Austurland - 12.11.1998, Blaðsíða 8
Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins,
stofnað 1951
Nærf«r'’#UVW,úrv4li
a\\a daga frá kl.10.o0-j9
NESBAKKI
@477 1609 og 897 1109
Austuriand
Neskaupstað 12. nóvember 1998. Verð í lausasölu kr. 170.
/ síðustu viku fengu nemendur í 8.-10. bekk Nesskóla að
kynnast sjómennsku í návígi með því að fara í stutta ferð
með skólaskipinu Dröfn, en það er gert út af Hafrannsóknar-
stofnun og Fiskifélagi Islands og er œtlað til þess að kynna ung-
viði landsins undirstöðuatvinnuveginn. Nemendunum gafst tœki-
fœri til þess að skoða skipið hátt og lágt, kynnast siglingartœkjum
þess og notkun sjókorta. Börnunum voru sýnd öryggistœki og
björgunarbúnaður og sagt frá mismunandi tegundum skipa og
báta og veiðiaðferðir þeirra kynntar. Nemendur fengu eiitnig að
taka þátt í veiðum og þau feiigu sjálf að gera að aflanum og fara
með hann heim í soðið. Þau fengu einnig innsýn í störf fiski-
frœðinga. Eins og sjá má á myndinni hér til liliðar skemmtu
krakkarnir sér prýðilega í veiðiferðinni.
Síld veiðist í flottroll
Nokkru af síld hefur verið land-
að í Austfjarðahöfnum í vikunni
og hefur sú síld veiðst í flottroll.
Notkun flottrolla við síldveiðar
hefur verið bönnuð, en leyfi
fékkst loks á dögunum og fóru
þá strax nokkur skip að prófa
þau. Sfldin hefur legið svo djúpt
að ómögulegt hefur reynst að ná
henni í nót og því er gleðiefni að
bátunum hafi nú verið gert kleift
að nota troll. Beitir landaði
tveimur förmum af síld sem
veiddist í troll, í Neskaupstað,
500 og 200 tonnum og var sú
sfld öll verkuð til manneldis.
Huginn landaði um 300 tonnum
af síld á Seyðisfirði og fór stór
hluti hennar í söltun. Nokkru af
loðnu hefur verið landað í
Austfjarðahöfnum og kolmunni
veiðist enn ágætlega. Annars
hefur verið nánast stöðug bræla
síðustu vikuna og hún hefur gert
erfitt fyrir um veiðar.
Egill Jónsson
hættir
Egill Jónsson, efsti maður á
lista Sjálfstæðisflokksins í
Austurlandskjördæmi ætlar
ekki að gefa kost á sér í al-
þingiskosningunum í vor. Arn-
björg Sveinsdóttir, þingmaður
frá Seyðisfirði, sem var í öðru
sæti listans, Ólafur Ragnars-
son, sveitastjóri á Djúpavogi,
sem var í því llmmta og Albert
Eymundsson, skólastjóri á
Höfn, hafa þegar gefið kost á
sér í fyrsta sæti listans. Fram-
boðsfrestur rennur út 28. þessa
mánaðar en prófkjör fer fram
16. janúar.
Öllu starfsfólki Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað var
síðastliðinn föstudag gefinn kostur á að láta bólusetja sig gegn
inflúensu. Það voru starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar í
Neskaupstað sem sáu um bólusetninguna. A myndinni hér að
ofan sést Guðríður Sigurðardóttir, hjákrunarfrœðingur, þar sem
hún er í óða önn að stinga einn af hinum 38 erlendum
verkamönnum SVN. Ljósm. Eg.
DROFN
RARIK skoðar virkjunarmögu-
leika á Austurlandi
Rafmagnsveitur ríkisins, Rarik,
huga nú að tveimur virkjunum á
Austurlandi. Annarsvegar er um
að ræða Gilsárvatnavirkjun á
Fljótsdalsheiði og hins vegar
Fjarðarárvirkjun í Seyðisfirði.
Rarik hefur þegar sent iðnaðar-
ráðherra bréf þar sem óskað er
eftir heimild fyrir áðurnefndum
virkjunum. Ef svar ráðherra verð-
ur jákvætt yrði næsta skref í mál-
inu formleg leyfisbeiðni fyrir
framkvæmdunum ef frekari
athuganir leiða í ljós að virkjan-
imar geta leitt til lækkunar á orku-
öflunarkostnaði fyrirtækisins.
„Við óskuðum eftir að iðn-
aðarráðherra beitti sér fyrir því á
Alþingi að Rarik fengi virkjun-
arheimild fyrir Fjarðarárvirkjun
í Seyðisfirði annars vegar og
hins vegar Gilsárvatnavirkjun á
Fljótsdalsheiði" sagði Steinar
Friðgeirsson, framkvæmdastjóri
tæknisviðs Rarik, í samtali við
blaðið.
„Um er að ræða virkjanir sem
hugsaðar eru fyrir okkar markað
en eigin framleiðsla á rafmagni
er ekki nema 15% af heildar-
orkuþörf Rarik. Hugsunin er að
auka eigin hlut í rafmagnsfram-
leiðslu í framtíðinni og búa okk-
ur þannig undir að taka þátt í
markaðsvæðingu og samkeppni
sem blasir við“.
Um er að ræða gríðarlegar
framkvæmdir; Fjarðarárvirkjun
yrði 20 megavött að stærð og
orkugeta hennar yrði um 120
gígavattsstundir og áætlaður
kostnaður við virkjunina eru
rúmir þrír og hálfur milljarður á
verðlagi janúar 1998. Gilsár-
vatnavirkjun er töluvert stærri
framkvæmd en hún yrði um 50
megavött að stærð og orkugeta
hennar 295 gígavattsstundir á
ári. Kostnaður við hana er áætl-
aður rúmir sjö milljarðar á verð-
lagijanúar 1998.
En myndu þessar virkjanir
leiða til lœgra orkuverðs?
„Við sjáum fram á að með
því að fara út í eigin virkjanir þá
eigum við möguleika á að lækka
orkuverð miðað við það verð
sem er frá Landsvirkjun í dag.
Astæðan fyrir því að við erum að
skoða þessa kosti er að með
þessu sjáum við möguleika á að
lækka orkuverð í heild“, sagði
Steinar að lokum.
Slippfélagið
Málningarverksmiðja SÍMI: 588 8000
Fagþjónusta í áratugi
Nýsmíði úr stáli SVN Vélaverkstæði W 477 1603