Austurland - 03.12.1998, Síða 7
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
7
Vangaveltur
Magnús Ásgeirsson veltir vöngum yfir andstöðu við
atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.
Reykvíkingar komnir saman
til að horfa á náttúru
íslands í bíó
Fyrir forvitnissakir var ég stadd-
ur á fundi í Háskólabíó fyrir stuttu
þar sem mótmælt var “eyðilegg-
ingu hálendisins”. Engin mál-
efnaleg umræða var á fundinum
heldur eingöngu einhliða áróður
sem beint var gegn virkjunar-
framkvæmdum.
Rangtúlkanir og blekkingar
einkenndu fundinn. A fundinum
var dreift bæklingi sem á stóð
“Verndum hálendi Islands eða/
og hættum að drepa börn - Ein af
afleiðingum viðskiptabannsins á
írak.” Fyrirgefið þótt ég sjái ekki
alveg samhengið þama á milli.
“Björgum hálendinu! Gegn eyði-
leggingu miðhálendisins!” Bara
þessi slagorð misbjóða skyn-
sömu fólki. Þarna er gefið í skyn
að allt miðhálendið hverfi undir
miðlunarlón. Hið sanna er að öll
miðlunarlón sem nú prýða land-
ið auk lóna vegna Fljótsdals- og
Kárahnjúkavirkjunar taka innan
við 1% af flatarmáli landsins.
Allan fundin voru myndir
sýndar á breiðtjaldi af fallegri
íslenskri náttúru og jafnvel birtar
myndir af ungviði dýra og gefið í
skyn að fyrirhugaðar framkvæmd-
ir beindust sérstaklega gegn
þeim. Þetta heitir að spila með til-
finningar fólks og er baráttuað-
ferð sem Greenpeace hefur notað
með góðum árangri í gegnum árin.
Um helgina bámst síðan frétt-
ir af því að grænfriðungum hefði
borist óvæntur stuðningur (flest
erum við umhverfissinnar, en
öfgafulla umhverfissinna kýs ég
að kall grænfriðunga). Tveir
heimspekinemar við H.I. ætla að
nærast eingöngu á grænmetis-
soði í nokkra daga til að ”mótmæla
virkjun hálendisins”. Þetta hlýt-
ur að vera ómetanlegur stuðning-
ur og gott innlegg í baráttu græn-
friðunga! Verst er að Háskólinn
virðist styðja þetta “megrunará-
tak” með því að leggja til hús-
næði undir herlegheitin.
Kjarnorkuver í Reykjavík
vs. virkjun á Austurlandi?
Forsprakki fundarins, Guð-
mundur Olafsson, talaði um að
íslendingar ættu að nota aðrar
leiðir til orkuöflunar en að sökkva
landi, en nefndi svo engin dæmi.
Hann á kannski við kjamorku-
ver, olíu-eða kolaorkuver? Aust-
firðingar gætu e.t.v. notað há-
hitasvæðið í Kverkfjöllum og
byggt þar stórt varmaorkuver, ef
menn telja það betri lausn en að
nýta vatnsorkuna.
I baráttu sinni gegn nýtingu
vatnsorku era íslenskir grænfrið-
ungar á öndverðum meiði við
kollega sína víðast hvar í heim-
.. i v ' I .,
inum. Eitt meginstef grænfrið-
unga í Bandarfkjunum þessa dag-
ana er barátta fyrir “green el-
ectricity”, þ.e.a.s. rafmagni sem
framleitt er með náttúrulegri
endurnýjanlegri orku. Þar berjast
menn fyrir vatnsaflsvirkjunum
og eru að færa fórnir senr gera
okkar virkjunarvandamál hlægi-
lega smá. Af umræðunni í Banda-
ríkjunum má sjá að helsti
bandamaður íslenskra grænfrið-
unga í baráttunni gegn vatnsafls-
virkjunum er olíuiðnaðurinn þar
í landi!
