Austurland


Austurland - 03.12.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 03.12.1998, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 Austurland Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) S 4771383 qg8994363 Blaðamaður: Sigurður Ólafsson S 477 1373 og 895 8307 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. Félagshyggja til framtíðar Núverandi ríkisstjórn hefur setið að völdum í einhverju mesta góðæri sem þjóðin hefur lifað. Undirstöður góð- ærisins voru byggðar í hinum svokölluðu þjóðarsáttar- samningum þar sem hreyfing launafólks færði fórnir til að ná niður verðbólgunni sem sýkti allt efnahagskerfið. Ytri aðstæður hafa síðan gengið til liðs og aukið hagvöxt enn frekar. Ríkisstjórnin hefur ekki notað góðærið til að jafna aðstæður íbúanna heldur þvert á móti aukið mismunun. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart því stefna ríkisstjórnarinnar byggir á stefnu hinnar svokölluðu frjálshyggju. Frjálshyggju, sem telur frelsi fjármagnsins æðra frelsi fólksins og hefur þess vegna m.a. þjappað fjár- magninu á æ færri hendur. Birtingarform frjálshyggjunnar gagnvart íbúum landsbyggðarinnar kemur m.a. fram í þróun byggðanna. Tölur um íbúaþróun undanfarin ár segja það sem segja þarf um stefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkis- stjórnin er ánægð með árangur sinn og ráðherrar hennar fagna honum mjög. Þessi árangur er m.a. sá að aldrei hefur verið meiri straumur fólks frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og hann hefur vaxið stig frá stigi allt kjörtímabil ríkisstjórnarinnar. Á síðustu mánuðum kjörtímabils kemur enn einu sinni fram tillaga frá ríkisstjórn um aðgerðir í byggðamálum. Það er með ólíkindum að alltaf eigi að bjarga málefnum landsbyggðarinnar á síðustu mánuðum kjörtímabils. Reynslan segir að slík pappírsgögn gagnast ekki því þó tillögur séu góðar þá virðist skorta vilja til verka þegar á reynir. Þá er ekki trúverðugt af ríkisstjórn að framkvæma stefnu allt kjörtímabilið sem gengur í grundvallaratriðum gegn hagsmunum landsbyggðarinnar og koma síðan í lok sama kjörtímabils og boða aðrar leiðir til lausnar þeim sama vanda og stefna stjórnarinnar hefur átt þátt í að skapa. Það eru ömurleg örlög Framsóknarflokksins að hafa enn einu sinni lent í klóm Sjálfstæðisflokksins og þannig fjarlægst meir en áður þá félagshyggju sem flokkurinn byggði á. Félagshyggjufólk á ekki lengur samleið með Framsóknarfiokknum því flest bendir til þess að forystu- sveit þess flokks stefni ótrauð að áframhaldandi stjórnar- samstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Ljóst er að fjöldi félagshyggjufólks á landsbyggðinni hefur kosið Fram- sóknarflokkinn í alþingiskosningum en það er m.a. þetta fólk sem getur ráðið hvort hagsmunir landsbyggðarinnar muni ráða för næstu ríkisstjórnar. Með því m.a að þetta félagshyggjufólk noti atkvæðisrétt sinn til að refsa Framsóknarflokknum fyrir samstarfið við Sjálfstæðis- flokkinn má breyta áherslum í íslenskum stjórnmálum og skapa nýja og sterka hreyfingu félagshyggjufólks. Getraunaleikur Þróttar í þriðju viku getraunaleiksins náðu „Gufurnar" að komast í efsta sætið með því að ná 10 réttum á sjálfvalsseðli, en „Sigurjón" sem var í efsta sætinu náði aðeins 8 réttum og féll niður í 2.