Austurland


Austurland - 03.12.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 03.12.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 Vangaveltur Magnús Ásgeirsson veltir vöngum yfir andstöðu við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Reykvíkingar komnir sanian til að horfa á náttúru íslands í bíó Fyrir forvitnissakir var ég stadd- ur á fundi í Háskólabíó fyrir stuttu þar sem mótmælt var "eyðilegg- ingu hálendisins". Engin mál- efnaleg umræða var á fundinum heldur eingöngu einhliða áróður sem beint var gegn virkjunar- framkvæmdum. Rangtúlkanir og blekkingar einkenndu fundinn. Á fundinum var dreift bæklingi sem á stóð "Verndum hálendi íslands eða/ og hættum að drepa börn - Ein af afleiðingum viðskiptabannsins á írak." Fyrirgefið þótt ég sjái ekki alveg samhengið þarna á milli. "Björgum hálendinu! Gegn eyði- leggingu miðhálendisins!" Bara þessi slagorð misbjóða skyn- sömu fólki. Þarna er gefið í skyn að allt miðhálendið hverfi undir miðlunarlón. Hið sanna er að öll miðlunarlón sem nú prýða land- ið auk lóna vegna Fljótsdals- og Kárahnjúkavirkjunar taka innan við 1 % af flatarmáli landsins. Allan fundin voru myndir sýndar á breiðtjaldi af fallegri íslenskri náttúru og jafnvel birtar myndir af ungviði dýra og gefið í skyn að fyrirhugaðar framkvæmd- ir beindust sérstaklega gegn þeim. Þetta heitir að spila með til- finningar fólks og er baráttuað- ferð sem Greenpeace hefur notað með góðum árangri í gegnum árin. Um helgina bárust síðan frétt- ir af því að grænfriðungum hefði borist óvæntur stuðningur (flest erum við umhverfissinnar, en öfgafulla umhverfissinna kýs ég að kall grænfriðunga). Tveir heimspekinemar við H.í. ætla að nærast eingöngu á grænmetis- soði í nokkra daga til að "mótmæla virkjun hálendisins". Þetta hlýt- ur að vera ómetanlegur stuðning- ur og gott innlegg í baráttu græn- friðunga! Verst er að Háskólinn virðist styðja þetta "megrunará- tak" með því að leggja til hús- næði undir herlegheitin. Kjarnorkuver í Reykjavík vs. virkjun á Austurlandi? Forsprakki fundarins, Guð- mundur Ólafsson, talaði um að íslendingar ættu að nota aðrar leiðir til orkuöflunar en að sökkva landi, en nefndi svo engin dæmi. Hann á kannski við kjarnorku- ver, olíu-eða kolaorkuver? Aust- firðingar gætu e.t.v. notað há- hitasvæðið í Kverkfjöllum og byggt þar stórt varmaorkuver, ef menn telja það betri lausn en að nýta vatnsorkuna. I baráttu sinni gegn nýtingu vatnsorku eru íslenskir grænfrið- ungar á öndverðum meiði við kollega sína víðast hvar í heim- fitvinnci Aðstoðarmann vantar á Tannlæknastofu Pálma í Neskaupstað Upplýsingar gefur Pálmi í síma 477 1 88Q og 477 1888 Síðasta ferð fyrir jól er þriðjudaginn 22. desember Ein ferð verður þriðjudaginn 29. desember Fyrsta ferð eftir áramót verður föstudaginn 4. janúar Viggó? Vöruflutningar <S> 477-1190 inum. Eitt meginstef grænfrið- unga í Bandaríkjunum þessa dag- ana er barátta fyrir "green el- ectricity", þ.e.a.s. rafmagni sem framleitt er með náttúrulegri endurnýjanlegri orku. Þar berjast menn fyrir vatnsaflsvirkjunum og eru að færa fórnir sem gera okkar virkjunarvandamál hlægi- lega smá. Af umræðunni í Banda- ríkjunum má sjá að helsti bandamaður íslenskra grænfrið- unga í baráttunni gegn vatnsafls- virkjunum er olíuiðnaðurinn þar í landi! A fundinum var fullyrt að stóriðja og virkjanir myndu fyrst og fremst hafa þau áhrif á þjóð- arbúið að ferðaþjónusta í hinum dreifðu byggðum landsins myndi minnka. Stöðugt er verið að stilla upp þessum atvinnugrein- um sem andstæðum, eins fáran- legt og það nú er. Eitt starf í stór- iðju skapar a.m.k. eitt starf ann- arsstaðar m.a. í þjónustu ýmis- konar. Ferðamönnum fjölgar ár frá ári. Ekki hefur þeim fækkað í Noregi við virkjanir þar og orku- frekan iðnað. Ekki hefur ferða- mönnum heldur fækkað við virkjanir á Suðurlandi og af hverju ætti þeim að fækka við virkjun á Austurlandi? Þvert á móti myndí bættur aðgangur að hálendinu norðan Vatnajökuls samfara virkjunum fjölga ferða- mönnum á svæðinu. Með hálendisgróðri - gegn hreindýrum? Það kom fram á fundinum ein- kennileg rökvilla í hugmynda- fræði grænfriðunga. Þeir halda frammi sjónarmiðum um vernd- un hálendisgróðurs gegn virkj- unum en nefna svo í næsta orði verndunarrök vegna gæsa og hreindýra. Ég veit ekki betur en að þessar tvær skepnur valdi einhverjum mestu gróðurspjöll- um á hálendinu. Síðan nefna græn- friðungar að svæðið geti verið stórkostlegt ferðamannasvæði. Hvar er verndunargildið ef það á að hleypa straum ferðamanna inn á svæðið? Gæsirnar og hreindýrin hverfa eins og dögg fyrir sólu ef ferðamenn hópast inn á svæðið og gróðurinn lætur á sjá undir eins. Ekki misbjóða skynsömu fólki með þessari Okeypis smaar Tapað/fundið Grænt og krómað Weltkrone karlmannsreiðhjól í óskilum. Eigandi hringi í síma 477-1578 eða 477-1568 Til leigu Básar í félagshesthúsunum í Neskaupstað. Uppl. ís. 899-8937 hundalógík. