Austurland - 03.12.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
3
Eru Austflrðingar að sklptast
í tvær fylkingar?
Um helgina var haldinn fundur Félags um verndun hálendis Aust-
urlands. Einn dagskrárliður fundarins var erindi Sigurborgar
Hannesdóttur; athyglisvert erindi þar sem m.a. bent var á öfgana sem
komnir eru í umræðu um virkjanir og stóriðjumál. Austurland hitti
hana að máli og ræddi aðeins um þessa hlið málsins.
Umskiptin:
„Upp á síðkastið hafa orðið ótrú-
leg umskipti í umræðu um þessi
mál, bæði hér fyrir austan og á
landsvísu“, sagði Sigurborg í
samtali við blaðið. „Þegar við
skoðum það nánar, er greinilegt
að andstöðuraddir við virkjanir
norðan Vatnajökuls og frekari
stóriðju Islendinga, verða stöð-
ugt fleiri og háværari. Með því
að andstaðan verður fyrirferðar-
meiri, hefur margt breyst í
umræðunni hér fyrir austan. Það
er gagnrýnt að umræðan skuli
hafa færst suður - sem hljómar
eins og við Austfirðingar ættum
að geta ráðið ráðum okkar um
þessi mál, án þess að það komi
öðrum landsmönnum nokkuð
við. A sama tíma hefur umræðan
orðið persónulegri. Þó svo að um
30% Austfirðinga séu andvígir
áformum um virkjanir og
stóriðju, eru það tiltölulega fáir
einstaklingar sem hafa lýst and-
stöðu sinni eða efasemdum opin-
berlega. Þetta fólk hefur m.a.s.
mátt sæta árásum á persónu sína
og starfsheiður og því er legið á
hálsi að vilja ekki framfarir í
fjórðungnum. Og hvernig til-
finning er það? Allt í einu ferðu
að velta því fyrir þér hverjir séu
„óvinir" þínir. Kunningjar sem
áður heilsuðust í Kaupfélagi
Héraðsbúa, eru hættir að heils-
ast, ef þeir eru á andstæðri skoð-
un. Það verða vinaslit".
Hvar?
„Líklegt þykir mér að þetta sé
Varðandi uppkaup húsa í Neskaupstað
Um alllangt skeið hefur verið
unnið að því að kaupa upp íbúð-
arhúsin vestan Urðarteigs við
Strandgötu og Naustahvamm, 5
íbúðarhús og eina verbúð, sem
þátt í snjóflóðavörnum.
Vegna þessara uppkaupa fór
fram mat á eignunum og voru
matsmenn tveir, einn frá Ofan-
flóðasjóði og einn frá bæjarfé-
laginu. Eigendur einbýlishús-
anna hafa lýst óánægju með nið-
urstöður matsins og óskað eftir
því að það verði endurskoðað.
Eigendur þriggja húsa hafa
alfarið neitað að selja hús sín
fyrir það verð sem þeim hefur
verið boðið en tveir hafa þegar
selt þau.
Undimtaður hefur samkvæmt
samþykktum bæjarstjórnar unn-
ið að því að reyna að finna ein-
hverja lausn í þessu máli og nú
hefur Ofanflóðasjóður fallist á
að matsmenn endurskoði matið
m.t.t. söluverðs húsa í öllu sveitar-
félaginu.
Nokkurs misskilnings virðist
gæta meðal fólks vegna viðtals
sem Ríkissjónvarpið átti við
undirritaðan miðvikudaginn 25.
nóvember sl. Var þar spurt hvort
eigendur ættu að geta keypt sam-
bærilega eign í sveitarfélaginu
fyrir það sem þeim væri boðið.
Eg svaraði því að þeir ættu að
geta það og átti þá við að þeir
ættu að fá það fyrir eignir sínar
sem dygði fyrir sambærilegum
eignum í sveitarfélaginu utan
sms
Hallormsstað
asas
»/.
e
Islenskt
að sjálfsögðu
hættusvæða. Þannig er andi
þeirra laga og reglugerða sem
unnið er eftir við uppkaup húsa.
Þess vegna eru bæjaryfirvöld að
vinna við það að matið verði
endurskoðað.
Guðmundur Bjamason,
bœjarstjóri.
ATH!
