Austurland


Austurland - 17.09.1998, Blaðsíða 3

Austurland - 17.09.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 3 Albert Einarsson Farskóli á ferðinni í 10 ár Það skein sól á páskum 1988. Nægur snjór í Oddsskarði og mikið um fólk. Eins og oft gerist á slíkum dögum, er staldrað við og spjallið tekur mið af um- hverfinu. Það er flogið hátt og hugmyndir verða til. Hugmyndin um Farskólann á Áusturlandi varð til í skíða- brekkunum í Oddsskarði á öðr- um páskadegi 1988. Axel A Beck, framkvæmdastjóri Atvinnu- þróunarfélags Austurlands og undirritaður stóðu á spjalli þegar hugmyndinni laust niður. Við bundumst fastmælum um að gera hugmyndina að veruleika. Samtímis því að mála og dytta að Farfuglaheimilinu á Seyðisfirði um sumarið 1988, ræddum við skipulagningu, átt- um ótal símtöl og skrifuðum námskeiðslýsingar. Við reynd- um að finna heppilegt nafn á fyrirkomulagið en lítið gekk þar til Þóra Guðmundsdóttir sagði okkur að það væri einfaldlega farskóli sem við værum að búa til og hvers vegna ekki að kalla það Farskólinn á Austurlandi. Aðalfundur SSA skyldi hald- inn í ágúst 1988. Við bjuggum svo um hnútana að fyrsti nám- skeiðsbæklingur Farskólans kom nýr og angandi af prentsvertu inn á fundinn. Farskólinn vakti athygli, - þetta var eitthvað nýtt. Augljós þörf og frábærar viðtökur Fyrstu viðbrögð við Farskólan- um, og því sem boðið var upp á, staðfestu að það var augljós þörf fyrir sveigjanlegt námsframboð í námskeiðsformi. Það var líka auðheyrt að fólk mat það mikils að fá námskeiðin í heimabyggð. Viðtökumar, sem námskeiðin fengu, vora í langflestum tilvik- um mjög góðar, enda var alltaf reynt að finna hæfa leiðbeinend- ur og undirbúa námskeiðin vel. I einu tilfelli man ég að þátt- takendur fengu endurgreitt þátt- tökugjaldið. Þetta var stutt nám- skeið um notkun örbylgjuofna. Leiðbeinandinn hafði fengið aðrar upplýsingar um undirbún- ing en þátttakendur. Leiðbein- andinn, hússtjórnarkennari og mjög fær í sínu starfi, einbeitti sér að því að kenna fólki með- ferð örbylgjuofna og hvernig þeir virka o.s.frv., á meðan fólkið beið í óþreyju eftir því að læra að elda mat, baka o.s.frv. í þessum dularfulla nýtísku tæki. Við sáum að feillinn lá hjá okkur sem höfðum sagt rangt til og endurgreiddum. Þetta kenndi okkur margt um nákvæmni varðandi námskeiðslýsingar og samskipti við leiðbeinendur. Samstarfsverkefni Farskólinn á Austurlandi var í upphafi skilgreindur sem sam- starfsverkefni Verkmenntaskóla Austurlands og Atvinnuþróunar- félags Austurlands. Fyrir okkur var það mikilvægt að ekki yrði litið á Farskólann sem stofnun, heldur að Farskólinn væri lifandi hreyftng, þar sem almenningur gæti haft áhrif á námsframboð og staðsetningu námskeiða. Það er mitt mat að þetta haft tekist. Enda þótt Farskólinn haft haft Tölvuþjónusta Austurlands óskar eftir húsnæði til leigu í Neskaupstað fyrir þjónustumiðstöð sem áætlað er að opna í haust. 