Austurland


Austurland - 24.08.2000, Blaðsíða 6

Austurland - 24.08.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24.ÁGÚST2000 AU STURLAND ekki lengur málgagn Alþýðubandalagsins Stofnun nýs útgáfufélags í undirbúningi Vikublaðið Austurland hóf göngu sína árið 1951 og því er nú verið að gefa út 50. árgang blaðsins. Saga Austurlands er mjög merkileg ekki síst fyrir það hve blaðið hefur reynst lífseigt en það er langelsta landsmála- blaðið á Islandi auk þess sem það hefur síðustu mánuði verið eina pólitíska vikublaðið sem komið hefur út á landinu. Vikublaðið Austri hafði einnig pólitískar rætur en það kemur ekki lenger út með reglubundnum hætti. Allt til ársins 1967 var Austur- land "málgagn sósíalista á Austur- landi" en óflokksbundið að öðru leyti. Bjarni Þórðarson var rit- stjóri og útgefandi blaðsins og bar blaðið róttækum skoðunum hans glöggt vitni. A fundi Kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi þann 16. júlí árið 1967 var samþykkt að Kjördæmisráðið gerðist útgefandi blaðsins og þar með varð Austur- land að hreinu flokkspólitísku Samráðshópur sveitarfélaga um fjarvinnslu á landsbyggðinni kom saman til fundar sl. sunnudag og samþykkti harðorða yfirlýsingu vegna aðgerðaleysis stjórnvalda í þróun upplýsingaiðnaðar utan höfuðborgarsvæðisins. Alls eiga blaði þó svo að megnið af skrif- unum sem í blaðinu birtust væru fréttaskrif og skrif um hagsmuna- mál Austfirðinga almennt. Þegar Kjördæmisráðið hóf útgáfu Aust- urlands var Alþýðubandalaginu í Neskaupstað falið að annast út- gáfu blaðsins og hefur svo verið allt til þessa dags. Það kom í hlut Alþýðu- banda- lagsins í Nes- kaupstað að kjósa árlega ritnefnd blaðsins og það var ritnefndin sem réði ritstjóra og aðra starfsmenn ásamt því að taka aðrar nauðsynlegar ákvarðanir sem snertu útgáfuna. Nær ávallt hefur verið kappkostað að útgáfa Austurlands stæði undir sér fjár- hagslega og þegar á hefur þurft átján sveitarfélög víðs vegar að af landinu fulltrúa í samráðs- hópnum. þar af þrjú sveitarfélög á Austurlandi. A fundinum á sunnudag voru frá Austurlandi mættir fulltrúar frá Stöðvarfirði og Fjarðabyggð. I yfirlýsingunni að halda hafa aðstandendur blaðs- ins lagt af mörkum mikla ólaun- aða vinnu til að halda blaðinu úti. Að undanförnu hafa átt sér stað miklar pólitískar sviptingar í landinu og nú er svo komið að Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins í Austurlandskjördæmi er að ljúka sínum störfum og mun því að sjálfsögðu ekki vera hinn formlegi útgefandi Austur- lands lengur. Þetta kallar á breyt- ingar varðandi útgáfu blaðsins og eru þær í reynd þegar hafnar. Ritnefnd Austurlands hefur að segir m.a. „Þrátt fyrir skýr fyrir- heit og hartnær heilu ári eftir útkomu skýrslu Iðntæknistofn- unar um möguleika til fjarvinnslu á landsbyggðinni halda ráðamenn að sér höndum og láta stefnu- mörkun í þessum mikilvæga málaflokki embættismönnum eftir, í stað þess að taka það frum- kvæði sem þeim ber. Með yfir- lýsingum sínum hafa stjómvöld skapað miklar væntingar, en óútskýrt aðgerðaleysi og skiln- ingsleysi reyna nú mjög á þolin- mæði almennings um allt land. I hinni nýju tækni felast ómæld tækifæri til nýsköpunar á lands- byggðinni eins og dæmin sanna. Einkum er það umhugsunarvert að einkafyrirtæki hafa séð sér hag í að nýta slík tækifæri, en ríkis- fyrirtæki hafa sýnt mikla tregðu. Að óbreyttu er hætt við að sinnuleysi stjómvalda verði til þess að grafa undan framtíðar- möguleikum landsbyggðarinnar á þessu svið. Fundurinn hvetur stjórnvöld því til að vakna af dvala sínum og sinna skyldu inni, í samræmi við fyrri yfirlýsingar og ályktanir.