Eining - 01.04.1943, Blaðsíða 7
E I N I N G
I
Tilkyrming um fulltrúafund
Nefnd sú, er stendur að útgáfu blaðs-
ins, bar fram þá ósk við stjórnir hlut-
aðeigandi félagakerfa, að þær tilnefndu
tíu fulltrúa, hver frá sínu sambandi,
sem mætt gætu á fundi til þess að ræða
utgáfu blaðsins framvegis og kanna bet-
ur, hvort nokkur verulegur grundvöllur
se fyrir samvinnu félagakerfanna um
þessa útgáfustarfsemi. Stjórnir sam-
bandanna hafa nú allar orðið við þess-
ari beiðni nefndarinnar og tilnefnt
þessa menn:
Nré Stórstúku íslands af I.O.G.T.:
Kristinn Stefánsson, stórtemplar,
Árna Óla, blaðamann,
Sigfús Sigurhjartarson, alþm.,
Þorsteinn J. Sigurðsson, kaupmann,
Kristinn Magnússon, málarameistara,
Jón Emil Guðjónsson, kennara,
Andres Wendel, verkmann,
Sigurð Guðmundsson, skrifstofumann,
Guðmund R. Ólafsson,
Lúðvig C. Magnússon, skrifstofustj.
T i 1 v a r a :
Þorstein Þorsteinsson, kaupmann,
Ingimar Jóhannesson, kennara,
Kristmund Þorleifsson, skrifstofum.,
Þorvald Árnason, bæjargjaldkera,
Kristínu Sigurðardóttir, frú.
Efá fþróttasambandi íslands:
Benedikt Waage, kaupmann,
Erling Pálsson, yfirlögregluþjón,
Frímann Helgason, vélgæzlumann,
Kristján L. Gestsson, verzlunarstjóra,
Þórarinn Magnússon, skósmið,
Stefán Runólfsson, rafvirkja,
Gísla Sigurbjörnsson, forstjóra,
Jón Þórðarson, kennara,
Benedikt Jakobsson, íþróttafulltrúa,
Þorstein Einarsson, íþróttafulltrúa.
^rd Ungmennafélögum íslands:
Björn Guðmundsson, skrifstofum.,
Skúla Norðdal, menntaskólanem.,
Daníel Ágústínusson, erindreka,
Bindindisheit - Bindindisstarf
Eramh. af bls. 3.
* lögum Í.S.Í. ákvæði um bindindi, og
eins vegna þess, að nokkuð skortir á að
öindindi sé í heiðri haft meðal íþrótta-
iðkenda. En hver eiga þau ákvæði að
vera? Og hvernig er hægt að beita
t>eim? Mér hefur ýmislegt dottið í hug,
en læt þessa ekki getið hér, en ég mun
^era fram þá tillögu, að Í.S.Í. setji inn
1 iög sín ákvæði um það, að sambandið
°g félög þess vinni að bindindi um
neyzlu áfengis og tóbaks. Með því er
vissum áfanga náð — áframhald af
öindindisnefndinni.
Þessi tvö stærstu æskulýðssamtök
landsins hafa þá bindindismálin á
stefnuskrá sinni og með blaðinu Eining
°g fleiri gerðum hafa þau þegar hafið
sokn, til þess að skapa heilbrigt almenn-
mg-sálit í bindindismálum íslendinga.
Á í hönd farandi ársþingum taka báðar
þessar félagsheildir bindindismálið til
yfirvegunar og þá verður vonandi svo
haldið á málunum, að sóknin verði efld.
Björn Guðmundsson, féhirði,
Grím Norðdal, verkmann,
Kristínu Jónsdóttur, forstöðuk.,
Pál S. Pálsson, stud. jur.,
Pétur Sigurgeirsson, stud. theol.,
Sigríði Ingimarsdóttur, ungfrú,
Svein Sæmundsson, verkmann.
T i 1 v a r a :
Björg Ríkarðsdóttur, ungfrú,
Þorvald Kolbeins, prentara.
Frá Sambandi bindindisfélaga í skólum:
Guðmund Sveinsson, stud. theol.,
Helga Sæmundsson, rithöfund,
Magnús Jónsson, stud. jur.,
Kristinn Gunnarsson, stud. econ.,
Andrés Ólafsson, stud. theol.,
Einar Guðjónsson, stud. econ.,
Magnús Árnason, nem. kennarask.,
Björn Tryggvason, stud. art.,
Hlyn Sigtryggsson, stud. polyt.,
Sigurður Pétursson, stud. theol.
Fundurinn hefst kl. I1/? e. hád. sunnu-
daginn 9. maí. Verður þessi tilkynning
látin gilda sem fundarboð til allra hlut-
aðeigandi og því treyst, að þeir hafi
hugfast stund og stað og leggi kapp á
að sækja fundinn stundvíslega. Fund-
urinn verður í Menntaskólanum, Reykja-
vík. Rektor skólans, Pálmi Hannesson,
hefur góðfúslega lánað okkur húsrúm,
og er það vel þegið og þakkað.
