Austurland


Austurland - 03.12.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 03.12.1998, Blaðsíða 8
Tilboö Léttreyktur lambahryggur Svínarifjasteik Lindukonfekt 1 kg. kr. 1.698,- Tilboé á bökunarvörum Urval af jólaseríum ., a\tó daga frá kl.io,00 oV'° • NESBAKKI @477 1609 og 897 1109 'o Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Austurland Neskaupstað 3. desember 1998. Verð í lausasölu kr. 170. NorðfjarðarkirKja fær veglega gjöf Síðastliðinn sunnudag var Norð- fjarðarkirkju færð vegleg gjöf. Um er að ræða fjölnota kerta- stjaka, sem hægt er að nota bæði sem aðventukrans og einnig sem bænakertastand. Það voru hjónin Guðmundur Stef- ánsson og Dagmar Þorbergsdóttir og dætur þeirra, Mar- grét, Guðrún og Elín sem gáfu stjak- ann í minningu son- ar þeirra og bróður, Guðmars Guð- mundssonar, sem dó fyrir aldur fram árið 1987. A stjakann er rit- að vers úr 23. Davíðssálmi: „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig“. Það voru gefendurnir sjálfir sem völdu versið. Það var Hlynur Halldórsson, Miðhúsum á Austur-Héraði, sem smíðaði gripinn. Gefendur ásamt séra Þorgrími Daníelssyni við gripiitit góða Karlar tapa, konur vinna Gengi Þróttar í blakinu er enn sveiflukennt. Karla- og kvenna- lið Þróttar léku við nafna sína frá Reykjavík um síðustu helgi og má með sanni segja að árangur okkar fólks hafi verið kynskipt- ur. Karlarnir töpuðu báðum sín- um leikjum 3-0 og náðu þeir engan veginn að standa uppi í hárinu á Þrótti Reykjavík sem er með mjög sterkt lið að vanda, en þeir hafa verið Islandsmeistarar síðustu árin. Hins vegar gekk kvennaliðinu mjög vel og rúllaði það auðveldlega upp reyk- Valaskjálf selt? Nokkur kauptilboð hafa borist í Valaskjálf á Egilsstöðum. Stjórn hlutafélagsins sem á húsið, hefur lagt til að einu þeirra verði tekið og verður það því selt ef hluthafar sam- þykkja tilboðið. Að sögn Guð- mundar Steingrímssonar, sem situr í stjórn félagsins kom tilboðið frá aðila innan Héraðs. Austurlandsriðill íslaiidsmótsins í innanhússknattspyrnu var leikinn um helgina. í Neskaupstað mœttu ungmenni frá sjö liðum til keppni í fimmta flokki og sex lið íþriðja flokki. Ljósm. as Islandsmótið í innanhúsknattspyrnu vískum Þróttarstelpum, en okkar konur unnu báða leikina 3-0. Keppni í Austurlandsriðli Islands- mótsins í innanhúsknattspyrnu hófst um síðustu helgi. I Neskaup- stað var keppt í 5. og 3. flokki karla. I 5. flokki voru lið frá sjö félögum og var þeim skipt í tvo riðla. I A riðli var Austri í fyrsta sæti, Höttur í öðru og Huginn í þriðja sæti. I B riðli var Neisti í fyrsta sæti; Þróttur í öðru, Leiknir í þriðja og Valur í fjórða sæti. Til úrslita léku Austri og Neisti, og sigraði Neisti 1-0 í spennandi leik. Um þriðja sætið léku Höttur og Þróttur og fór sá leikur 3-1 fyrir Hött. Um fimmta sætið léku Leiknir og Huginn og sigraði Leiknir 4-0. Það verður því Neisti frá Djúpavogi sem verður fulltrúi Austurlands í Rekstur Hulduhlíðar tryggður Heilbrigðis- og tryggingaráð- herra hefur nú gert þjónustu- samning við öldrunarheimilið Hulduhlíð á Eskifirði. Að sögn Ama Helgasonar, framkvæmda- stjóra heimilisins, er þetta mikill léttir, því rekstur heimilisins hefur ekki staðið undir sér með daggjöldum sem hingað til hafa verið greidd fyrir vistun og hefur bæjarfélagið þurft að hlaupa undir bagga. Að sögn Áma mun heimilið fá tæpar 52 milljónir árlega til að standa undir rekstr- inum og með því ætti að vera hægt að reka það taplaust. Samn- ingurinn gerir ráð fyrir 17 full- um vistrýmum og einu dagvistar- rými fyrir MS-sjúklinga. úrslitakeppni íslandsmótsins eftir áramót. Sex lið mættu til leiks í 3. flokki karla og var hörku keppni milli Hugins og KVA um fyrsta sætið. Lokastaðan var sú að liðin voru jöfn með þrettán stig, unnu fjóra leiki og gerðu eitt jafntefli. Huginn var hinsvegar með betri markatölu sem nam tveimur mörk- um og kemst því í úrslitin. í þriðja sæti var Þróttur með 6 stig en betri markatölu en Höttur og Einherji sem einnig hlutu sex stig. Neisti var svo í sjötta sæti. Á Fáskrúðsfirði var keppt í 2. og 3. flokki kvenna. í 3. flokki sigraði Þróttur, hlaut 12 stig, vann fjóra leiki og tapaði einum leik. Saumum og lagfærum c,eq\dúkaS " toSamba«o3 'e,f,ð upp/ýs/ngg 9 NETAGERÐ FRIÐRIKS VILHJÁLMSSONAR Tel: +354 477 1439/1339 Fax: +354 477 1939 Búum til og lagfærum yfirbreiðslur yfir t.d.: -Tjaldvagna -Grill -Gúmmíbáta og margt fleira Slippfélagið Málningarverksmiðja SIMI: 588 8000 1 Nýsmíði úr járni og áli SVN Vélaverkstæði M 477 1603

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.