Austurland - 17.09.1998, Side 8
TWboö
Kjúklingar
Kraft þvottaduft
Kraft uppþvottalögur
Sokkar og nærföt í úrvali
b a\\a daga frá kl.lo.oo-lQ
900
IMESBAKKI
@477 1609 og 897 1109
Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins,
stofnað 1951
Austurland
Neskaupstað 17. september 1998. Verð í lausasölu kr. 170.
Skeljungur endurnýjar
söluskálann á Eskifirði
Nú standa fyrir dyrum gagngerar
endurbætur á söluskála Skelj-
ungs á Eskifirði. Að sögn Báru
Pétursdóttur, rekstraraðila skál-
ans, er um að ræða nánast algera
endumýjun á húsinu, en segja
má að allt verði hreinsað í burtu
nema grind hússins. Veitingasal-
urinn í skálanum verður stækk-
aður nokkuð og einnig verður
eldunaraðstaða bætt til muna.
Skeljungur hf. sér alfarið um
framkvæmd breytinganna, sem
hefjast 25. september og munu
standa í 4-6 vikur.
Mestu kolmunnaveiðar í sögunni
Brúðubíllinn var á ferð á Norðfirði í síðustu viku. Norðfirskir krakkar fjölmenntu á sýninguna og
eins og sjá má á myndunum áttu brúðurnar hug þeirra og hjörtu á meðan á sýningunni stóð.
Ljósm. S.Ó.
Frábærir tónlelkar
Á fimmtudagskvöldið lék tríó
Péturs Öslund á tónleikum í
Egilsbúð í Neskaupstað fyrir
fullu húsi djassgeggjara og ann-
arra tónlistaráhugamanna. Það er
skemmst frá að segja að tríóið
stóð undir villtustu vonum gesta
og veittu tónlistarlega fullnæg-
ingu af bestu gerð. Tríóið er
skipað gífurlega færum hljóð-
færaleikurum, þeim Pétri
Öslund, Hans Backenroth og
Clas Croona. Pétur sýndi gestum
að hann hefur engu gleymt og
undirstrikaði að hann er einn af
bestu djasstrommuleikurum
Evrópu. Pétur hefur gífurlega
snerpu við settið og enn er að
ftnna í honum gamla rokkara-
takta. Hans Backenroth er ungur
að árum, en greinilega bráð-
þroska djassleikari því bassa-
leikur hans var afar fimlegur. Sá
sem vakti hins vegar mesta at-
hygli áhorfenda var píanóleikar-
inn Clas Croona sem var hreint
út sagt ótrúlegur við flygilinn og
þar var greinilega á ferð full-
þroskaður tónlistarmaður. Tækni
hans er frábærlega góð, enda á
hann bakgrunn sinn í klassískri
tónlist og hann fléttaði saman
tóna svo unun var á að hlýða.
Tríóið náði sérlega vel saman í
leik sínum og er greinilegt að
þessir menn hafa leikið mikið
saman og skilaði leikur þeirra
sér vel til áhorfenda sem fóru út
í dimma haustnóttina eftir tón-
leikana með hlýju í hjarta.
íslendingar hafa aldrei veitt jafn
mikið af kolmunna og síðustu
misseri. Veiðamar hafa komið
sér afar vel, því yfirleitt veiðist
lítið af uppsjávarfiskum á þess-
um árstíma. Varla er hægt að
segja að um mokveiði haft verið
að ræða, en veiðin hefur þó ver-
ið nokkuð stöðug. Þegar blaðið
fór í prentun var búið að landa
23.213 tonnum hjá Síldar-
vinnslunni á Neskaupstað og
18.658 tonnum hjá Hraðfrysti-
húsi Eskifjarðar en stærstum
hluta aflans hefur verið landað á
þessum tveimur stöðum. Beitir
NK 123 er langaflahæstur aust-
firskra skipa með 18.459 tonn.
Stjornmalavióhorf könnuð
Gallup hefur birt niðurstöður
könnunar á stjórnmálaviðhorf
Austfirðinga en könnunin fór
fram um leið og afstaða Aust-
firðinga til stóriðju og virkjana
var könnuð dagana 29. júlí til
14. ágúst.
Samkvæmt könnuninni fengi
Framsóknarflokkurinn 39% fylgi,
Sjálfstæðisflokkur 29%, Sam-
eiginlegt framboð félagshyggju-
Breytingar á skólastarfi á Djúpavogi
Tríó Péturs Öslund á sviðinu í Egilsbúð.
Ljósm. as
Kennslu í Kerhamraskóla hefur
nú verið hætt og er nemendum
þaðan keyrt til Djúpavogs í
skólann daglega. Nemendur í
Kerhamraskóla hefðu orðið
fjórir ef kennslu hefði verið
haldið áfram þar, en heimavist
var jafnframt lögð af. Böm úr
dreifbýli frá heitan mat í hádegi
og þeim er boðið upp aðstoð við
heimanám, þannig að þau em í
flestum tilfellum búin að læra
þegar þau koma heim. Nokkrar
breytingar voru einnig gerðar á
húsnæði skólans, en Héraðs-
bókasafnið var flutt úr skólanum
í Gamla Kaupfélagið og við
það urðu til tvær kennslustofur i
viðbót. Nýju og fullkomnu tölvu-
veri hefur verið komið á lagg-
imar í skólanum og nýtist það
jafnframt til fullorðinsfræðslu.
flokka 11,8%, Alþýðubandalag
9,3%, Framboð Sverris Her-
mannssonar 6,1%, Alþýðuflokk-
ur 1,9%, Kvennalisti og Þjóð-
vaki 0,3% hvor en 2,2% Aust-
firðinga sögðust myndu kjósa
eitthvað annað.
Hafa ber í huga að aðeins 411
manns svömðu stjómmálaspum-
ingunum en úrtakið var 900
manns. Það að helmingur þeirra
sem spurðir eru, svari ekki,
ásamt mjög óljósri stöðu mála á
vinstri vængnum þessa dagana
gerir það að verkum að margir
hafa sett stórt spumingamerki
við niðurstöðumar.
T
r
Slippfélagið
Málníngarverksmiðja
SIMI: 588 8000