Ekki gleyma að fara
með fötin í hreinsun.
Við höfum opið virka
daga frá
kl. 12.45 -16.00
Lækurinn
Egilsbraut
aðallega að gerast á Héraði. And-
staðan er minni niðri á fjörðum
og því er þessi hópur andstæð-
inga ekki eins mikil „ógn“ og
umræðan því ekki eins hörð.
Annarsstaðar í fjórðungnum
(sunnan Breiðdalsvíkur og norð-
an Seyðisfjarðar) er andstaðan
ekki eins virk, þó könnun Gallup
bendi til þess að hún sé þar álíka
mikil og hér á Héraði“.
Tvær fylkingar:
„Ég er hrædd um að Austfirðing-
ar séu að skiptast í tvær fylk-
ingar. Það getur þýtt aukin átök
milli Héraðs og Fjarða og dregið
þar með enn frekar úr möguleik-
unum á að fjórðungurinn vinni
saman að framfaramálum sínum.
Það eitrar mannlegt líf á Austur-
landi. Kostur fámennra samfé-
laga er nálægðin en ef sú nálægð
leiðir til átaka en ekki samvinnu
er voðinn vís. Það eitt getur gert
stað óbyggilegan jafnvel þó þar
sé næg og fjölbreytt atvinna“.
Ekki andstæðingar!
„Sem einstaklingar og Austfirð-
ingar skulum við hafa það í huga
að við erum ekki andstæðingar,
heldur erum við talsmenn and-
stæðra sjónarmiða. Við þurfum
verulega að gæta okkar á því að
falla ekki í þá gryfju að persónu-
gera þessi sjónarmið og stilla
einstaklingum upp sem skotmörk-
um. Það mun ekki breyta neinu
um þá áherslu á umhveiTismál
sem við erum að sjá aukast á
heimsvísu, en það mun breyta
öllu fyrir okkur sent hér búum
og okkur sem einstaklinga. Það
mun breyta öllu til hins verra.
Við getum haft ólíkar skoð-
anir á áformum um virkjanir og
stóriðju á Austurlandi og þær
skoðanir verðum við að virða.
Sérstaklega vegna þess að þegar
upp er staðið eru það ekki við
Austfirðingar sem tökum endan-
legar ákvarðanir um hvort eitt-
hvað verður af þessum fram-
kvæmdum. Að mínu mati er í
dag mikilvægast að hafa hugfast,
hvar í hópi sem við stöndum, að
lyfta umræðunni upp á máiefna-
legt plan og varast persónuleg
átök. Aðeins þannig getum við
staðið vörð um byggð á Austur-
landi.“
EftírtAlbAr vcrslcMiir í NcskAvipstAö
vcr&A opmr í bcscmbcr scm licr sc^ír:
Laugardaginn 5.
Laugardaginn 12.
Föstudaginn 18.
Laugardaginn 19.
Sunnudaginn 20.
Þorláksmessu 23.
Aðfangadag 24.
desember frá kl.l 1.00 - 16.00
desember frá kl. 11.00 - 18.00
desember frá kl. 09.00 - 19.00
desember frá kl. 11.00 - 18.00
desember frá kl. 11.00- 16.00
desember frá kl. 09.00 - 23.00
desember frá kl. 09.00- 12.00
ýt<
Súnbúðin
Hafnarbraut 6. Neskaupstað
Sírni 477 1133
0?ö*tclcciAú&
S-177 1515 NcxlintipstuA
«476143.? Ksunrði Verslunin Kristal
LAUFSKÁLINN
Nesgötu 3 • 740 Neskaupstað
« 477 1212
HRAÐ mynd'
Egilsstöðum 8 471-1777
Nú er rétti tíminn til aö velja mynd í jólakortið
Hynd
Gæðastækkanir eftir [jósmyndum*eFtn mynd
Frábær leið til að gera meira úr uppáhaldsmyndunum
þínum á fljótlegan og einfaldan hátt/ með Kodakmyndbreytinum
Einstök íeið til að stækka
03 hressa upp á gömlu myndimar
Kodak
Opnunartími:
mánud.-fimmtud.
kl. 9-12:10 og 12:50-18.
Föstud. kl.9-12:10 og
12:50-19.
Laugard. kl.10-14.