum á "Punktin- um", var tíminn notaður til þess að skrifa póstkort, síðustu sam- skipti við vini og vandamenn heima á Islandi í hálfan mánuð. Þarna kom líka um borð hópur af Skotum sem var að fara í tveggja vikna gönguferð um Milneland. Einu fáanlegu tjaldstœðin voru fjöruborðið eða jökulurð. Bakarinn nýkominn úr baðferð. Benediktsson, sem tók ljós- myndirnar sem hér birtast, og Valur Þórsson, bakari. Við vor- um þarna ásamt fjórum Þjóð- verjum en áttundi maðurinn var leiðsögumaðurinn okkar Boas Madsen sem er Inúíti frá bænum Ittoqqortoomiit, sem er við mynni Scoresbysunds. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar flogið er yfir svæðið er gríðarleg auðn og miklar víð- áttur. Lagísinn, leifar frá liðnum vetrum, liggur eins og mara úti fyrir ströndinni. Flogið var yfir ísbreiðuna á leiðinni til lending- ar í Constable Pynt eða „Punkt- inum". Þar eru Danir með veður- og jarðfræðirannsóknastöð. Flugferðin frá Akureyri tók um tvo tíma. Þegar stigið var út úr flugvélinni tók nístingskaldur vindurinn á móti okkur. Þarna þurftum við að bíða í rúma tvo tíma eftir hópi sem átti að koma með áætlunarvélinni frá Reykja- vfk. Þar á meðal fararstjórinn okkar og annar ferðafélagi okkar sem átti eftir að setja svip sinn á ferðina, Dr. Jan Síverts. Þetta var í annað skiptið sem Jan var í kajakferð til Grænlands en hann var á sömu slóðum fyrir tveim árum. Það hljóta að teljast meðmæli með ferðinni þegar menn koma aftur og aftur. Hann notar eftirlaun sín í að ferðast og hefur farið víðar í sumar. Hann var nýkominn frá Marokkó og hafði einungis tveggja daga viðdvöl heima hjá sér í Berlín áður en hann lagði af stað til Grænlands. Með ferðalöngunum kom hluti af farangri okkar, bátarnir og maturinn, þetta var sett inní farþegarými flugvélarinnar. Þannig þrengdist um okkur og var vélin ansi þung þegar hún hóf sig á loft frá Constable Pynt. Scoresbysund er í raun og veru fjörður sem er þrjúhundruð og fimm kílómetra langur, en hann er að því best er vitað lengsti fjörður í heimi. Sundið ber nafn eftir hinum breska landkönnuði William Scoresby sem kom þangað árið 1822. Vilhjálmur Stefánsson, land- könnuður, sagði um Breta að fyr- ir þeim væri landsvæði ekki til fyrr en þangað hefði komið hvít- ur maður og þá helst Breti. Inúít- arnir kalla sundið Kangertittivaq. Við mynni sundsins er bærinn Ittoqqortoomiit, þar sem búa um það bil 500 manns. Næsti bær við Ittoqqortoomiit er Akureyri, þangað eru ekki nema ríflega 500 kílómetrar í beinni loftlínu en til Ammassaliq sem er næsti bær á Grænlandi eru 800 kíló- metrar í beinni loftlínu. Inn við botn Scoresbysunds er eyjan Milneland sem er að flatarmáli eitthvað um tveir þriðju af flatarmáli Vestfjarða- kjálkans. Eyjan er rúmlega tvö þúsund metra há þar sem hún er hæst. Á þrjá vegu við eyjuna eru firðirnir F0nfj0rd, R0defj0rd og 0fj0rd og rerum við um tvo þá síðastnefndu um það bil 196 km á níu róðrardögum. Flugið frá Constable Pynt til Milnelands tók um tuttugu mínútur og lenti Bjarki flugmaður Twin Ottern- um á mosavaxinni flugbraut. Þar fór göngufólkið úr vélinni en við héldum áfram með henni á stað sem heitir Hj0rnadalen og er þar sem F0nfj0rd og R0defj0rd mæt- ast. Fjarlægðarskynjunin ruglast við það að róa innan um þessi háu og bröttu fjöll. Twin Otter flugvélum hefur verið líkt við Land Rover bif- reiðar. Þetta eru hvorki hrað- fleygar vélar né þægilegar en komast það sem þeim er ætlað. Þær þurfa ekki mikla flugbraut til að taka sig á loft eða lenda á. Þetta kom berlega í Ijós þegar flugvélin lenti á þeim minnsta flugvelli sem við höfum séð. Svæðið, sem lent var á, jafnast helst á við svæðið á efri bökkum fyrir ofan og utan Norðfjarðar- vita. í Hj0rnadalen kom Boas skokkandi til móts við flugvélina ásamt fólki sem hann hafði verið með á ferðalagi um svæðið. Það gekk frá föggum sínum um borð í Twin Otterinn og tók flugvélin á loft og hvarf inn í sjondeildar- hringinn. Þá upphófst mikill burður, bátarnir, maturinn og annar farangur settur á bakið og gengið til móts við tjaldstæðið sem var á grasi vöxnum eyrum rétt við sjávarkambinn. Boas var þarna með net og fengum við lax í kvöldmatinn. Glittir í náhvalstennur Við ferðuðumst á þremur tveggja manna Feathercraftbátum og tveimur eins manns Klapper kajökum. Daginn eftir komuna til Hj0rnadalen voru bátarnir byggðir upp. Þeir eru úr gúmmí- bátaefni byggðir á grind úr áli og plasti. Þegar búið var að hlaða dótinu