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Segið frekar eins og er: Þið eruð á móti virkjunum og atvinnuuppbygg- ingu á landsbyggðinni! Málflutningur um verndun óspilltrar náttúru virðist ekki eiga allstaðar við, a.m.k. ber lítið á þeirri umræðu á höfuðborgar- svæðinu, um að það beri að vernda það litla sem eftir er af óspilltri náttúru þar. Þar er óspilt náttúra notuð undir blokkir fyrir brottflutta landsbyggðarbúa. Það er ljóst að umhverfisum- ræðan er að komast á hættulegt stig og óvíst er hvar hún endar. Margt bendir til að fiskveiðar verði teknar fyrir næst og erlend- is frá heyrast raddir um að þorsk- inn beri að friða. Við þurfum að vera á varðbergi gagnvart öfga- fullum grænfriðungum því ann- ars endar þetta í sama farvegi og hvalveiðiumræðan. Maðurinn er hluti af náttúr- unni rétt eins og önnur dýr. Byggingar mannana eru einnig hluti af náttúrunni rétt eins og maurabú, beit sauðkindarinnar og göng moldvörpunnar eru það. Skynsamleg nýting endurnýjan- legra auðlinda er undirstaða velferðar mannsins. Orka Aust- urlands er okkar auðlind og nýt- ing hennar er umhverfisvernd í þágu alls mannkyns. Daglegar ferðir Neskaupstaður s. 477 1190 Eskifjörður s. 476 1203 Reyðarfjörður s. 474 1255 Viggó ? Vöruflutningar 0)477 1190 Bláa kirkjan þéttsetin á glæsilegri aðventuhátíð Klukkan 18 á sunnudaginn hófst árviss Aðventuhátíð í kirkjunni. Eftir bjölluforspil bauð sóknar- presturinn, Cecil Haraldsson, fólk velkomið og fagnaði því hversu fjölmennt væri. Hann minnti á traustan og sígildan fagnaðar- boðskap jólahátíðarinnar, sem hvergi væri lfklega fagnað jafn ínnilega og hér á norðurslóðum, þar sem hann brygði kærkomnu ljósi inn í skammdegismyrkrið sem ríkir á þessum árstíma. Einnig minntist presturinn á þá miklu neyð, sem nú rfkir víðs- vegar um heimsbyggðina og mikilvægi þess að styðja við og Orðsending frá Golf- klúbbi Norðfjarðar. Agætu félagar. Nú er hafin vinna við innréttingar á nýja golfskálanum undir stjórn Árna Guðjónssonar, bygg- ingameistar. Unnið verður alla sunnu- daga frá kl.8.30 til kl 13.00 og stundum á kvöldin á virkum dógum. Þess er vænst að allir þeir félagar í G.N. sem tök hafa á leggi hér hönd á plóginn. Markmiðið er að skálinn verði fullgerður næsta vor. Með golfkveðju Formaður styrkja hjálparstarf Þjóðkirkj- unnar og annarra, sem reyna að leggja lfkn við þraut þeirra sem þjást - og benti á að margt smátt gerir eitt stórt. Dagskráin hélt síðan áfram og skiptust á Ritningarlestur og söngur, bæði barna og kirkju- kórsins. Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður, talaði um jólin, bæði jól bernsku sinnar hér á Seyðisfirði fyrr á tíð, þegar jóla- sveinsins í verslunarglugga Guðlaugs kaupmanns á Öldunni var beðið með eftirvæntingu og bar saman við þau jól sem tíðk- ast í nútíðinni. Líklega lýsa bernskujólin fegurst í huga flestra, þrátt fyrir allt. Hópur barna úr tíu til tólf ára bekkjum - TTT hópurinn - flutti helgileik, sem byggist á og túlkar allt jóla- guðspjallið og fæðingu Jesú- barnsins, falleg sýning og stór- vel unnin. Síðan var ljósahátíð, sem börnin framkvæmdu líka með miklum þokka og myndar- skap. Inn á milli þess sem hér er nefnt, var mikið tónaflóð og söng- ur, m.a. söng Rosemary Hewlett og kirkjukórinn og fjölmargir seyðfirskir tónlistarmenn settu sterkt og ánægjulegt svipmót á samkomuna, enda yfirgáfu gest- ir kirkju sína fullir þakklætis með léttu yfirbragði. J.J. Aðventutónleikar í Neskaupstað Kór Norðfjarðarkirkju, ásamt Barnakór Nesskóla og Norðfjarð- arkirkju, heldur sína árlegu aðventutónleika í Norðfjarðarkirkju kl: 20:30 sunnudaginn 6. desember nk. Á dagskránni verða jóla og aðventulög. Stjórnendur kóranna eru Ágúst Ármann Þorláks- son og Elín Jónsdóttir. Undirleik annast Daníel Arason. Að loknum tónleikunum verður boðið upp á kaffi og piparkökur. Aðgangseyrir að tónleikunum eru 1000 kr.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.