Austurland


Austurland - 12.11.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 12.11.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 12. NOVEMBER 1998 7 Ekta austfirskt óveður um helgina I óviðrinu fuku m.a. þakplötur af nýja leikskólanum á Eskifirði og var Björgunarsveitin kölluð út til að koma í veg fyrir frekari skaða. Mikið óveður gekk yfir Austur- land um helgina og er langt síð- an annað eins vatns- og hvass- viðri heftur gert. Vindur stóð af austri og suðaustri og fór vind- styrkur í 10-12 vindstig þegar verst lét. Af óveðrinu hlaust tjón í öllum fjórðungnum og þá aðal- lega á vegakerfinu. Að sögn starfsmanna Vegagerðar ríkisins urðu sennilega mestar skemmdir á veginum á Fagradal og þá sér- staklega í ysta hluta hans, svæði sem nefnist Grævur. Þar féllu 6- 7 grjót- og aurskriður og er sá Ljósm. Eg hluti vegarins illa farinn. Alls féllu um 15-20 aur- og snjó- skriður á Fagradal og verður að telja mikið mildi að enginn skyldi verða fyrir þeim. Reyndar lenti vörubíll, sem var að ryðja veginn, í útjaðri eins flóðsins og kastaðist hann við það út fyrir veg. Að sögn Vegagerðarinnar verður mikið verk að gera við veginn yfir Fagradal og mun það taka talsverðan tíma. Miklar skemmdir urðu einnig á vegin- um í Mjóafirði, en hann fór í sundur á 20-30 stöðum og er þar Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bókina Hæstvirtur forseti - gamansögur af íslenskum al- þingismönnum eftir Eskfirðing- inn Guðjón Inga Eiríksson og Akureyringinn Jón Hjaltason. I henni er að finna fjölmargar skopsögur af landsfeðrum vor- um, lífs og liðnum, og nægir þar að nefna: Davíð Oddsson, Össur Skarphéðinsson, Ólaf Thors, Hriflu-Jónas, Steingrím Her- mannsson, Guðna Agústsson, Vilhjálm Hjálmarsson, Helga Seljan, Egil Jónsson, Sverri Hermannsson, Kristínu Ast- geirsdóttur, Jóhönnu Sigurðar- dóttur, Hjörleif Guttormsson og Lúðvík Jósepsson. Hér á eftir koma nokkrar sög- ur af þingmönnum Austfirðinga á liðnum árum og ættu þær svo sannarlega að höfða til Aust- firðinga, jafnt yngri sem eldri: Daglegar ferðir Neskaupstaður s. 477 1190 Eskifjörður s. 476 1203 Reyðarljörður s. 474 1255 Víggó g Vöruflutningar <3)477 1190 Það var á fyrsta þingflokks- fundi Alþýðubandalagsins eftir Alþingiskosningamar 1979. Er Lúðvík Jósepsson, formaður flokksins, hafði lagt línuna fyrir komandi vetur horfði hann yfir gleraugun á Guðrúnu Helgadótt- ur, sem þá var nýliði á Alþingi og eina konan í þingliði Alþýðu- bandalagsins, og sagði ákveðið: „Þið verðið að skilja það, strákar, en þetta verður að vera svona.“ Lúðvík hélt oft langar ræður á Alþingi. Eftir eina slíka var hann spurður hvort hann þreyttist ekki við að tala svona mikið í einni lotu. Lúðvík hugsaði sig eilítið um en svaraði síðan: , Ja, það er þá helst í fótunum." Ólafur Jónsson, fyrrum vita- vörður í Svalvogum og oftast nefndur Óli kommi, bjó um tíma í Neskaupstað. Hann lenti fljót- lega upp á kant við Alþýðu- bandalagsforystuna þar í bæ: Bjarna Þórðarson, bæjarstjóra, Jóhannes Stefánsson og Lúðvík Jósepsson; taldi þá alltof hægri sinnaða og því myndi hann frekar sitja heima í næstu bæjar- stjórnarkosningum en að eyða atkvæði sínu á þessa þremenn- inga. Reyndu atkvæðasmalar Al- þýðubandalagsins linnulítið að snúa Óla komma á rétta braut en honum varð ekki hnikað. Hann lofaði bara kommúnistaríkið Al- baníu í hástert, enda þá formað- ur í félagi sem hét Menningar- tengsl Albaníu og Islands, MAI. Nú rennur upp dagur bæjar- um milljóna króna tjón að ræða. Vegurinn um Breiðdal fór í sundur og einnig skemmdist veg- urinn