Austurland


Austurland - 24.08.2000, Page 1

Austurland - 24.08.2000, Page 1
Skólaskrifastofa Austurlands í Kynningar- skilti vegna Kárahnjúka virkjunar I sumar var komið upp kynn- ingarskiltum fyrir ferðamenn beggja vegna Jökulsár á Brú við Fremri-Kárahnjúk. Skilt- in sýna með skýrum hætti hvernig fyrirhugaðar stíflur og lón Kárahnjúkavirkjunar koma til með að líta út. Þá hefur verið komið upp kynn- ingarskilti í Fljótsdal þar sem stöðvarhús hinnar fyrirhug- uðu Kárahnjúkavirkjunar kemur til með að verða grafið inn í berg. Þessi skilti hafa verið sett upp í tengslum við útgáfu göngu- og ferðakorts sem sýnir ferða- leiðir um öræfín umhverfis Snæfell ásamt fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Kortið var gefið út bæði á íslensku og ensku og hefur hlotið afar góðar viðtökur ferðamanna. Þann 4. júlí sl. samþykkti bæjar- stjórn Austur-Héraðs að segja upp aðild að Skólaskrifstofu Austurlands og gerir bæjarstjóm- in ráð fyrir að uppsögnin taki gildi um áramótin 2001-2002. Á sama fundi samþykkti bæjar- stjórnin að segja upp aðild að samningi um félagsþjónustu Héraðssvæðisins. Skólaskrifstofa Austurlands er byggðasamlag og eiga öll sveitarfélög á Austurlandi aðild að skrifstofunni að undan- skildu sveitarfélaginu Homafirði og Djúpavogshreppi. Ljóst er að uppsögn Austur- Héraðs á aðild að Skólaskrifstof- unni skilur stofnunina eftir í upp- námi enda er Austur-Hérað ann- að stærsta sveitarfélagið sem að- ild á að byggðasamlaginu. Ákv- örðun bæjarstjórnarinnar unt uppsögn mun hafa byggst á áliti vinnuhóps um málefni skóla- og félagsþjónustu á Austur-Héraði en hópurinn komst að þeirri nið- urstöðu að æskilegast væri að sameina skóla-og félagsþjónustu Austur-Héraðs í eina sjálfstæða og öfluga þjónustueiningu sem staðsett yrði heima í héraði. Uppsögn Austur-Héraðs virðist hafa kornið flestum í opna skjöldu. Forstöðumaður og stjóm Skóla- skrifstofunnar vissi ekki að upp- sögn væri á döfinni hvað þá sveitarstjórnarmenn annarra sveitarfélaga sem aðild eiga að Skólaskrifstofunni. Stjórn Skóla- skrifstofunnar hefur harmað mjög ákvörðun bæjarstjómar Austur- Héraðs og bent á að skrifstofan hafi lagt metnað sinn í að þjóna skólum aðildarsveitarfélaganna sem best. Skrifstofan hafi innan sinna vébanda gott og vel mennt- að starfsfólk sem búi yfir mikilli reynslu og þekki vel allar að- stæður á starfssvæðinu. Ymis sveitarfélög hafa ályktað um uppsögn Austur-Héraðs, lýst yfir vonbrigðum með afstöðu bæjarstjórnarinnar og skorað á hana að draga samþykkt sína til baka. Þá hefur framkvæmdaráð og stjórn Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi fjallað um málið og lýst því yfir að afar óheppilegt hafi verið hjá bæjar- stjórninni að segja samningnum einhliða upp án þess að efna áður til nokkurra viðræðna við sam- starfssveitarfélögin í byggðasam- laginu. Þá er blaðinu kunnugt um F ramkvæmdir við Molann í haust uppnámi að forsvarsmenn Fjarðabyggðar og Austur-Héraðs hafi þingað sérstaklega um þetta mál og skipst á skoðunum um það. Blaðið hafði samband við Smára Geirsson, formann Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi, og innti hann eftir því hvort og þá með hvaða hætti sambandið kæmi að þessu máli. Smári sagði að áformað væri að fjalla um skólaskrifstofumálið á aðalfundi santbandsins sem haldinn verður dagana 31. ágúst og 1. september nk. Upplýsti hann að mikilvægt væri að taka málið til umræðu á vettvangi þar sem fulltrúar allra sveitarfélaga sem aðild eiga að skrifstofunni kæmu saman og aðalfundur sam- bandsins gæti einmitt skapað þann vettvang. Sagði Smári að brýnt væri að fulltrúar sveitar- félaganna ræddu samstarfið um Skólaskrifstofuna sem fyrst því hætta væri á að núverandi staða málsins hefði óæskileg áhrif á samstarf sveitarfélaga á Austur- landi almennt. Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands verður haldinn í nóvembermánuði nk. og er talið mikilvægt að þá verði hægt að ræða framtíð Skrifstofunnar eða væntanlegt fyrirkomulag skóla- þjónustu á starfssvæði hennar. Eldur í vélarrumi Jóns Kjartanssonar í allnokkum tíma hefur verið unnið að undirbúningi byggingar verslunar- og þjónustuhúss á Reyðarfirði sem manna á milli hefur gjaman verið nefrit Molinn. Áformað var að hefja fram- kvæmdir við bygginguna á síðasta ári en þeim var þá frestað um tíma. Jóhannes Pálsson hefur verið í forsvari fyrir þessu verkefni og tjáði hann Austur- landi að nú væri unnið að krafti að framgangi málsins og myndu byggingarframkvæmdir við fyrsta áfanga hússins hefjast í haust. Áformað er að reisa húsið á horni Hafnargötu og Búðareyrar og hefur að undanfömu verið unnið að því að tryggja lóð undir það. Fyrsti áfangi hússins verður að minnsta kosti 300 fermetrar að gmnnfleti á tveimur hæðum og er nú unnið að því að teikna húsið en byggingamefndarteikn- ingar þurfa að vera tilbúnar í septembermánuði. I fyrsta áfanga Molans verður fyrirtækið Hönnun til húsa og eins mun Heilsugæslan á Reyðarfirði fá þar starfsað- stöðu. Þessa dagana standa yfir viðræður við fleiri aðila sem áhuga hafa að tryggja sér hús- næði í Molanum og gætu niður- stöður þeirra viðræðna hugsan- lega haft áhrif á stærð fyrsta áfangans. Þann 16. ágúst sl. kom upp eldur í vélarrúmi Jóns Kjartanssonar SU 111 þar sem skipið var á kolmunnaveiðum um 60 sjómílur suðaustur af landinu. Skipverjar brugðust skjótt við, lokuðu vélarrúminu og settu í gang sjálf- virkt halogen-slökkvikerfi. Að- gerðir skipverja báru tilætlaðan árangur og tókst að slökkva eld- inn á tiltölulega skömmum tíma. Skipið var að toga þegar eldur- inn kom upp og féll trollið til botns þegar vélin stöðvaðist. Þegar veiðarfærið var síðan híft kom í ljós að á því voru miklar skemmdir en þó náðust rúmlega 100 tonn af kolmunna sem í því voru. Gott veður var á miðunum þegar eldurinn kom upp og voru skip á svipuðum slóðum tilbúin að koma til aðstoðar ef á hefði þurft að halda. Þegar eldurinn hafði verið slökktur þrifu skipverjar vélar- rúmið eins og hægt var og komu síðan vélinni í gang þannig að skipið gat siglt til heimahafnar á Eskifirði fyrir eigin vélarafli. Að sögn Emils Thorarensen útgerðarstjóra Hraðfrystihúss Eskifjarðar sem gerir Jón Kjart- ansson út var þama um að ræða olíueld í vélarrúminu. Segir Emil að áhöfnin hafi brugðist hárrétt Jón Kjartansson SU111 við og hafi aðgerðir hennar og góður slökkvibúnaður í reynd komið í veg fyrir stórtjón. Hann segir þó tjónið nema einhverjum milljónum króna. Tjáði Emil blaðinu að gera megi ráð fyrir að það taki allt að tíu dögum að lagfæra skemmdir í vélarrúmi skipsins. Ljósm. as

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.