Austurland


Austurland - 24.08.2000, Blaðsíða 8

Austurland - 24.08.2000, Blaðsíða 8
1' Tilboð Þurrkrydduð læri Homewheat kremkex Libero blautklútar í boxi S ISIO 4 = matarolía án kólesterol 1 . oWodagafrákl. 7 0.00-/o ) OÍ_______________________• 00 S4771609 og 8971109 Virkjunarvegnr í Fljótsdal kœrður Þeir Hjörleifur Guttormsson og Sigurður Blöndal hafa kært til umhverfisráðherra úrskurð skipu- lagsstjóra um veg frá Atlavík að Teigsbjargi í Fljótsdal ásamt brú yfir Jökulsá í Fljótsdal skammt fyrir innan botn Lagarfljóts. Skipulagsstjóri kvað upp úrskurð sinn þann 5. júlí sl. en þarna er um veg að ræða sem tengist beint fyrirhuguðum virkjunarfram- kvæmdum við Kárahnjúka. Krefjast þeir Hjörleifur og Sig- urður að úrskurði skipulagsstjóra verði breytt og umhverfisráðherra úrskurði að framkvæmdin skuli sett í frekara mat þar sem m.a. verði kannaður sá kostur að byggja nýja brú á Lagarfljót við Egilsstaði og leggja síðan veginn norðan Lagarfljóts frá Fellabæ inn í Fljótsdal. Verði ekki orðið við kröfu þeirra Hjörleifs og Sigurðar um frekara mat krefjast þeir þess tii vara að svonefnd leið 3 á veg- inum frá Atlavík að Teigsbjargi verði valin og Jökulsá og Keldu- árkvísl verði brúaðar saman ná- lægt núverandi leið. Elsta landsmálablað lýðveldisins Stofnað 1951 Það er alltaf gott þegar lukkan er með í för. Ef þessi bifreið, sem átti leið um Hlíðargötuna í Neskaupstað hefði verið á örlítið meiri hraða hefði án Börkur með yfir 50.000 tonn Börkur NK 122 er búin að landa tæplega 55.000 tonnum af loðnu, síld og kolmunna það sem af er þessu ári og er aflaverðmæti skipsins rúmlega 250 milljónir króna. Beitir hefur aflað tæplega 39.000 lestir og er aflaverðmætið um 185.000 milljónir króna. Afli Barkar skiptist þannig að tæplega 29.000 tonn er loðna, tæplega 20.000 kolmunni og sfid úr norsk-íslenska stofninum 6.000. Þá landaði Börkur 226 tonnum af loðnuhrognum. Börk- ur hefur aflað mest íslenskra skipa af kolmunna á þessu ári. Beitir hefur aflað tæplega 23.000 tonn af loðnu, rúmlega 10.000 af kolmunna og liðlega 300 tonn af sfld. Beitir landaði 178 tonnum af loðnuhrognum á ioðnuvertíðinni. Annir hjá Nátturu- stofu Austurlands efa farið illa. Ljósm. Reynir Neil Fræðslusjóður verkafólks á landsbyggðinni Við gerð síðustu kjarasamn- inga á milli Verkantannasam- bands íslands og Landssambands iðnverkafólks annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins veg- ar var ákveðið að koma á fót fræðslusjóði verkafólks á lands- byggðinni. Samið var um að at- vinnurekendur legðu 110 millj- ónir króna til sjóðsins á þremur árum og stéttarfélögin 30 millj- ónir á sama tíma. Hlutverk sjóðsins er að sinna stuðningsverkefnum og þróunar- og hvatningaraðgerðum á sviði starfsmenntunar verkafólks á landsbyggðinni og stuðla þannig að hæfara starfsfólki sem hefði jákvæð áhrif á samkeppnisstöðu fyrirtækja. Skipuð hefur verið verkefnis- stjórn og hélt hún nýverið sinn fyrsta fund. A fundinum var ákveðið að leggja 500 þúsund krónur í átakið "Menntun er skemmtun" og eins var fjallað um mikilvægi menntunar verka- fólks í tengslum við viku sí- menntunar sem haldin verður dagana 4.-10. september nk. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir frá Vökli-stéttarfélagi á sæti í verkefnisstjóminni og í viðtali við Austurland sagði hún að nú væri að hefjast vinna við að móta starfsreglur fyrir fræðslusjóðinn. Þá sagðist hún verða áþreifanlega vör við að verkafólk á Austur- landi bindi miklar vonir við starf- semi sjóðsins og liti með já- kvæðum augum á tilkomu hans. Mikið hefur verið að gera hjá starfsfólki Náttúrustofu Austur- lands í sumar og líkur eru á að stofan hafi næg verkefni á næst- unni. Hjá Náttúrustofunni eru þrír starfsmenn í föstu starfi en að auki eru tveir starfsmenn í sumarstarfi. Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður stofunnar segir að verkefni sumarsins séu fjölmörg og bæði stór og smá. Austurland bað Guðrúnu að nefna dæmi um verkefni sem verið er að sinna og skulu nokkur þeirra tíunduð hér: Rannsóknir á gróðri, fuglalífi og hreindýrum í tengslum við umhverfismat vegna Kárahnúka- virkjunar. Rannsóknir á lífríki vegna fyrirhugaðra jarðganga- framkvæmda á rnilli Reyðarfjarð- ar og Fáskrúðsfjarðar. Gróðurrannsóknir í Sandvík. Gerð ofanflóðaannáls fyrir Eski- fjörð. Athugun á fuglalífi við Kröflu. Undirbúningur nám- skeiðs fyrir hreindýraeftirlits- menn og umsjón með verkefninu Staðardagskrá 21 í Fjarðabyggð. Eins og sést á þessari upptaln- ingu eru verkefnin fjölbreytt og dæmi eru um að verkefnum sé sinnt utan Austfirðingafjórðungs. Eitt þeirra verkefna utan fjórð- ungs sem til greina kemur að Náttúrustofa Austurlands taki að sér er gróðurfarsúttekt vegna fyrirhugaðrar breikkunar Reykja- nessbrautar. Fyrir utan hefðbundin verkefni vinna sumarstarfsmenn Náttúru- stofunnar að tveimur athyglis- verðum nýsköpunarverkefnum. Annað verkefnið fjallar um það hvernig nýta má umhverfið til kennslu en hitt er mótun flokk- unarkerfis fyrir fjörur. Nýsmíði úr stáli og áli - SVN Vélaverkstæði 8 477 1603

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.