Austurland


Austurland - 12.11.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 12.11.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 Austurland Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson. Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjúri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) S 477 1383og89943fí3 Blaðamaður: Sigurður Ólafsson íí 477 1373 og 895 8307 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir Q 477 1740 Ritstjórn, afgrciðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður ffi 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. Um laun bæjarstjóra Frá því að sameining Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðar- fjarðar tók gildi hefur umfjöllun DV á þessu sameiginlega sveit- arfélagi einkennst af neikvæðum skrifum. Tvisvar hefur blaðið fjallað meira en í mýflugumynd um sveitarfélagið og í bæði skiptin farið með staðlausa stafi, hafða eftir fulltrúa eða fulltrúum sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni. I fyrra skiptið fjallaði blaðið um launakjör bæjarfulltrúa sveitarfélagsins og nú í síðustu viku fjallar blaðið um laun bæjarstjórans í sameinuðu sveitarfélagi. Öll þessi skrifa bera vott um mötun til blaðsins af hálfu fulltrúa sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórninni og hefði maður nú haldið að þeir hefðu um eitthvað uppbyggilegra að fjalla eða að beina kröftum sínum að. Leikur að tölum er eitt einkenni þess þegar deilt er um laun og launakjör og það er langt síðan menn komust að því að tveir og tveir þurfa ekki endilega að vera fjórir. Við ákvörðun á launakjörum Guðmundar Bjarna- sonar, bæjarstjóra sveitarfélags 7300, var tekið tillit til launa bæjarstjóra í 14 sveitarfélögum og það er staðreynd að laun bæjarstjóra eru almennt frekar há. Það er ekkert óeðlilegt við það því annars fengjust ekki hæfir menn til þessara starfa. Málflutningur annars fulltrúa sjálfstæðismanna um laun bæjarstjórans, einkennast af æsifregnastíl, rétt eins og það væru kosningar í nánd eða kannski einmitt vegna þess að það eru alþingiskosningar í nánd og eftir er að ákvarða hver skipar efsta sæti listans! Sá málflutningur að blanda bflakaupum bæjarsjóðs inn í föst laun bæjarstjóra er enn einn talnaleikurinn. Auðvitað hefði umræddur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins getað borið fram tillögu þess efnis að starfsmenn áhaldahúsanna keyrðu bæjar- stjóra á milli staða og til annarra erindagjörða, en auðvitað myndi það kosta eitthvað líka. Það væri líka hægt að skikka bæjarfulltrúa til að taka að sér þær nefndarsetur sem annar fulltrúi sjálfstæðismanna bendir á að bæjarstjóri þiggi laun fyrir, en myndi þá sá hinn sami gera það án endurgjalds? Eða þá stjórnarsetur sem eru algjörlega óviðkomandi launum hans sem bæjarstjóra. Málefnaleg fátækt er alltaf slæm en hún er ennþá verri ef henni linnir aldrei eins og virðist vera hjá þessum fulltrúa minnihlutans í sveitarfélagi 7300. Á umræddum fundi var gefið í skyn, eftir því sem DV segir, að launakjör bæjarstjórans ættu að vera leyndarmál. Ekkert er fjær sanni þar sem öllum upplýsingum um tölur og annað sem laununum tengdust var dreift til bæjarráðsmanna fyrir fundinn. Sambandið á milli bæjarstjórnarfulltrúa minnihlutans og fulltrúa þeirra í bæjarráði er kannski ekki meira en þetta eða þá að þeir yfirfara ekki gögnin sín fyrir fundina. Sá trúnaður sem vitnað er til með upphrópunarmerkjum í DV tengist sennilega þeim um- mælum forseta bæjarstjórnar að hann líti á launakjör þeirra bæjarstjóra sem samanburðurinn náði til sem trúnaðarmál. Það sem kannski er hjákátlegast við alla þessa umræðu er, að fram kemur í frétt DV „að nær allir fundarmenna, meirihluti sem minnihluti, virtust sammála um að Guðmundur Bjarnason ynni góð störf og hann fengi há laun“. Er þess vegna furða að fávís íbúi sveitarfélagsins spyrji um hvað er þá verið að rífast? Eg. Kvennaleikirnir vorii nokkuð sveiflukenndir og unmi liðin livort sinn leikinn. A myndinni má sjá Svetlönu Moroskinu og Huldu Elmu Eysteinsdóttur íhávörn en þœr léku vel á fóstudag. Mynd SO Þróttur lék fyrstu heimaleiki vetrarins í blaki gegn Iþróttafé- lagi stúdenta og