yfir Breiðdalsheiði. Þá skemmdist vegurinn um Skrið- dal einnig talsvert. Suðurfírðirn- ir sluppu nokkuð vel, en þó lok- uðust allar skriður og þurfti að ryðja þær reglulega til að halda þeim opnum og er haft á þeim vakandi auga. Vegurinn í Odds- dal lokaðist á laugardagskvöldið þegar snjóflóð féll á veginn. Alls féllu fjögur snjóflóð á veginn í Oddsdal og er hann nokkuð skemmdur. Að sögn Vegagerð- arinnar nemur tjónið af völdum óveðursins milljónum króna og mun taka nokkurn tíma að koma vegum fjórðungsins í fyrra horf. Vegurinn innan við Borgarfjörð fór einnig í sundur og við það einangruðust þrír innstu bæirnir í sveitinni. Nokkurt tjón varð í Neskaup- stað þar sem margir af lækjunum, sem renna um bæinn, skriðu fram og flaut aur og grjót víða um götur. Aðalvatnsæð bæjarins fór í sundur í gili nokkru og varð bærinn þar með vatnslaus og voru starfsmenn bæjarins fram eftir degi að gera við skemmd- stjórnarkosninga. Norðfirðingar flykkjast á kjörstað, nema hvað Óli kommi situr heima ásamt konu sinni Guðrúnu Steingríms- dóttur, sem nú er látin fyrir nokkuð löngu, og fara þau ekki út fyrir hússins dyr. Um kvöldið ber svo óvæntan gest að garði. Lúðvík ákvað að gera lokatilraunina. Guðrún býð- ur honum í bæinn. Lúðvík þigg- ur engar veitingar, segist ekki ætla að stoppa lengi, en gengur rakleiðis inn í eldhús, tyllir ann- arri rasskinninni á eldhúsbekk- inn og segir þannig að báðir húsráðendur heyra: „Hann er ótrúlega merkur maður, þessi Enver Hoxha, forsætisráðherra Albaníu.“ Fór þeim næsta lítið á milli, hjónunum og Lúðvík, að þessu sinni og kvaddi hann fljótlega. Skömmu síðar sást hvar þau Óli og Guðrún skunduðu á kjörstað og vissu þá allir hvað klukkan sló. Óveðrið olli víða skemmdum og t.d. skolaðist vegurinn norðan við Norðfjarðará í burtu. Ljósm. S.Ó. imar á vatnsæðinni. Vatn flæddi inn í mjölverksmiðju Síldarvinnslunnar með þeim afleiðingum að gryfjur sem notaðar eru undir mótora fylltust af vatni og þurfti því að stöðva vinnslu, en það tókst áður en nokkuð brann yfir. Að sögn Freysteins Þórarinssonar, vakt- formanns, rann hreinlega heill lækur í gegnum verksmiðjuna og höfðu starfsmenn ekki við að dæla vatninu út, en það náði þeim í hné. Vinnla stöðvaðist í heilan sólarhring vegna flóðsins og vatnsleysisins sem fylgdi í kjölfarið. Á Blómsturvöllum gróf vatnsflaumurinn undan götunni en hún hékk saman á malbikinu á kafla og þurfti að loka götunni af þessum sökum. Að sögn Jóhanns Tryggvasonar, bæjarverkstjóra á Norðfirði, var tjónið af völdum óveðursins ekki eins mikið og menn gætu haldið. Fyrst og fremst yrði hreinsunar- starf kostnaðarsamt og t.d. þyrfti að hreinsa alla stokka sem bæj- arlækirnir eru lagðir í. Á Eskifirði var Björgunar- sveitin kölluð út vegna þess að fiskiskipið Þórir hafði losnað frá bryggju og stefndi í stórhættu. Það tókst hins vegar að binda skipið að framan og afstýra þar með hættunni. Sveitin var svo aftur kölluð út vegna þess að þakplötur voru teknar að fjúka af hinum nýja leikskóla Eskfirð- inga. Þó fuku ekki nema fjórar þakplötur og var því ekki um neinar verulegar skemmdir að ræða. Allt fyrir gluggann Rúllugardínur (notið gömlu keflin og fáið dúk setton á) —• Z - brautir —• Álrimlatjöld, 40 litir ---• Plizzegardínur ----• Strimlagardínur -----• Myrkvunargardínur ------• Ömmustangir ------• Kappstangir * Þrýstistangir -• Gluggakappar —• Plastrimlatjöld Smíðum allt eftir máli Sendum í póstkröfu KAUPLAND HF. • Kaupvangi v/Mýrarveg Akureyri Sími 462-3565 Fax 461-1829

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.