okkar í bátana var snædd- ur léttur hádegisverður, svo var lagt af stað. Boas kveikti í pípu sinni um leið og hann var kom- inn út á sjó en hann tottaði hana allan tímann sem hann var um borð í kajaknum sínum. Bátarnir voru nokkuð þungir en áttu eftir að léttast þegar fór að ganga á matarbirgðirnar. Boas var með svartan plastpoka fullan af laxi aftan á hjá sér og var skuturinn á kafi á meðan laxinn entist. Skömmu eftir að við lögðum af stað komum við auga á fólk á kajökum fyrir framan okkur. Við rerum til móts við hópinn og það sagði okkur frá því sem við ætt- um í vændum. Þau höfðu séð dá- lítinn hóp af sauðnautum, refi, seli, sæljón og snæhéra. Þetta áttum við allt eftir að sjá og urð- um einnig vör við fálka. Þar sem við sátum þarna á haffletinum og spjölluðum kom einhver auga á hvalavöðu. Náhveli, þetta eru ekki stórir hvalir, þeir eru fjórír til sex metrar að lengd og fara um í hópum. Þeir komu það ná- lægt okkur að við sáum glitta í tennurnar sem hvalirnir eru ein- mitt frægir fyrir. Þeir félagarnir Ari og Valur höfðu haldið þeim gamla sið klúbbfélaga kajakklúbbsins Kaj, að láta snoða sig áður en lagt er uppí langferðir. Ég hafði látið undir höfuð leggjast að snyrta á um, osti og sultu. Með þessu var drukkið sítrónute. Merkilegt hvað þessi samsetning bragðast vel. A leiðinni upp höfðum við fundið allnokkrar þúfur af krækiberjum og voru þau gríðar- stór og safamikil. Þar sem ekki var gott krækiberjaár í sumar var þetta mikil sárabót fyrir mat- menn mikla. Þegar við komum niður þurftum við að fara yfir læk, sem rann rétt hjá tjaldstæð- inu okkar. Beljandi tær berg- vatnslækur. Eg ákvað að koma fyrir steinum í honum til þess að komast yfir. Henti þeim nokkr- um útí strauminn og bjó til litla eyju. Þetta tók svolítinn tíma en tókst að lokum en uppskar við Kortafundur. Erfitt var að átta sig á fjarlœgðunum vegna hárra þverhníptra fjalla mér hárið þannig að eftir þriggja daga ferð fékk Valur lánuð skæri hjá Boasi og hófst handa við að snoða fréttamanninn. Það tók hann ansi langan tíma að komast í gegnum feitt og skítugt hárið sem ekki hafði verið þvegið síðan daginn áður en lagt var af stað, en það tókst að lokum. Til- tækið vakti mikla kátínu hópsins og var mál manna sem til þekktu að viðkomandi hafí aldrei verið jafn vel klipptur. Fjöllin þarna eru snarbrött og ná þúsund til fimmtán hundruð metra hæð. Hin austfirsku fjöll komast ekki í hálfkvist við fjöllin þarna. Þau eru jökulsorfin og utan í þeim liggja rákir sem hægt er að ganga. Þetta líkist helst því að ganga upp brattan hringstiga. Einn daginn í sól og blíðu var ákveðið að taka frí frá róðri. Þjóðverjarnir ætluðu að ganga upp að jökulröndinni, þar sem lá göngustígur upp í um átta hundruð metra hæð. Leið sem við hinir íslensku harðjaxlar höfðum gengið kvöldið áður. Því ákváðum við að ganga upp á tind sem var þarna í grenndinni og náði um fimmtán hundruð metra hæð. Til þess að komast upp þurftum við að ganga um í brattri skriðu og stundum að klífa snarbratta hlíðina. En upp komumst við að lokum. Þar var snæddur miðdagsmatur sem saman stóð af þremur Wasa hrökkbrauðsneiðum á mann, einni dós af niðursoðnum sardín- þetta buxnableytu. Eftir að hafa bleytt mig í læknum, ákvað ég að nota blíðuna og ganga alla leið og baða mig í honum. Enda ekki vanþörf á, þegar hér var komið í sögu hafði ég ekki farið í bað í sex daga og kominn ansi sterk karlmannslykt af frétta- manninum. Bakarinn sagði reynd- ar að ég skyldi ekkert vera að fara í bað. Því hann hafi heyrt að það veiddist best á hreina og ómengaða karlmannslykt. Hann sagðist þó ekki hafa prófað þetta veiðivatn sjálfur. Á diskinn minn... Boas átti afmæli í ferðinni. Þann dag var ákveðið að halda kyrru fyrir. Upp úr miðjum degi heyrð- um við í hraðbáti. Boas þekkti bátinn og hljóp útá nes-odda sem þarna var og hrópaði til þeirra. Þeir brugðust hvatlega við og hentu í land vænu kjötlæri. Skömmu síðar kom annar bátur og flýtti Boas sér að ganga frá lærinu áður en hann vakti athygli veíðimannana á sér. Eftir að hafa hrópað kallað og veifað út öng- um og árum sveigði báturinn að landi. Þá upphófst mikil reki- stefna sem endað með því að veiðimennirnir tóku upp hnífa sína og skáru vænan bita úr síðu sauðnautsins handa okkur. Kjöt- flykkinu var hent í land og þvoði Boas það upp úr læk sem þarna var. Þannig að nú var efnt til veislu á afmælisdegi Boasar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.