var leikið bæði í karla og kvennaflokki á föstu- dagskvöld og laugardag. Segja má að skin og skúrir hafi skipst á í leikjunum, en karlaliðið tapaði fyrri leiknum en vann þann seinni og var þessu öfugt farið með kvennaliðið. Karlaleikirnir Leikurinn á föstudagskvöldið var afar jafn, þótt segja megi að leikur beggja liðanna hafi verið mjög sveiflukenndur. Karlalið Þróttar var þó fremur hikandi í leik sínum og náði sér engan veginn á strik í vörninni og fóru flest smöss IS manna rakleitt í gólfið, jafnvel þau lausustu. Hinir erlendu leikmenn IS voru mjög góðir í leiknum og sérstak- lega Búlgarinn Stravko Demirev og Úkraínumaðurinn Alexander Shasko. Stravko hefur leikið hér um árabil og er hann greinilega í mjög góðu formi. Úkraínumað- urinn stóð hins vegar algjörlega upp úr liði IS og var hreint út sagt ótrúlega góður og sennilega hefur svo sterkur leikmaður ekki spilað á Islandi áður, en Alex- ander er rúmlega tveir metrar á hæð, stekkur hátt og hefur tækn- ina á hreinu. Hann var óstöðv- andi og Þróttarar áttu ekkert svar við þmmuskellum hans. Nokkrir leikmanna Þróttar stóðu sig þó vel í leiknum og ber þar helst að nefna frammistöðu Brynjars Péturssonar og Matthíasar Haraldssonar sem báðir léku mjög vel. Það dugði hins vegar ákveðnara til leiks en kvöldið áður og spilaði nú af nánast fullum krafti bæði vörn og sókn. Búlgarinn Maryam Petrov var inná allan leikinn og náði hann sér vel á strik, en hann er sér- staklega góður hávarnarmaður. Matthías Haraldsson lék einnig vel eins og kvöldið áður og er ljóst að hann verður einn af máttarstólpum liðsins í vetur. IS liðið var ekki allskostar sátt við þá mótspymu sem það fékk og birtist það í endalausum athuga- semdum við dómgæslu. Sérstak- lega fór hegðun Alexanders Shasko fyrir brjóstið á mörgum viðstöddum, en hann virtist taka mótspyrnu Þróttara mjög illa og eftir leikinn gekk hann út úr Þróttur vann 3-1 og fóru hrinurnar 15-11, 9-15, 15-11 og 16-14. Liðin fengu þar með jafn mörg stig út úr leikjunum. Kvennaleikirnir Leikurinn á föstudeginum var jafn og nokkuð spennandi en afar sveiflukenndur. Bæði liðin léku undir getu, en baráttan var mikil allan tímann og höfðu liðin yfirhöndina til skiptis. I Þróttarliðinu stóð Svetlana Moroskina upp úr, en hún spila- ði sérlega vel og er greinilega í fantagóðu formi. Einnig er vert að minnast á frammistöðu Huldu Elmu Eysteinsdóttur sem er afar efnilegur leikmaður. Hún tekur m.a. stökkuppgjafir sem hafa ekki sést svo öruggar í íslensku kvennablaki áður og skoraði Hulda Elma fjölda stiga beint úr uppgjöfum. Leikurinn einkennd- ist af mikilli baráttu en þegar upp var staðið spilaði Þróttar- liðið betur og það skilaði þeim sigri 3-1 og fóru hrinurnar 15- 10, 8-15, 15-4 og 15-6. Á laugardeginum mætti lið IS mun ákveðnara til leiks en dag- inn áður og lék talsvert betur. Þróttarliðið spilaði hins vegar bara á hálfum snúningi og má segja að aðeins Hjálmdís Zöega hafi staðið upp úr meðalmennsk- unni. Móttaka liðsins var þó mjög góð en liðið náði ein- faldlega ekki að vinna úr henni. í þriðju hrinu komust Þróttarar í 14-11 en glötuðu þeirri forystu niður og töpuðu þar með leikn- um 3-0 en hrinurnar fóru 8-15, 14-16 og 14-16. Það er ljóst að í Þróttarliðinu er margir mjög góðir og efnilegir leikmenn en þeir ná bara ekki að mynda nógu öfluga liðsheild, en það verður að taka tillit til þess að liðið er gjörbreytt frá síðasta tímabili og á það örugglega eftir að slípast saman. Karlaleikirnir einkenndust af mikilli baráttu en þeir voru 117 og 112 mínútur að lengd. A myndinni má m.a. sjá úkraínska risann Alexander í Itávörn gegn Brynjari Péturssyni. Ljósm. SO Skin og skúrir hjá Þrótti ekki til og endaði leikurinn 3-1 IS í vil eftir 117 mín. baráttu, en hrinurnar fóru 9-15, 15-10,9-15 og 13-15. Á laugardag var allt annað að salnum sparkandi í allt sem fyrir varð. Það er ljóst að dómarar í fyrstu deildinni verða að taka á slíkum brotum með viðeigandi hætti og enginn leikmaður á að komast upp með að haga sér með þeim hætti sem þama varð raunin. Tuð ÍS manna kom þeim Upplýsingar í síma 477-1781 Til Húseignin Víðimýri 10, Neskaupstað sölu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.