Austurland


Austurland - 24.08.2000, Blaðsíða 4

Austurland - 24.08.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 24 . AGUST 2000 Austurland Ritstjórn, afgrciðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhorn.is Ritstjóri: Elma Guðmundsdóttir (ábm.) ® 477 1092 og 861 4767 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1571 Útgefandi: Austurland Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Umbrot: Austurland - Prentun: Nesprent hf. Austurland er í Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Einfalt og óbreytt Pólitísk umræða á Islandi er oft á tíðum nokkuð sérstök og á stundum mótsagnakennd. Sjálfstæðisflokkurinn sem á hátíðarstundum boðar frelsi og samkeppni verður með hverjum deginum sem líður líkari alræðisflokki sem hamlar frelsi sem mest hann má og ver fákeppni í stað samkeppni þegar í hlul eiga þeir sem með flokknum standa. Þá hefur flokkur græningja sem í riti og ræðum í útifundarstíl ákallar sérstaka róttækni komið hvað eftir annað fram sem helsti íhaldsflokkur landsins og virðist meginhlutverk flokksins vera að berjast gegn öllum breytingum á samfélaginu. Umræðan um Landsínrann hf. hefur um margt verið upplýsandi um þessa „systurflokka*4. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið afstöðu til mála tengdum Landssímanum útfrá pólitískum hagsmunum flokksins annarsvegar og yfirburða markaðsstöðu fyrirtækisins hinsvegar. Þess vegna vill Sjálfstæðisflokkurinn aðeins breyta þar sem saman fara flokkshagsmunir og þröngir sérhagsmunir fyrirtækisins. Hinn græni flokkur vill hinsvegar engu breyta frekar en fyrri daginn. Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta í Reykjavík telur llokkurinn eðlilegt að bjóða út þá þjónustu sem Landssíminn situr ekki að í borginni og er ekkert tækifæri látið ónotað til að beita fyrirtækinu í pólitískum tilgangi. Hinsvegar þegar kemur að fjarskiptaþjónustu hjá ríkinu, þar sem Landssíminn m.a. vegna yfirburðastöðu sinnar á markaðnum situr einn að þjónustunni, telur ráðherra Sjálfstæðisflokksins enga þörf á að ná hagkvæmari rekstri fyrir ríkissjóð með útboði. Allt er þetta hluti af undirbúningi þess að flokkurinn afhendi vildarvinum fyrirtækið fyrir sem minnst en með sem mestum möguleikum til fákeppni. Flokkur sem þannig hefur komið sér fyrir í kerfinu hefur unnið fyrir löngu fríi frá landsstjórninni. Foringi græningjanna kemur síðan eins og þruma úr heiðskíru lofti og vill vera með í umræðunni um Landssímann en varast að sjálfsögðu að segja nokkuð nýtt. Ber sér á brjóst eins og venjulega og telur sig hinn eina sanna róttækling. En hvert er þá innleggið? Jú, auk þess venjufega að reyna að snúa út úr stefnu þeirra sem tryggja vilja ákveðnar breytingar til framfara um leið og jafnræðis sé gætt - kemur snilldin eina og sanna sem enginn gat séð nema foringinn græni; Já breytum engu, það er svo einfalt - fullkominn íhaldsmaður hefði verið fullsæmdur að niðurstöðunni; Látum Þórarin V. leika sér örlítið lengur með fyrirtækið það er svo róttækt. íslensk stjómmál þurfa endurhæfingar við og fækka þarf leiksýningum á þeim vettvangi. Stjórnmálaumræðan verður að fjalla um meginmál þjóðfélagsins og spyrja þarf lykilspurninga t.d. hvaða leiðir við viljum fara til að tryggja velferðarsamfélag til framtíðar á grunni jafnaðarstefnunnar. Slíkum spurningum verður ekki svarað með því að segja að engu megi breyta og heldur ekki með því að tryggja Sjálfstæðisflokknum áframhaldandi völd í landsstjórninni. Því er brýnt að minnka völd Sjálfstæðisflokksins í samfélaginu og afhjúpa þá flokka sem aðstoða þann flokk ýmist með því að sitja með honum í ríkisstjórn eins og Framsóknarflokkurinn eða leika hlutverk „óskaandstæðingsins“ eins og græningjaflokkurinn. Þetta verk er ekki einfalt og kallar á breytingar þess vegna m.a. varð Samfylkingin til - hún hefur verk að vinna. Aímæliskveðj a til Hallormsstaðarskóla Miningarbrot frá jólunum 1939 Hallormsstað þekkja flestir