Austurland


Austurland - 24.08.2000, Blaðsíða 7

Austurland - 24.08.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 24. AGUST 2000 7 Islensk stjórnmál á umbrotatímum í krafti stöðu minnar sem for- maður fráfarandi eiganda þessa virðulega blaðs, vil ég nú í sem fæstum orðum gera grein fyrir viðhorfum mínum til þeirra at- burða sem orðið hafa á vinstri væng íslenskra stjómmála allra síðustu árin. Skyggnst um öxl Til að varpa ljósi á nútímann, þarf oft að grípa til söguskýringa. Mér finnst hendi næst að nefna þau fáu ár, sem vinstri flokkar á Islandi höfðu veruleg völd og tækifæri til athafna í þágu vinn- andi fólks, sérstaklega áranna þriggja, sem ríkisstjóm Olafs Jóhannessonar ríkti, 1971-1974. Margt var vel um þá stjórn, en ýmislegt mátti Iíka að henni frnna. Meðal góðverka hennar var að byggja upp byggðastefnu, sem ekki var brotin á bak aftur fyrr en rúmum áratug síðar. Til þess þurfti meðal annars að losa þjóðina við skuldbindingar varðandi land- helgina, sem fráfarandi viðreisn- arstjóm hafði bundið snemma á ferli sínum. Þurfti bæði klóka menn og einarða til að leysa þann Gordionshnút. Fljótlega kom á daginn að mörgum þeim, sem stefndu á frama í skjóli fjármagns þótti mjög að sér þrengt á þessum ár- um. Höfðu þar hæst þeir sem nú skipa æðstu valdastöður landsins og með "samstilltu átaki" hafa þeir nú raskað skiptingu þjóðar- auðsins milli þegnanna með svo afgerandi hætti, að veruleg hætta er orðin á að almúgi þessa lands verði innan tíðar algerlega upp á ölmusu nokkurra stóreignamanna kominn. Afrek auðhyggjunnar Skulu þessari skoðun minni til stuðnings nefnd örfá dæmi: 1. Dýrmætasta auðlind þjóðar- innar, fiskimiðin, eru nú í vax- andi mæli orðin verslunarvara eignafólks, en ekki sú trausta und- irstaða undir velmegun byggð- anna, sem hún hefur verið í gegn- um aldirnar. 2. Margar af mikilvægustu ríkis- stofunum hafa nú verið einka- væddar. I krafti einokunarað- stöðu okra þær nú á landslýð, til þess að hluthafar hafi trygga ávöxtum af eignum sínum. Ekkert bendir til annars en að fyrirtæki þessi muni komast í meirihlutaeign tiltölulega fárra einstaklinga á allra næstu árum. Gildir þetta bæði um banka og þjónustufyrirtæki eins og Lands- símann og Islandspóst. Ekki er rædd sú staðreynd að áður en til einkavæðingar kom átti íslenskur almenningur þessi fyrirtæki óskipt. Eftir einkavæðingu missti mikill meirihluti þjóðarinnar alla aðild að þeim. 3. A Islandi tíðkast nú vaxtastig, sem í nágrannaríkjun- um væri kallað okur. Við þau skilyrði vex öllu eignafólki fiskur um hrygg. Hinum skuldugu, sem eru að hefja ævistarf og stofna heimili er hins vegar lítt mögu- legt að verða bjargálna, nema að baki búi ættarauður eða komist verði í tekjur vel yfir meðallagi. 