0) 471-1 1 1 1 Möguleikhúsið sýnir Einar Áskel á Austurlandi sBttlIDii 1' i e Iþróttahúsinu Djúpavogi -17. sept. kl.17.00 Félagsheimilinu Skrúði Fúskrúðsfirði 19. sept kl.14.00 Egilsbúð Neskaupstað 19. sept. kl. 17.00 Valaskjúlf Egilsstöðum 20. sept. kl.14.00 aðsetur fyrir síma og skrifstofu í Verkmenntaskólanum, hefur starfsemin farið fram um allt Austurland. Jóhanns þáttur Stephensen Það er alltaf langt gengið að segja að einhver sé ómetanlegur og að eitthvað geti ekki gerst án þess að einn einstaklingur hafi hönd í bagga. Það er ekkert langt gengið að segja að Farskólinn á Austurlandi væri ekki það sem hann er án Jóhanns. Eg veit að Jói Stef vissi jafn lítið og ég um það hve mikinn tíma og heila- brot og vinnu Farskólinn krefð- ist, þegar ég vélaði hann til að taka að sér umsjón með Farskól- anum. Það var sama hvort var, skipulagning á námskeiði á ein- hverjum fjarðanna eða fundur um farskólamálefni í ráðuneyti, alltaf var og er alvaran og ábyrgð- in í fyrirrúmi hjá Jóhanni. Og kaupið fyrir alla aukavinnuna, umstangið og aksturinn? Það var ekki ósjaldan að ég varð að segja við Jóhann: “Jói minn, við fáum þetta allt saman borgað seinna”. Eg vissi að ég sagði ósatt og ég held að Jói hafi líka vitað það, en við vildum bara hafa það þannig. Farskólar um allt land Farskólinn á Austurlandi, sem í upphafi var svæðisbundið átak til þess að mæta menntunarþörf, vakti athygli víða um land og ekki leið á löngu þar til farskólar með svipuðu sniði voru stofnaðir í öllum kjördæmum utan Reykja- víkur og Reykjaness. Síðan voru stofnuð Samtök farskóla og far- skólahugtakið náði inn í reglu- gerðir og lög. Farskólinn hefur vakið tals- verða athygli á Norðurlöndun- um. Farskólinn á Austurlandi var íslenski þátturinn í samnor- rænu verkefni - VOKS UT - á vegum Norrænu ráðherranefnd- arinnar. Það er þó nokkuð al- gengt að ég mæti fólki í starfi mínu hér ytra sem hefur haft spurnir af farskólum á íslandi og veit meira um slíka starfsemi en um aðra þætti í íslenskum menntamálum. Það er gaman að sjá að Farskólinn er við líði og á ennþá erindi. Ef til vill kemur að því að Farskólinn verði leystur af hólmi af varanlegra fyrirkomulagi til eflingar menntunar á öllum stig- um. Símenntun og það sem fólg- ið er í símenntun hlýtur að taka á sig varanlegra form en það lausa fullorðinsfræðsluform sem við höfum haft hingað til. Á meðan eru farskólar nauðsynlegir. Til hamingju með Farskólann á Austurlandi í 10 ár. Leiðrétting í síðasta tölublaði Austurlands birtist grein eftir líffræðingana Helga Hallgrímsson og Skarp- héðinn G. Þórisson. Við vinnslu blaðsins virðist tölvukerfi þess hafa ákveðið að gera okkur dálítinn grikk og því vantaði smá hluta greinarinnar og biðjum við lesendur hér með velvirðingar á því. Hér eftir birtist svo máls- greinin sem vantaði í heild sinni: Ríkulegur gróður og dýralíf þrífst á báðum svæðum, og bæði eru mjög mikilvæg fyrir viðhald íslensk-grænlenska heiðagæsa- stofnsins. Nálægð Eyjabakka við risafjallið Snæfell (1833 m), og hin miklu hvel Vatnajökuls, gefur svæðinu sérstakt gildi, og á sinn þátt í fjölbreytni þess og grósku. Fyrirtækjasanieining OLUUSMIÐJflN Ris sf. og Tölvusmiðjan ehf. hafa sameinast og munu framvegis reka öflugt fyrirtæki á sviði hugbúnaðar-, tölvu- og skrifstofutækjaþjónustu undir nafni Tölvusmiðjunnar ehf. Eigendur hins sameinaða fyrirtækis eru að jöfnum hlut þeir Hafsteinn Þórðarson, Hilmar Gunnlaugsson, ]ón Fjölnir Albertsson og Þórður Ó. Guðmundsson. Við bjóðum alla austfirðinga velkomna í viðskipti við nýtt og enn öflugra fyrirtæki. ÖLUUSMIÐJAN V

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.