Austurland


Austurland - 03.12.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 03.12.1998, Blaðsíða 1
usturland 48. árgangur Neskaupstað, 3. desember 1998. 43. tölublað. Kynningarhátíð Sam- fylkingarinnar um helgina Samfylking félagshyggjufólks mun bJása til kynningarhátíðar á Reyðarfirði á sunnudag, en þar á að kynna framboðslista fylking- arinnar á Austurlandi. Þetta verður fyrsti fullkláraði Sam- fylkingarlistinn á landinu og er því um stóra stund að ræða. Á fundinum munu frambjóðendur listans kynna framtíðarsýn Sam- fylkingarinnar fyrir Austfirðing- um. Lífleg skemmtiatriði verða á hátíðinni, Bjarni Þór, Heiðrún Helga og Magnús Ásgeirsson munu troða upp með tónlistarat- riði og Óttar Guðmundsson verð- ur með upplestur. Sérstakir há- tíðargestir verða þau Margrét Frímannsdóttir, formaður Al- þýðubandalagsins, Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðu- flokksins og Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, varaþingkona Kvenna- listans. Fundarstjóri verður Smári Geirsson en hátíðin hefst kl: 16:30. Um síðustu helgi var kveikt ájólatrénu við verslun Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum. Tréð mun vera hœsta jólatré fjórðungsins, eða um 13 metrar á hœð. Fjöldi fólks var viðstaddur þegar kveikt var á trénu og héldu Grýla og Jólakötturinn uppi fjöldasöng og skemmtun, yngstu kynslóðinni og reyndar mörgum þeirra fullorðnu, til óblandinnar ánœgju. Formaður S. Afríska Rauða krossins í heimsókn Samstarf milli Austurlands og S-Afríku Rauði krossinn á Austurlandi fékk forseta Rauða Krossins í Suður-Afrfku í heimsókn í gær. Hann er hér staddur vegna sam- starfs sem er að hefjast á milli Rauða Krossins á Austurlandi og í West Cape-héraði í Suður- Afríku. Ekki er ljóst hvaða verk- efni verður lögð áhersla á, en af nógu er að taka. Atvinnuleysi er mikið í West Cape og stór hluti íbúa er smitaður af HlV-veir- unni og þeir sem eru smitaðir fá ekki sömu þjónustu og aðrir. Ungmenni eiga litla möguleika á menntun og enn gætir eftirkasta aðskilnaðarstefnunnar. Með í för afríska formannsins hingað aust- ur voru formaður og fram- kvæmdastjóri Rauða kross Islands. Þeir heimsóttu sveitar- félag 7300, Fáskrúðsfjörð og Hérað og voru ýmsar stofnanir og fyrirtæki heimsótt, þ.á.m. Síldarvinnslan, Verkmenntaskóli Austurlands, Grunnskóli Reyðar- fjarðar, Sjóminjasafn Austur- lands o.fl. Formaðurinn sat svo fundi með deildum Rauða kross- ins á Austurlandi til að ræða hvernig samstarfsi framtíðarinn- ar verður háttað. Jólablað 1998 Við hjá Austurlandi erum nú komin á fullan skrið í jólaundirbúningi. Næsta blað verður jólablaðið sem kemur úr þann 17. desember. Eins og venja er verður jólablaðið stórt og mikið og fullt af skemmtilegu efni til að Iesa yfir hátíðamar. Athugið að vegna undirbúnings jólablaðs kemur Austurlandi ekki út næstkomandi fimmtudag. Umferðarslys í Neskaupstað LOGMENN AUSTURLANDIehf. Adolf Cuðmundsson - Helgi Jensson Hilmar Gunnlaugsson - Jónas A Þ Jónsson Kaupvangur 2, 700 EgilsstaSir logmenn@austurland.is www.austurland.is/logmenn sími:470-2200 fax.470-2201 Umferðarslys varð í Neskaup- stað á sunnudagsmorguninn er bifreið var ekið ofan í gilið við heimavist Verkmenntaskóla Aust- urlands. Ökumaðurinn er talinn hafa farið of hratt í beygju efst í Nesgötunni, mætt bíl í beygjunni og misst stjórn á bifreið sinni með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaðurinn slasaðist ekki alvarlega þrátt fyrir að hafa ekki verið í öryggisbelti og slapp hann með skurði í andliti og minni- háttar höfuðáverka. Bifreiðin er talin gjörónýt. Þetta er önnur bifreiðin á nokkurra mánaða tímabili sem lendir ofan f gilið og vekja þessi óhöpp upp spurn- ingar um hvort ekki eigi að setja á ný hraðahindrun í Nesgötuna, en ein slík var fjarlægð á þessu ári vegna malbikunarframkvæmda. Að sögn lögreglu hefur hraða- akstur verið mikill á Nesgötunni eftir að hraðahindrunin var fjar- lægð os eru dæmi um að öku- menn hafi verið stöðvaðir á yfir hundrað kílómetra hraða á klukkustund. Bifreiðinni var ekið út af í beygjunni, en hún stöðvaðist ekkifyrr en hún var komin upp í mitt gilið. Eins og sjá má á myndinni var bifreiðin afar illafarin. 1^1 Fy ORYGGI nr bílinn Tilboð SWSSMISSM^C^ fyákl. 10 - 18 jfyþ m 4771301

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.