4. Jafnvel í stjórnkerfinu ríkir óskapnaður, þar sem einstök fá- menn sveitarfélög geta rakað saman tekjum í krafti sérstöðu á meðan önnur hafa ekki mögu- leika á að sinna lögboðnum verk- efnum vegna lágra tekna íbúanna, skuldabagga og vaxtaáþjánar. Þrátt fyrir fullyrðingar vald- hafa um að allir hafi notið ein- hvers góðs af stjómarstefnu þeirra og góðærinu, blasir við sú staðreynd að biðraðir við félags- málastofnanir sveitarfélaga lengj- ast stöðugt og æ stærri hluti af tekjum þeirra renna nú til beinnar félagshjálpar, sem var varla telj- andi fyrir nokkrum árum. Þá hrökklast fólk nú hópum saman frá verðlausum eignum úr blóm- legum byggðum, þar sem þeim hefur verið gert nánast ómögu- legt að hafa lífsframfæri, til þéttbýlli staða þar sem tækifærin bíða, en öryggisleysið og óvissan gætu þó verið á næsta leiti. Lausnir liggja í breyttu umhverfi Og þá má spyrja: Hvað má til varnar verða? Félagshyggjufólk, sem hefur ekki trú á því að hér sé að öllu leyti gengið til góðs, verður að greina vandann. Vissulega lifum við á öld tækniframfara, sem fært hefur okkur mörg skref inn í framtíðina. Tækifærin til betra lífs eru óþrjótandi, en þau eru ekki bundin við einstaklings- gróða eingöngu, heldur ekki síð- ur háð því að fólk nái þroska til að starfa saman með formlegum hætti, þar sem hópurinn vinnur að sameiginlegum markmiðum. Sá sem þetta ritar var fyrrum lítt hrifinn af hugmyndum um sameiningu Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, enda var þá stefna þessara flokka gagnólík og stjóm- arathafnir krata í íhaldsstjómum í hróplegri mótsögn við allt sem kalla mætti félagshyggju eða jafnaðarmennsku. Síðan þá hefur tvennt gerst. 1. Umhverfí í utanríkismálum gerbreyttist í kringum 1990, hef- ur verið að breytast hratt síðan og mun líklega skipta vemlega um svip í náinni framtíð, og er nú svo komið að hvergi í heiminum er mannréttinda og félagslegs rétt- lætis betur gætt en í nágranna- löndum okkar í Vestur-Evrópu. 2. Fyrir kosningar 1995 urðu væringar í Alþýðuflokknum, sem urðu til þess að vinstri sjónar- miða fór að gæta þar, en á því hafði varla örlað öll árin frá þvf ég fékk hvolpavit á pólitík. Þetta tvennt auk stökkbreyttrar eignaskiptingar meðal landsmanna á liðnum áratug tel ég eindregið að kalli á nýtt landslag í pólitík. Stjórnmálaflokkar utan stjórnmála Lengi hefur það tíðkast að landsmenn skipti sér ekki niður í stjómmálaflokka eftir afstöðu sinni til landsmála, heldur eftir eigin efnahag, kunningsskap, búsetu, ætterni og svo mætti lengi telja. Því má í Sjálfstæðis- flokknum fínna fjölmarga sanna vinstri menn á meðan allmargir harðir kapitalistar hafa hreiðrað um sig í vinstri flokkunum. Astæðan, eða öllu heldur afleið- ingin er augljós. Stjómmála- flokkamir eru hættir í stjórnmál- um, þeir em orðnir hagsmuna- félög einstaklinga. Því vitum við mjög lítið fyrirfram um væntan- legar stjómarathafnir nýrrar ríkisstjómar. Það fer eftir því hvaðan ráðherramir eru ættaðir, hvar þeir em búsettir, eða hvar þeir hafa gengið í skóla. Við vitum sem sagt ekkert hvað við erum að kjósa þegar við göngum að kjörborðinu, enda velja margir þann með fallegasta brosið í sjónvarpinu, eða þann sem er bestur í að grilla í flokksferðalögunum. Raunar þarf engan að undra þó að stjómmálaáhugi og kosningaþátttaka fari minnkandi undir þessum kringumstæðum. Tilraun til umbreytinga Segja má að myndun Samfylk- ingarinnar sé tímabær tilraun til þess að fylkja saman fólki, sem á samleið í pólitík í grunnatriðum. Þeir