Eining - 01.04.1943, Blaðsíða 1

Eining - 01.04.1943, Blaðsíða 1
EINING „Skapaöu’ úr klakanum lœk og lind og lífsflóð úr jökulsins serki. Glœddu í brjóstunum bróðerni’ og sátt, brœddu úr heiptinni kœrleikans mátt“. Einar Ben. Heykjavík, apríl 1943. 6. blað. Aflstöðin mikla *o 6£ . H V a X SJj c „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lifsins". Orðskv. I þessari umfangslitlu aflstöS brýzt um sú regin orka, sem hrærir krafta himnanna, flytur fjöllin, býr sálum rnanna sælunnar paradís eða steypir þeim út í hin yztu myrkur og helvítis- kvalir. „Þar eru uppsprettur lífsins“. Frá lýsandi kúlu streyma Ijósgeisl- arnir í allar áttir. Má þar nefna sólir eða aðra ljós- eða eldhnetti. Svo er og um lífsorku mannsins. Frá miðstöð sinni brýzt hún út óteljandi ieiðir, sem sálarfræðin leitast við að greina eða flokka, en ógerlegt er að skýra hér að nokkru ráði. Uppdráttur- inn sýnir aðeins sex af þessum farveg- um lífsorkunnar, en allir eru þeir svo áberandi og miklu ráðandi í lífi allra manna, að enga vísindamennsku þarf til þess að staðgreina þá. Frumstæðustu hvatir dýra- og mann- lífsins eru: næringai'hvötin og kynhvöt- in; en ein af frumstæðustu hvötum mannsins er líka trúhneigðin. Svo mætti iengi telja hinar: starfshneigð, rann- sóknarhneigð, listhneigð og svo frv. Ekki þai’f mikla athugun í sambandi við þetta til þess að skilja, hve afar mikilvægt það er fyrir sálarlíf manna og alla líðan þeirra, að fagux't samræmi og jafnvægi ríki í di'eifingu lífsorkunn- ar. Ef ein eða tvær æðar eða farvegir stíflast, þá verður þeim mun meira orkumagn að renna í hinar. Getur þá myndast þar óheppilegur ofvöxtur. Ekki er óvanalegt að hitta fyrir menn, sem kúgað hafa alla ásthneigð sína, en oi'ðið ofstækismenn í trúmál- um — kii’kjulegum eða pólitízkum. Það er til laglegur hópur af slíkum pipai’- meyjum í heiminum, þótt ekki fari svo um alla einhleypinga. Sömuleiðis er til mikill fjöldi manna, sem hafa ýmist af- rækt eða kúgað trúhneigð sína, fer þá listhneigðin oftast meir eða minna einn- ig forgörðum, en menn verða þá of- stækisfullir í ástamálum, steypa sér út í skemmtanabrjálæði, dans og ástaslark. Allt slíkt fólk er tilvalinn „ástands"- matur. Og oft mundu menn skilja betur straumsogið í mannlífinu, ef þeir gerðu sér grein fyrir hinni óheppilegu dreif- ingu lífsorkunnar, ef uppeldið er ekki sem altækast og sálræktin viturleg og jafnvægisgóð. Eins og menn geta verið vanskapaðir eða haltir líkamlega, svo geta þeir einn- ig verið andlega vanskapaðir og haltir. Ef annar handleggurinn er helmingi lengri en hinn, þá segjum við, að mað- urinn sé vanskapaður. Ef maðurinn er t. d. ofsafenginn í trúmálum, en alveg laus við ásthneigð (sem er nú mjög óvanalegt), þá er hann sálarlega van- skapaður. Ef hann er ofsafenginn í kyn- ferðismálum, en alveg sneiddur trú- hneigð, þá er hann líka sálarlega van- skapaður. Hann er í raun og veru sálar- lega haltur maður. Það er ofvöxtur í einni grein lífsoi’ku hans, en hin er vis- in, eða að minnsta kosti í henni kyrk- ingur. En hér er enn ekki nema lítið sagt. Nú er það viðurkennt í sálarfræðinni, að hvatirnar geta runnið saman og jafnvel uppsvelgzt af hver annarri. Ein hvötin getur hamið og tamið aðra, eða kúgað hana. Til dæmis geta hinar æðri og göfugri kenndir, svo sem trúhneigð og listhneigð, hamið og tamið, og dreg- ið mjög úr ofsa hinna frumstæðari hvata, svo sem næringarhvötinni og kynhvötinni. Þetta kalla menn á öðrum tungumálum sublimation. Af þessu verður ljóst, hve geysilega þýðingarmikið það er, að afrækja ekki hinar æðri og göfugri kenndir sálai'- lífsins, en fyrirlíta þó ekki neitt af því, sem mannlegt er og eðlilegt. „Drepið trúhneigðina, og listin er dauð“, er haft eftir Goethe. Ef þessir mikilvægu farvegir lífsorkunnar í manninum stíflast, þá er óhjákvæmilegt að óþarflega mikill og óheppilega mik- ill vöxtur verði í hinum frumstæðari hvötum. En hitt er þó ekki síður mikil- vægt, að þá tapast hin temjandi og göfgandi áhrif æðri hvatanna á hinar óæðri. Verður þetta því tvöfalt tjón fyrir sálarlíf mannsins og alla líðan hans. Þetta þyrfti að gera öllum æsku- mönnum vel skiljanlegt. Það er verk foi'eldra, kennara og fræðara æskunn- ar, og oftast mundi sú þekking gefast betur en umvandanir okkar, prédikar- anna. P. S. M Asiondið Þjóðin kastar gulli á glæ, gróðinn vex í höll og koti. Nú er ár í okkar bæ, og ástandið í hverju skoti. P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.