íslendingar. Hann er með fall- egustu stöðum landsins. Þar er stór og fallegur skógur og einnig myndarleg skógrækt, sem heitir Mörk. Lagarfljót setur mikinn svip á héraðið. A Hallormsstað er húsmæðra- skóli í burstabyggðu húsi, þar sem aðalstofan er kölluð Höll og þar er myndarlegur arinn. Ég var í eldri deild 1939 og fór ekki heim urn jólin eins og flest- ar stúlkurnar, sem áttu heima í sveitinni eða voru boðnar á ein- hvern bæinn. Ég átti heima í Neskaupstað og fór í skólann til að undirbúa mig fyrir væntanlegt húsmóðurhlutverk. Námsmeyjar voru 32 og kennarar fjórir, en alls í heimili 42. Skólastýran, Sigrún Blöndal, gáfu- og merkiskona, stofnsetti skólann ásamt manni sínum, Benedikt Blöndal, en hann lést veturinn áður, 1938. Allt haustið höfðum við verið önnum kafnar, því stundaskráin var ströng. Hún hófst klukkan sjö á morgnana, með sálmasöng og var til klukkan tíu á kvöldin, með matarhléum og einni klukkustund í útivist. Það þurfti því að bæta jólaundirbúningnum inn í stunda- skrána. Eftir sálmasönginn á morgnana fóru 32 stúlkur með bursta og fötur að hreinsa húsið frá risi og niður úr. Eins og stormsveipur, ekki Ajax, heldur raunverulegur og allt var skínandi hreint. Efri deildinni var skipt í tvennt og kom jólaundirbúningurinn að mestu í hlut okkar. Fimm stúlkur voru í eldhúsinu og aðrar fimm inni við hannyrðir. Ég var þessar vikur í hannyrðadeildinni svo ég lenti ekki í bakstri. Það þurfti að baka stórar og margar uppskriftir af smákökum og tertum, svo þurfti einnig að baka öll matarbrauð, mörg á viku. Einn dag var bakað laufa- brauð. Skólinn var eins og ríki í ríkinu, dálítið einangraður, vegna þess hvað samgöngur voru erfiðar. Nokkrum dögum fyrir jól komu mennirnir úr Mörkinni með stórt og fallegt jólatré og greinar af greni og köngla til skreytinga. Matreiðslukennarinn hafði safnað sortulyngi og rauð- um berjum. Við skreyttum borð- stofuna með þessu og jólatréð var sett inn í skólastofu. Undirbúningurinn gekk vel undir góðri stjóm kennara, allir unnu vel, ráðsmaður og stúlkur í mjólkurbúrinu vom síðust. Þegar búið var að leggja í arininn og ná í nóg af birkikubbum fengum við frí. Allir klæddu sig í sparifötin og við stúlkurnar hjálpuðum hver annarri með hárgreiðsluna. Þegar standklukkan í Höllinni - sem mér fannst alltaf lífæð hússins - sló sex, komu stúlk- urnar niður stigann, en þar tóku á móti okkur frú Sigrún Blöndal og kennslukonurnar, Þórný Friðriks- dóttir, Guðrún Jensdóttir og Mal- ín Gunnarsdóttir, aðstoðar- kennari. Þær buðu öllum gleðileg jól og frú Blöndal bauð okkur að ganga inn í borðstofuna. Fmin hafði kaldan mat, hangikjöt og fleira á aðfangadag og jólagæsina á jóladag. I eftirmat var hrísgrjóna- frómans með saftsósu, í búð- ingnum var mandla og fékk ég hana og í verðlaun fulla skál af heimagerðu konfekti. Þetta var hátíðlegur kvöldverður og ilmur af greni og lyngi svo og matar- ilmur fyllti húsið og það ríkti kyrrð og ró. Síðan var sest fram í Höllina og frúin las húslestur og allir sungu sálm. Síðar um kvöldið var gengið í kringum jólatréð og útbýtt jólapokum með sælgæti, það voru jólagjafirnar. Síðar las frú Blöndal, við snarkandi arin- eld, smásögu eftir Bjömstjerne Björnson og drukkið var kaffi og borðaðar kökur. A jóladag var áætluð veisla og væntanlegir gestir voru skóg- arvörðurinn Guttormur Pálsson og kona hans Guðrún og allt þeirra heimilisfólk, samtals tólf manns. Um miðnætti stóð frúin upp og bauð góða nótt. Aður en við fórum upp á herbergin gengum við út á tröppur og horfðum yfir héraðið. Logn var og stjömubjart og blikuðu ljósin á bæjunum eins og stjömur. Jólakvöldið var mjög ánægjulegt, stúlkurnar glaðar og ánægðar, engin reykti og áfengi þurfti engin, það gat alveg eins verið eitthvað á tunglinu. Þessa nótt voru ljósin ekki slökkt og fórum við f háttinn. Framundan var frí og máttum við því sofa frameftir. Soffía Björgúlfsdóttir ems

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.