Austurland


Austurland - 12.11.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 12.11.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 Stórframkvæmdir við skólabyggíngar á Austurlandi Síðasta árið hafa Austfirðingar verið duglegir að byggja nýtt húsnæði fyrir skólastofnanir sínar og er um að ræða framkvæmdir fyrir hundruð milljóna á árinu. Þessar framkvæmdir eru að stórum hluta til komnar vegna einsetningar skólanna en henni á að vera lokið árið 2004. Hins vegar hefur kennslustundum verið fjölgað og er því að verða mjög erfitt að reka tvísetinn skóla og má segja að það liggi nokkuð mikið á því að stækka húsnæði og bæta aðstöðu í skólunum. Víðast hvar eru framkvæmdir við skólana afar viðamiklar og er lokastærð viðbygginganna allt að 1000 til 3000 fermetrar og heildarkostnaðurinn nálægt milljarði króna. Hér er því um að ræða gífurlega miklar framkvæmdir sem verða nokkuð stór biti í hálsi fyrir sveitarfélögin á Austurlandi en jafnframt ætti skólastarf að taka miklum stakkaskiptum. Við skulum skoða stuttlega þær framkvæmdir sem hafa verið í gangi í ár og eru að fara af stað Vopnafjörður Á Vopnafirði er verið að byggja við grunnskólann og verður stækkunin alls 1100 fm. Stækk- unin mun kosta um 150 milljónir þegar upp verður staðið og á byggingin að vera fullkláruð 1 júní árið 2000. Að sögn Aðal- bjarnar Bjömssonar, skólastjóra, er verið að stækka húsnæðið vegna væntanlegrar einsetningar og einnig til að koma öllu starfi skólans undir eitt þak en kennsla fer nú fram á þremur stöðum. í viðbyggingunni verða fimm nýjar kennslustofur, ný stjórnun- araðstaða og aðstaða fyrir kenn- ara. Einnig mun félagsaðstaða nemenda verða í viðbygging- unni, auk tónlistarskóla og skóla- eldhúss. Borgarfjörður Á Borgarfirði var í sumar byggður nýr skóli. Keypt voru fjögur sumarhús af stærstu gerð og þau tengd saman með upphit- aðri glerbyggingu. Segja má að þarna sé um afar frumlega og ATH! Ekki gleyma að fara með fötin í hreinsun. Við höfum opið virka daga frá kl. 12.45 - ió.oo Lækurinn Egilsbraut ódýra lausn að ræða en hún er þó ekki hugsuð til frambúðar því einungis er stefnt að því að kenna í húsinu í fimm ár. Þegar Borgfirðingar eru búnir að byggja sér framtíðarhúsnæði verður auðvelt fyrir þá að losna við gamla skólann því sumar- húsin má selja hvert í sínu lagi og flytja hvert á land sem er. í nýja húsinu eru fjórar góðar kennslustofur, góð aðstaða fyrir kennara, tölvuver og mynd- og handíðastofa. Egilsstaðir Nú er verið að byggja við Egils- staðaskóla og er um talsverða stækkun að ræða. Sjö kennslu- stofur munu bætast við þær sem fyrir eru og ein sérkennslustofa en þessar stofur munu ekki kom- ast í gagnið fyrr en næsta haust. Hins vegar verður mikil breyting á vinnuaðstöðu starfsmanna skólans þegar í hausta. Kennarar fá nýja kaffistofu, vinnuaðstaða kennara verður stórbætt og m.a. fá allir kennarar skrifborð til að vinna við og einnig fá þeir tölvu- ver með 5 tölvum til afnota. Reyðarfjörður I sumar var unnið að endurbót- um á gamla skólahúsinu (1962) á Reyðarfirði og var húsið klætt að utan og gert við múrverk. Nú er svo verið að vinna að teikn- ingum á viðbyggingu sem á að hýsa bókasafn, tónskóla og nýjar kennslustofur. Hins vegar verða teikningar ekki fullkláraðar og framkvæmdir ekki hafnar fyrr en ljóst verður hvort stóriðjufram- kvæmdir hefjist á Reyðarfirði Madda í Steini« Myndiistarsýning í Steininum Neskaupstað dagana 14. og 15. nóvember Húsið er opið frá kl: 15:00 til 19:00 báða dagana Allir velkomnir næstu árin. Að sögn Þórodds Helgasonar, skólastjóra, er þó orðið ljóst að stækka þarf núver- andi húsnæði, því ekki má fjölga mikið í árgöngum til að einsetn- ing verði ómöguleg sökum pláss- leysis. Eskifjörður Á Eskifirði er byrjuð vinna við fyrsta áfanga viðbyggingar við grunnskólann og verður nýja byggingin um 1600 fm. full- kláruð. Stærstur hluti viðbygg- ingarinnar verður á tveimur hæðum en einhver hluti hennar á þremur. í þeim hluta sem byggð- ur er nú verður bæjar- og skóla- bókasafn, tónlistarskóli, skóla- eldhús og þrjár kennslustofur. Að sögn Hilmars