Austurland


Austurland - 17.09.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 17.09.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 Fjöllin veita mér öryggiskennd Viðtal við Ólaf Sigurðsson, nýráðinn bæjarstóra á Seyðisfirði Ólafur Sigurðsson er nafn sem oft hefur birst á síðum blaðsins, en Ólafur hefur verið iðinn við blaðaskrif um hin ýmsu málefni síðustu árin. Ólafur skrifaði m.a. greinar á meðan á kjaradeilu kennara stóð í fyrra og fór hann þá hörðum orðum um stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki og sagðist segja starfi sínu lausu ef ekki næðust ákveðnar kjara- bætur. Ólíkt mörgum, sem ætl- uðu að segja kennarastöðum sín- um lausum, stóð Ólafur við stóru orðin og sagði starfi sínu þegar lausu eftir að skrifað var undir smánarlega kjarasamninga. Úr kennslunni lá leið Ólafs í sjó- hætta, en ég var hins vegar á sjó þegar starfið var auglýst og ég missti þess vegna af lestinni. Svo varð raunin sú að öllum fyrstu umsækjendunum var hafnað og þá ákvað ég að senda inn umsókn. Þetta átti sér s.s. ekki langan aðdraganda." Veldurþað engum vandkvæð- um að þú skulir veraflokksbund- inn Alþýðubandalagsmaður á meðan meirihluti í bœjarstjórn Seyðisfjarðar eru Sjálfstœðis- menn ? „Nei, ekki get ég sagt það. Þó að ég hafi sinnt nefndarstörfum fyrir Alþýðubandalagið í Nes- kaupstað þá hef ég aldrei verið Ólafur í hinu nýja og stórglœsilega íþróttahúsi á Seyðisfirði. Við hlið hans er byggingameistari hússins, Garðar Eymundsson. Ljósm. as mennsku og hana hefur hann stundað síðasta árið. Ólafur hefur í gegnum tíðina verið einn af forkólfum íþróttalífsins í Nes- kaupstað og m.a. var hann stofn- andi og svo formaður Blakdeild- ar Þróttar í hartnær tvo áratugi og gekk hann þar undir nafninu „Foringinn". Það kom hins veg- ar mörgum á óvart þegar fréttist að Ólafur væri að fara í nýtt for- ingjahlutverk sem næsti bæjar- stjóri Seyðfirðinga. Blaðamenn Austurlands tóku hús á Olafi og spjölluðu við hann um nýja starfið, fortíð og framtíð. Hvernig kom til að þú sóttir um starf bœjarstjóra á Seyðis- firði? „Það má segja að það hafi nánast verið hugdetta. Það hvarflaði fyrst að mér þegar ég heyrði að Þorvaldur væri að Daglegar ferðir Neskaupstaður s. 477 1190 Eskifjörður s. 476 1203 Reyðarfjörður s.474 1255 Víggó p Vöruflutningar 0)477 1190 sérlega virkur eða innviklaður í pólitík og hef ekki beitt mér sér- staklega á þeim vettvangi. Þetta var að sjálfsögðu skoðað áður en ég hóf störf. Ég fór yfir helstu kosningamálin með meirihlutan- um og það virtust ekki vera nein sérstök ágreiningsmál. í bæjar- stjórninni situr gott, framfara- sinnað fólk sem hefur fyrst og fremst áhuga á að efla bæinn sinn og ég held að flokkspóli- tískar línur skipti yfirleitt ekki miklu máli þegar sveitar- stjórnarmál eru annarsvegar. Hvað ákvarðanatöku varðar þá er ég að sjálfsögðu bara fram- kvæmdastjóri bæjarstjórnarinnar og ég verð að lúta vilja hennar ef einhver ágreiningur kemur upp." Hvaða afstöðu munt þú taka í kennaramálum, nú þegar þú ert kominn hinummegin við borðið? „Afstaða mín hefur að sjálf- sögðu ekkert breyst. Það er alveg ljóst að það þarf meira fjármagn inn í skólana og m.a. þyrfti að hækka laun kennara verulega. Það getur