A fundinum var fullyrt að
stóriðja og virkjanir myndu fyrst
og fremst hafa þau áhrif á þjóð-
arbúið að ferðaþjónusta í hinum
dreifðu byggðum landsins myndi
minnka. Stöðugt er verið að
stilla upp þessum atvinnugrein-
um sem andstæðum, eins fáran-
legt og það nú er. Eitt starf í stór-
iðju skapar a.m.k. eitt starf ann-
arsstaðar m.a. í þjónustu ýmis-
konar. Ferðamönnum fjölgar ár
frá ári. Ekki hefur þeim fækkað í
Noregi við virkjanir þar og orku-
frekan iðnað. Ekki hefur ferða-
mönnum heldur fækkað við
virkjanir á Suðurlandi og af
hverju ætti þeim að fækka við
virkjun á Austurlandi? Þvert á
móti myndi bættur aðgangur að
hálendinu norðan Vatnajökuls
samfara virkjunum fjölga ferða-
mönnum á svæðinu.
Með hálendisgróðri - gegn
hreindýrum?
Það kom fram á fundinum ein-
kennileg rökvilla í hugmynda-
fræði grænfriðunga. Þeir halda
frammi sjónarmiðum um vernd-
un hálendisgróðurs gegn virkj-
unum en nefna svo í næsta orði
verndunarrök vegna gæsa og
hreindýra. Ég veit ekki betur en
að þessar tvær skepnur valdi
einhverjum mestu gróðurspjöll-
um á hálendinu. Síðan nefna græn-
friðungar að svæðið geti verið
stórkostlegt ferðamannasvæði.
Hvar er vemdunargildið ef það á
að hleypa straum ferðamanna
inn á svæðið? Gæsirnar og
hreindýrin hverfa eins og dögg
lyrir sólu ef ferðamenn hópast
inn á svæðið og gróðurinn lætur
á sjá undir eins. Ekki misbjóða
skynsömu fólki með þessari
Okeypis smáar
Tapað/fundið
Grænt og krómað Weltkrone
karlmannsreiðhjól í óskilum.
Eigandi hringi í síma
477-1578 eða 477-1568
Til leigu
Básar í félagshesthúsunum í
Neskaupstað.
Uppl. ís. 899-8937
hundalógík. Það verður ekki
bæði sleppt og haldið. Segið
frekar eins og er: Þið eruð á móti
virkjunum og atvinnuuppbygg-
ingu á landsbyggðinni!
Málflutningur um verndun
óspilltrar náttúru virðist ekki
eiga allstaðar við, a.m.k. ber lítið
á þeirri umræðu á höfuðborgar-
svæðinu, um að það beri að
vernda það litla sem eftir er af
óspilltri náttúru þar. Þar er óspilt
náttúra notuð undir blokkir fyrir
brottflutta landsbyggðarbúa.
Það er ljóst að umhverfisum-
ræðan er að komast á hættulegt
stig og óvíst er hvar hún endar.
Margt bendir til að fiskveiðar
verði teknar fyrir næst og erlend-
is frá heyrast raddir um að þorsk-
inn beri að friða. Við þurfum að
vera á varðbergi gagnvart öfga-
fullum grænfriðungunt því ann-
ars endar þetta í sama farvegi og
hvalveiðiumræðan.
Maðurinn er hluti af náttúr-
Klukkan 18 á sunnudaginn hófst
árviss Aðventuhátíð í kirkjunni.
Eftir bjölluforspil bauð sóknar-
presturinn, Cecil Haraldsson, fólk
velkomið og fagnaði því hversu
fjölmennt væri. Hann minnti á
traustan og sígildan fagnaðar-
boðskap jólahátíðarinnar, sem
hvergi væri líklega fagnað jafn
innilega og hér á norðurslóðum,
þar sem hann brygði kærkomnu
ljósi inn í skammdegismyrkrið
sem ríkir á þessum árstíma.
Einnig minntist presturinn á þá
miklu neyð, sem nú ríkir víðs-
vegar um heimsbyggðina og
mikilvægi þess að styðja við og
Orðsending frá Golf-
klúbbi Norðfjarðar.