Sigurjónsson- ar, skólastjóra, er fyrst og fremst verið að stækka skólann með væntanlega einsetningu hans í huga og segir Hilmar að hið nýja hús muni færa skólann inn í nútímann og vonandi eitthvað inn í framtíðina. Neskaupstaður Fyrsti áfangi viðbyggingar við Nesskóla er nú langt kominn og verður hann tekinn í notkun fyrir jól. Norðurhluti hússins var nán- ast algerlega endurbyggður og ofan á hann var svo reist ný hæð. I þessum nýja hluta verður stórbætt vinnuaðstaða fyrir kennara skólans ásamt tölvuveri og ein ný stofa til viðbótar við þær sem fyrir voru. Þessi fyrsti áfangi munu kosta um 60 milljónir. Framkvæmdir við nýja viðbyggingu hefjast svo á næsta ári en sú bygging verður á fimm hæðum, um 3000 fm. að flatar- máli og mun kosta um 300 millj- ónir. Að sögn Einars Sveins Árnasonar, skólastjóra, verður mikill léttir að fá þennan fyrsta áfanga afhentan því vinnuað- staða kennara hefur verið nánast engin í haust og kennsla hefur farið fram á fjórum stöðum í bænum. Að sögn Einars Sveins er nauðsynlegt fyrir skólann að komast í stærra húsnæði því stöðugt sé verið að bæta við tím- um og ómögulegt sé að verða að reka tvísetinn skóla frá 8 á morgnana til 17 á daginn. Ein- setinn skóli krefst svo að sjálf- sögðu stærra húsnæðis og því verður nýja byggingin kærkomin. Fáskrúðsfjörður I sumar voru gerðar breytingar innanhúss í Gmnnskóla Fáskrúðs- fjarðar og var vinnuaðstaða ke- nnara bætt til muna. Fyrirhug- aðar eru frekari framkvæmdir við skólann og stendur til að Bæjarbókasafnið var flutt út úr skólahúsinu og urðu þar til tvær nýja skólastofur. Einnig var komið upp nýju tölvuveri og nýju skólabókasafni. Til eru teikningar af viðbyggingu við skólann en ekki er ljóst hvemær hægt verður byggja við. Hornafjörður Hornfirðingar vígðu nýtt skóla- hús Hafnarskóla í janúar síðast- liðnum og er það allt hið glæsi- legasta. Húsið er um 1000 fm. að stærð og endanlegur kostnaður við það verður um 115 milljónir króna. Einnig hafa verið fram- kvæmdir við Nesjaskóla, en þar var byggð ný kennslustofa við skólann og kostuðu þær fram- kvæmdir 8 milljónir króna. Svona mun Grunnskóli Eskifjarðar líta út eftir að viðbyggingin er fullkláruð, en liún verður um 1600fm. stækka hann, en ekki er enn orð- ið ljóst hvenær ráðist verður í þær framkvæmdir. Breiðdalsvík Grunnskólinn á Breiðdalsvík er í húsi sem tekið var í notkun árið 1992 og hefur skólinn verið ein- settur síðan, enda aðstað öll til fyrirmyndar. I sumar var hins vegar gengið frá lóðinni í kring- um húsið og voru það nokkuð miklar framkvæmdir á mæli kvarða Breiðdælinga eða upp á 7,5 milljónir. Lóðin er nú fullfrá- gengin og ættu Breiðdælingar að vera vel settir með skólahúsnæði næstu árin. Djúpivogur í Gmnnskólanum á Djúpavogi var ráðist í breytingar innanhúss. Rjúpnaveiðibann Öll meðferð skotvopna, þar með talin rjúpnaveiði, er stanglega bönnuð í landi jarðanna Fannardals og Efri-Miðbæjar án leyfis landeigenda Landeigendur Einnig hefur verið unnið við endurbætur á Heppuskóla í ár. Hornfirðingar hafa því verið sérlega duglegir við að stækka og endurbæta skólahúsnæði sitt og er búið að einsetja alla skóla í sveitarfélaginu. Skólamál eru byggðamál Að sögn Einars Más Sigurðar- sonar, forstöðumanns Skóla- skrifstofu Austurlands, er ánæ- gjulegt að sveitarfélaögin skuli standa svo vel að skólabygg- ingum og vinna þannig eftir þeim lögum sem sett hafa verið um skólahald og sé greinilegt að þau hafi áhuga á að bæta skóla- starf í fjórðungnum. Einsetningu á að ver lokið árið 2004 og segir Einar Már ljóst vera að Austfirð- ingar muni ljúka henni miklu fyrr. Einar Már telur að þessi áhugi sveitarfélaganna sé hluti af jákvæðu hliðinni á því að færa grunnskólana yfir til sveitarfél- aganna. Einar Már telur að menn séu að átta sig á því hversu stórt byggðamál það sé í raun og vem að hafa góða skóla í fjórðung- num. Einar Már telur að við eigum að geta staðið höfðuborg- arbúum framar hvað varðar skólastarf og í ljósi vaxandi mikil- vægis menntunar geti það orðið mjög mikilvægt fyrir fjórðunginn ef það gengur eftir.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.