-4. sætið. Það voru sex hópar sem náðu 10 réttum og meira, þar af einn hóp- ur sem náði 11 réttum. Það var hópurinn „2 undir pari" með Hlyn þjálfara í fararbroddi. Hann hefði kannski átt að skíra hópinn „á pari", og ná 13 réttum. Yfir 30 hópar tippa að staðaldri í hópleikn- um og er Þróttur langsöluhæsta félagið á Austurlandi og lauslega áætlað eru um eitt hundrað manns sem tippa hjá Þrótti að meðaltali í viku hverri. Staða efstu hópa í leiknum er sem hér segir. 1 Gufurnar 29 2-4 3 Fuglar 28 2-4 Sigurjón 28 2-4 Mónes 28 5-6 Skotturnar 27 5-6 West End 27 7-9 Lækurinn 26 7-9 CM2 26 7-9 Skósi 26 Getraunaþjónusta Þróttar er opin föstudaga kl 19.30-21 og Laugardaga kl 10-13. Einnig er hægt að tippa í Lottókassanum í Olís og á Internetinu slóðin er Munið að merkja við hópnúmer ykkar og félagsnúmerið 740 „Fjör á fjölbraut" LL !ffl JL M!^f%,| } .1 tm íj V Nemendur í vélstjórn 1. stigi ásamt kennurum deildarinnar en kennsla ífaginu hófst hjá VA í haust. í haust hófst í fyrsta sinn kennsla í vélstjórn, 1. stigs vélavarðar- nám í verkkennsluhúsi Verk- menntaskóla Austurlands í Nes- kaupstað. Nemendur brautarinn- ar eru átta talsins og koma frá Héraðinu, Stöðvarfirði, Fáskrúðs- firði og Neskaupstað. Unnið var að undirbúningi deildarinnar s.l. sumar af Jóhanni Zoega og Asmundi Þorsteinssyni, málm- iðngreinakennurum, og einnig hafa nemendur deildarinnar tek- ið þátt í að hanna aðstæður og koma fyrir vélum nú á haustönn. Vélstjórnarnám 1. stigs gefur vélstjórnarréttindi á skip með vélar allt að 220 kW og véla- varðarréttindi á önnur skip. Vél- stjórnarnámið verður framvegis í boði á haustönnum skólans og fljótlega verður hafinn undir- búningur að vélstjórn 2. stigs. Síldarvinnslunni h/f er þakkað sérstaklega fyrir stuðninginn við uppbyggingu deildarinnar. Þá luku starfsmenn Loðnu- bræðslu Síldarvinnslunnar fyrri hluta tölvunámskeiðs sem er lið- ur í samstarfi Verkmenntaskól- ans og Síldarvinnslunnar. í und- irbúningi er bræðslunám á fram- haldsskólastigi og fjarkennsla sjávarútvegsbrautarinnar fyrir sjómenn á hafi úti sem að öllum líkindum hefst á vorönn. Um áramótin ljúka 22 nemendur í iðnmeistaranáminu almennum hluta námsins, sem hefur gengið vonum framar og nemendur kom- ið allsstaðar að frá Austurlandi, en lengst hafa þeir komið frá Höfn í Hornafirði. m áramótin Ijúka 22 nemendur í iðnmeistaranáminu almennum hluta námsins, en nemendur koma allsstaðar að af Austurlandi. Starfsemi Loðnubrœðslu SVN hefur tölvuvœðst mjög undanfarin ár. Til að mœta því voru starfsmenn sendir á tölvunámskeið. Það er von okkar sem störfum við Verkmenntaskóla Austur- lands að Austfirðingar styðji vel við bakið á þeirri þjónustustofn- un sem skólinn er og aldrei sem nú er eins mikil þörf fyrir skiln- ing almennings á mikilvægi fram- haldsnáms í fjórðungnum. Það er hart í ári hjá framhaldsskólum fjórðungsins og erfitt um "að- drætti að sunnan" sem koma seint og illa. Starfsfólk Verkmennta- skólans þakkar öllum þeim sem stofnunin hefur haft samskipti við á árinu sem er nú senn lokið og vonast eftir ánægjulegu sam- starfi á komandi árum. Helga Steinsson, Skólameistari ems

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.