Ágætu félagar. Nú er hafin
vinna við innréttingar á nýja
golfskálanum undir stjórn
Árna Guðjónssonar, bygg-
ingameistar.
Unnið verður alla sunnu-
daga frá kl.8.30 til kl 13.00 og
stundum á kvöldin á virkum
dögum.
Þess er vænst að allir þeir
félagar í G.N. sem tök hafa á
leggi hér hönd á plóginn.
Markmiðið er að skálinn verði
fullgerður næsta vor.
Með golfkveðju
Formaður
unni rétt eins og önnur dýr.
Byggingar mannana eru einnig
hluti af náttúrunni rétt eins og
maurabú, beit sauðkindarinnar
og göng moldvörpunnar eru það.
Skynsamleg nýting endurnýjan-
legra auðlinda er undirstaða
velferðar mannsins. Orka Aust-
urlands er okkar auðlind og nýt-
ing hennar er umhverfisvernd í
þágu alls mannkyns.
Daglegar
ferðir
Neskaupstaður s. 477 1190
Eskifjörður s. 476 1203
Reyðarljörður s. 474 1255
Viggó £
Vöruflutningar
0)477 1190
styrkja hjálparstarf Þjóðkirkj-
unnar og annarra, sem reyna að
leggja líkn við þraut þeirra sem
þjást - og benti á að margt smátt
gerir eitt stórt.
Dagskráin hélt síðan áfram
og skiptust á Ritningarlestur og
söngur, bæði barna og kirkju-
kórsins. Arnbjörg Sveinsdóttir,
alþingismaður, talaði um jólin,
bæði jól bernsku sinnar hér á
Seyðisfirði fyrr á tíð, þegar jóla-
sveinsins í verslunarglugga
Guðlaugs kaupmanns á Öldunni
var beðið með eftirvæntingu og
bar saman við þau jól sem tíðk-
ast í nútíðinni. Líklega lýsa
bernskujólin fegurst í huga
flestra, þrátt fyrir allt. Hópur
barna úr tíu til tólf ára bekkjum -
TTT hópurinn - llutti helgileik,
sem byggist á og lúlkar allt jóla-
guðspjallið og fæðingu Jesú-
bamsins, falleg sýning og stór-
vel unnin. Síðan var Ijósahátíð,
sem börnin framkvæmdu líka
með miklum þokka og myndar-
skap.
Inn á milli þess sem hér er
nefnt, var mikið tónaflóð og söng-
ur, m.a. söng Rosemary Hewlett
og kirkjukórinn og fjölmargir
seyðfirskir tónlistarmenn settu
sterkt og ánægjulegt svipmót á
samkomuna, enda yfirgáfu gest-
ir kirkju sína fullir þakklætis með
léttu yfirbragði. J.J.
fitvinna
Aðstoðarmann vantar
á Tannlæknastofu
Pálma í Neskaupstað
Upplýsingar gefur Pálmi f síma
477 1880 og 477 1888
Síðasta ferð fyrir jól
er þriðjudaginn 22. desember
Ein ferð verður þriðjudaginn 29. desember
Fyrsta ferð
eftir áramót
verður föstudaginn
4. janúar
Viggó Vöruflutningar C3) 477-1190
Aðventutónleikar í Neskaupstað
Kór Norðfjarðarkirkju, ásamt Bamakór Nesskóla og Norðfjarð-
arkirkju, heldur sína árlegu aðventutónleika í Norðfjarðarkirkju
kl: 20:30 sunnudaginn 6. desember nk. Á dagskránni verða jóla
og aðventulög. Stjómendur kóranna eru Ágúst Ármann Þorláks-
son og Elín Jónsdóttir. Undirleik annast Daníel Arason. Að
loknum tónleikunum verður boðið upp á kaffi og piparkökur.
Aðgangseyrir að tónleikunum eru 1000 kr.
Bláa kirkjan þéttsetin á
glæsilegri aðventuhátíð