hins vegar reynst erfitt fyrir sveitarfélögin að finna þetta fjármagn. Við yfirfærslu skólanna til sveitarfélaganna voru að mínu mati gerð stór mistök. Áður en yfirfærslan átti sér stað var búið að halda launum kennara niðri um langt skeið, skera kennslu niður eins og hægt var og gera lélega kjara- samninga æ ofan í æ. Sveitarfé- lögin fá svo skólana í hendurnar á sama tíma og kennarar eru að fá sig fullsadda af kjörum sínum og einnig er verið að einsetja skólana. Því fylgdu gífurleg vandamál með í pakkanum og ég tel ríkið bera mikla ábyrgð á því hvernig komið er. Hins vegar er ljóst að þó að kennarar eigi alla samúð mína og ég muni beita mér fyrir að kjör þeirra verði bætt, þá er ég aðeins fram- kvæmdastjóri bæjarstjórnar og mun að sjálfsógðu framkvæma þeirra vilja í þessum málum sem öðrum." Hvernig leggst nýja starfið í þig? „Það leggst mjög vel í mig. Ég er reyndar bara búinn að vera hérna í tvær vikur og er enn að setja mig inn í málin. Þetta er afskaplega viðamikið starf og margt nýtt að læra. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það mun taka marga mánuði að komast inn í allt sem tengist starfinu." Eru ekki mikil viðbrigði að fara í bœjarstjórastól eftir að hafa sinnt kennslu í 20 ár? „Nei, það eru nú ekki eins mikil viðbrigði og menn gætu haldið. í kennslunni þarf að um- gangast fjölda fólks og koma eins fram við alla og virkja fólk til ákveðinnar vinnu. Það má því segja að ég hafi 20 ára reynslu af stjórnun. Við kennsluna verður maður að kunna að umgangast fólk, vera ákveðinn en samt sveigjanlegur og tileinka sér ákveðna herkænsku. Ég vann svo sem skólameistari Verk- menntaskóla Austurlands í eitt ár og þar fékk ég dýrmæta reynslu. Það má einnig geta þess að það er margt líkt með stjórnun íþróttahreyfingarinnar og bæjar- félaga. Það þarf að virkja fólk til starfa, halda utan um fjárhaginn, halda aðalfundi og stjórnarfundi o.s.frv. Reynsla mín af skólum og íþróttahreyfingunni mun einnig koma sér vel í bæjar- stjórastarfinu þar sem rekstur skólanna er orðinn verkefni sveitarfélaganna og þekking á þessum málaflokkum er mjög dýrmæt. Það má einnig benda á að Þorvaldur Jóhannsson hefur mjög svipaðan bakgrunn og ég, en hann hefur átt farsælan feril sem bæjarstjóri." Hvernig hafa Seyðfirðingar tekið þér? „Þeir hafa tekið mér alveg ótrúlega vel. Það hefur rignt yfir mig hamingjuóskum og menn virðast almennt vera sáttir við ákvörðun meirihlutans um að ráða mig í starfið." Hvernig finnst þér að flytja búferlum eftir 20 ára dvöl á Norðfirði? „Það má segja að flutningarn- Ólafur Sigurðsson, nýráðinn bœjarstjóri á Seyðisfirði. Ljósm. as ir séu það eina sem skyggir á gleði mína þessa dagana. Það er vissulega erfitt að yfirgefa stað sem maður hefur samlagast með svo ríkum hætti. Það er samt ákveðin huggun að vera enn á Austurlandi. Maður er allavega ekki flúinn suður! Svo eru Seyð- isfjörður og Norðfjörður um margt líkir staðir. Fólkið er svip- að og atvinnulífið er eins í grund- vallaratriðum. Staðirnir eru báð- ir endastöðar í samgöngulegu tilliti og þeir eru báðir um- kringdir fjöllum. Hins vegar valda fjöllin hjá mér öryggistil- finningu frekar en ótta og það var eitt af því sem mér fannst óþægilegt fyrst þegar ég