“ f framhaldi af sam- þykkt yfirlýsingarinnar hefur samráðshópurinn farið fram á fund með ríkisstjórninni en ekki var ljóst hvenær hann verður þegar blaðið fór í prentun. undanfömu fjallað um þær breyt- ingar sem nauðsynlegt er að gera á blaðinu og skulu þær stuttlega kynntar hér: * Þegar hefur verið gengið frá aðskilnaði Kjördæmisráðs Alþýðu- banda- lagsins og viku- blaðsins Austur- lands. Litið er á blaðið og eignir þess sem sjálfstæða einingu og er henni nú stýrt af þeirri ritnefnd sem situr. * Gert er ráð fyrir að stofnað verði sérstakt útgáfufélag um blaðið og rnunu eignir Austur- lands verða lagðar í það félag og gera má ráð fyrir að núverandi útgáfa verði til að byrja með einn helsti grundvöllur hins nýja félags. * Hið nýja útgáfufélag yrði öllum opið og blaðið yrði í fram- tíðinni óháð fréttablað sem legði áherslu á umfjöllun um austfirsk málefni, ekki síst þau málefni sem efst eru á baugi hverju sinni í Fjarðabyggð. * Blaðið yrði opið fyrir öllum frjálshuga umræðum og yrði þess gætt að fulltrúar þeirra sem ættu aðild að væntanlegu útgáfufélagi sætu í útgáfustjóm. Utgáfustjóm- in yrði fyrst og fremst nokkurs konar framkvæmdastjórn en rit- stjóri og starfsmenn blaðsins mótuðu ritstjórnarstefnu þess frá degi til dags. * Núverandi ritnefnd Austur- lands mun annast útgáfu blaðsins á meðan stofnun nýs útgáfufélags er í undirbúningi og eins mun rit- nefndin vinna að undirbúningi félagsstofnunarinnar. Flestum er það ljóst að blaða- útgáfa er menningarauki auk þess sem mikilvægt er að gefa út blað til að upplýsa fólk um það sem efst er á baugi og til að ræða þau málefni sem þörf er á. Utgáfa blaðs skiptir miklu máli fyrir það svæði sem því er ætlað að þjóna og eins er mikilvægt fyrir fjöl- margar stofnanir og fyrirtæki að eiga aðgang að blaði sem gefið er út með reglubundnum hætti. Það er von ritnefndar Austur- lands að skapa megi góða sam- stöðu um fyrirhugaða blaðaút- gáfu og sem flestir aðilar komi að væntanlegu útgáfufélagi. Ekki síst er horft til aðila í Fjarða- byggð hvað þetta varðar. Með samstilltu átaki ætti að vera unnt að skapa möguleika á útgáfu öflugs blaðs sem höfðaði til breiðs hóps og yrði þá um leið öflugur auglýsingamiðill. Slíkt blað myndi með ótvíræðum hætti efla það samfélag sem nyti þjón- ustu þess. Einnig mætti hugsa sér að útgáfufélagið tæki að sér önnur verkefni s.s. útgáfu frétta- blaða fyrirtækja, auglýsingagerð og annað það sem slík félög vinna að. Frá Grunnskólanum á Eskifirði Þeir foreldrar barna í 1.-4. bekk, sem hyggjast nýta sér vistun á skóladagheimilinu Dvöl næsta vetur, hafi samband fyrir 25. ágúst við Guðnýju Eggertsdóttur í síma 476 1469 Fjarðabyggð Austurland fyrir,30 árum Frá Húsmæðraskólanum Hallormsstað Hallormsstaðaskóli hefur starfað í tveimur ársdeildum, 7 mánuði hvort ár. Nú í haust verður breyting á þessu. Eftirleiðis verður skólinn rekinn sem eins árs skóli, starfstími frá 15. september til maíloka, 8 Vi mánuð. Starfar þó í vetur eldri deild fyrir þær stúlkur, sem voru í yngri deild sl. vetur. Að sjálfsögðu verða kennd við skólann þau fög, sem kennd eru við aðra húsmæðraskóla svo sem matreiðsla og næringarefnafræði, hannyrðir, saumar og sniðteikningar, matreiðsla og matarefnafræði, þvottur og ræsting og þar með meðferð þeirra véla og efna ýmiss konar, sem nú eru almennt notuð í heimilishaldi. Eins og áður verður kenndur vefnaður og þau fög, sem honum tilheyra. Enn má nefna ágrip af uppeldisfræði og heilsufræði og meðferð ungbama, heimilishagfræði, vöruþekkingu og híbýlafræði. Islenzka verður að sjálfsögðu kennd við skólann, en ekki önnur tungumál, nema hvað stúlkunum verður kennt að notfæra sér erlendar uppskriftir og leiðbeiningar í heimilishaldi. Ríkisstjómin fær gula spjaldið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.