sem að henni standa bera þá Stjóm Eignarhaldsfélagsins Bmnabótafélag Islands hefur ákveðið á gmndvelli samþykkta fulltrúaráðs félagsins að greiða aðildarsveitarfélögum sínum samtals 140 milljónir króna í ágóðahlut í ár. Greiðslan er í samræmi við eignaraðild þeirra að Sameignarsjóði EBI. Aðildarsveitarfélög EBI á von í brjósti að hægt verði að víkja frá þeirri stefnu sem býður heim stjórnlausri misskiptingu án þess að spilla í neinu þeim ávinningi, sem náðst hefur í atvinnulífi á síðustu árum, reyndar bæta hann verulega. Sjálfur hefi ég trú á að tími stjórnmálaforingja með háværar raddir og stór orð muni brátt verða liðinn. Við taki tími leiðtoga sem höfði til skynsemi almennings og séu um leið sjálfir góðar fyrirmyndir til orðs og æðis. Mér þykir fyrir því að ekki varð meiri samstaða innan Alþýðubandalagsins um myndun Samfylkingarinnar en raun bar vitni. Hins vegar er mér jafnhlýtt til allra þeirra sem ég hef átt kost að vinna með á vettvangi stjórnmálanna. Engum hefi ég reynt að telja hughvarf, bæði vegna þess að ég tel mig ekki þess umkominn og vegna hins að vilja og skilning fólks virði ég til fullnustu. Hér að framan þykist ég hafa leitt nokkur rök að minni afstöðu. Eg er þeirrar skoðunar að þeir Alþýðubandalagsmenn, sem ekki hafa treyst sér til að Austurlandi fá greiddar tæpar 16 milljónir króna í sinn hlut. Af því fær Fjarðabyggð rúmar fimm milljónir króna, Seyðisfjarðar- kaupstaður, Austur-Hérað og Hornafjörður rúmar tvær millj- ónir hvert og Búðahreppur rúma eina milljón króna. I samræmi við samþykktir félagsins mælast stjóm og fulltrúaráð EBI til þess Sigurjón Bjarnason ganga til liðs við Samfylkinguna hafí ekki til fulls áttað sig á þeim staðreyndum, sem hér eru að framan taldar. Hvort það gerist í framtíðinni skal ég engu um spá. Mennirnir eru og verða ólíkir, sem betur fer, hugsa eftir ýmsum leiðum og mynda saman fjölbreytt mannlíf. Það breytir þó ekki því að þeir ættu á stundum að finna þann mátt sem samstaðan færir þeim um leið og hægt er með virðingu og skilningi að tryggja það einstaklingsfrelsi sem nefna ber á undan eignarréttinum, það er persónufrelsi og mannréttindi. við sveitarfélögin að þau verji framlaginu meðal annars til for- varna, greiðslu iðgjalda af trygg- ingum sveitarstjórna og bruna- varna í sveitarfélaginu. Ágóðahlutur aðildarsveitarfél- aganna frá EBI hefur orðið tii þess að nokkur sveitarfélög munu endurnýja slökkvibifreiðar sínar á næstunni. Sigurjón Bjarnason Meimprófsbílstjórar og bifvélavirkjar Okkur vantar meiraprófsbílstjóra til aksturs strætisvagna og bifvélavirkja til viðgerða ó stórum bílum sem fyrst. Um framtíðarstörf er að ræða Hagvagnar sjó um akstur 25 strætisvagna ó höfuðborgarsvæðinu og annast allar viðgerðir og viðhald þeirra. Hagvagnar hf. Melabraut 1 8 220 Hafnarfjörður Sími 565 4566 Fax 565 4568 netfang:hopbilar@hopbilar.is Allar nónari upplýsingar vegna meiraprófs- bílstjóra veitir Hrafn Antonsson og Þórður Pólsson vegna bifvélavirkja í síma 565 4566 Sveitarfélög á Austurlandi fá tæpar 16 milljónir króna frá EBI

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.