flutti á Norðfjörð hvað fjöllin voru langt í burtu m.v. Seyðisfjörð og mér fannst allt flatt. Ég hef ekki miklar áhyggjur af snjóflóðum og tel að við getum búið við þessa hættu ef við fylgjumst nógu vel með snjóalögum og höfum varann á okkur." A staður eins og Seyðisfjörð- ur sér einhverja framtíð? „Já, það er ég sannfærður um. Staðir af þessari stærð og tegund hafa lent í upp- og niðursveiflum og ég hef á tilfinningunni að Seyðisfjörður sé á uppleið eftir erfitt tímabil. Hér er aftur farið að fjölga fólki og íbúatalan aftur komin yfir 800. Afkoma staðar- ins er að sjálfsögðu tengd af- komu sjávarútvegsins, en það sama á við um alla aðra bæi á Austurlandi og reyndar þjóðina alla ef út í það er farið, en á meðan hér eru rekin sjávarút- vegsfyrirtæki mun bærinn halda velli." Telur þú að Seyðisfjörður œtti að sameinast öðrum sveitar- félögum, t.d. Héraði? „Ég get nú ekki séð að Seyð- isfjörður eigi mikla samleið með Héraði og reyndar ekki með öðrum sveitarfélögum að svo stöddu. Við erum það landfræði- lega einangruð að það er alls ekki augljós með hverjum við eigum samleið. Héraðið er allt of ólíkt svæði til að sameining myndi skila einhverju. Reyndar held ég að menn ættu að staldra við í þessum sameiningarhugmynd- um og meta hvaða árangur næst þar sem sameingin er þegar gengin í gegn og skoða svart á hvítu hverju hún skilar fjárhags- lega og hvort fólkinu fjölgi. Ég held að sumir hafi verið að sam- einast af því að þeir telja sig vera að missa af lestinni í einhverjum skilningi, en ég held að það séu óþarfar áhyggjur. Ríkið segist ætla að láta meira fé af hendi rakna til þeirra sveitarfélaga sem sameinast en eins og við vitum hefur ríkið áður svikið lands- byggðina." Nú hefur Seyðisfjörður vakið athygli fyrir geysilega öflugt menningarlíf Ætlar þú að beita þérfyrir því að þetta starf verði áfram styrkt? „Já, það geri ég óugglega. Öflugt menningarlíf hefur mikið að segja fyrir svo litla staði og það er ótúlegt hvað menningar- lífið hefur haldist lifandi á tím- um þegar fækkað hefur í bænum um 20%. Hér hefur verið rekið fjölbreyttara og öflugra menn- ingarlíf en víðast annarsstaðar á Austurlandi og ég held að það sé afar mikilvægt fyrir samfélagið. Seyðfirðingar hafa lagt mikinn metnað í þetta starf og sem dæmi má nefna að menningarmála- nefnd var með tvo starfsmenn á launum í sumar við að skipu- leggja menningarstarfið í bæn- um og vonandi getum við haldið slíku starfi úti í framtíðinni. Tónleikahaldið í „Bláu kirkj- unni" á síðasta sumri var líka stórmerkilegt framtak." Hefurþú hugsað þér að koma upp einhverju blakstarfi á Seyð- isfirði? „Já, það eru talsverðar líkur á því, a.m.k. öldungablaki. Hér er að rísa nýtt og stórglæsilegt íþróttahús og möguleikar á stundun hópíþrótta mun aukast stórlega við það, en það er mjög mikilvægur þáttur í því að efla félagsþroska barna og unglinga. Annars hefur íþróttastarfi verið sinnt mjög vel hér í bænum og m.a. hafa Seyðfirðingar oftast átt sterka skíðamenn og íþróttastarf fatlaðra hefur einnig verið öflugt gegnum árin. Nýja húsið mun valda algjörri byltingu í íþrótta- málum á staðnum og mun gera Seyðisfjörð að betri stað að búa á."

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.