Fulltrúar. Munið 9. maí, kl. 114, og
mætið stundvíslega.
Nefndin.
Fyrirmyndar bóndi
Eg veit reyndar lítið um búskap hans,
því að mig hefur aldrei borið þar að
garði, en af tilviljun komst eg að öðru
hjá þessum ágæta búhöldi, sem mér þyk-
ir í frásögur færandi. Af orðum annara
veit eg það, að hann býr vel, en það,
sem eg ætla að segja frá, þykir mér þó
enn meira máli skipta.
Seinast er eg kom að Hvanneyri,
kynntist eg þessum manni. Hann var
þar ferðamaður að heimsækja son sinn,
nemanda við skólann. Maðurinn heitir
Páll Pálsson, hreppstjóri og bóndi að
Þúfum í Nauteyrarhreppi við ísafjarð-
ardjúp.
Bindindismál berast oft í tal, þar sem
eg fer, og svo fór í þetta skiptið. Páll
sagði mér, að þessir þrír hreppar: Naut-
eyrar, Snæfjalla og Reykjaf jarðar væru
alveg þurrir. Hann hélt hann þyrði að
ábyrgjast, að þar væri ekki eytt fram
yfir eina flösku á ári af áfengi.
Þetta sýnir glöggt, að manndómur
og sómatilfinning situr að völdum víða
í sveitum okkar enn í dag. Það má nefna
margar sveitir, sem heita má að hafi
hreinan skjöld í þessum efnum. Illt er
til þess að vita, að mest skuli áfengis-
ómenningin vera, þar sem menningin
ætti að rísa hæst.
En óvart skauzt upp úr Páli bónda
það, sem mér þótti fremur öðru frá-
söguvert. Hann hafði alið upp 9 eða 10
ungmenni frá barnæsku til fullorðins-
Til lesenda og viðskifta-
manna blaðsins
Á síðasta fundi útgáfunefndarinnar
var samþykkt að veita móttöku fram-
vegis föstum áskrifendum. All margir
hafa þegar óskað eftir þessu, en blaðið
hefur hingað til verið selt aðallega í
lausasölu sökum óvissu um framtíð
þess. Nú þykir þó nokkurnveginn víst,
að blaðið geti komið út mánaðarlega,
að minnsta kosti á yfirstandandi ári.
Geta nokkrir fengið blaðið enn frá ára-
mótum, en mjög er það takmarkað. Þá
kostar árgangurinn 10 krónur. En þeir,
sem þegar hafa keypt fyrstu f jögur blöð
þessa árs, en kynnu heldur að vilja vera
fastir áskrifendur, fá það sem eftir er
árgangsins á 7 krónur.
Blaðið verður þannig ofurlítið dýr-
ara áskrifendum en í lausasölu, og mun
það óvanalegt, en verður þó ekki skýrt
hér neitt frekar. En reynt verður að
bæta það upp með jólablaði.
Ef mönnum hefur verið sent blaðið,
eða verður sent það óumbeðið, þá fylgir
því engin krafa um greiðslu, en ekki er
víst að slík sending haldi áfram til
lengdar. Óski menn þá að fá blaðið
framvegis, verða þeir að biðja um það
og borga fyrirfram. En ekki höfum við
hugsað okkur að gera neina tilraun að
troða því upp á menn.
Þá er því treyst, að útsölumenn blaðs-
ins láti ritstjórnina vita, ef þeim er
sent of mikið af blaðinu, eða þeir vilja
síður veita því móttöku. Ritstjórinn
hefði gjarnan viljað hafa bréfasam-
band við þá alla, en getan hefur enn
ekki náð svo langt. Eru hlutaðeigend-
ur beðnir að afsaka þetta. Þökkum svo
góða samvinnu og vonum að hún geti
haldizt.
Ef einhverjir útsölumenn eiga eitt-
hvað óselt af fyrstu þremur blöðunum,
eru þeir vinsamlegast beðnir að endur-
senda þau sem fyrst, því að þau eru
þrotin, en eftirspurn nokkur.
Ritstj.
ára, auk tveggja barna sinna. Og á
heimili hans hafði aldrei verið færri en
þetta 13—20, og enginn af heimilisfólki
hans hefur notað tóbak í nokkurri
mynd, ungmennin ekki heldur tekið upp
þann ljóta og leiða sið, þótt þau hafi
horfið að heiman út í hinn bindindis-
lausa heim. Væri slík foryzta á hverju
heimili og stjórn hjá hverri þjóð, þá
væri menningargróður þjóðanna víða
hávaxnari en hann nú er.
Mér skildist á Páli, að ekki mundi
hann óska þess, að eg hefði hátt um
þetta og skal eg því ekki fjölyrða um
það, en mér virtist sem maðurinn
mundi vera hvers manns hugljúfi, og
verður þá uppeldisárangur hans skilj-
anlegri. Hann er af góðu bergi brotinn
og hefur ekki látið merki ættar sinnar
falla. P■ S.