Eining - 01.04.1943, Blaðsíða 5

Eining - 01.04.1943, Blaðsíða 5
E I N I N G 5 T „Safnið yður ekki fjársjóðum á Jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir, og þar sem þjófar brjótast inn og stela; en safnið yður fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir möl né ryð, og þar sem þjófar brjótast ekki inn og stela, því að þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. Augað er lampi líkamans; ef þvi auga þitt er heilt, þá mun allur líkami þinn vera í birtu; en sé auga þitt sjúkt, þá mun allur líkami þinn vera í myrkri; ef því Ijósið í þér er myrkur, hve mikið verður þá myrkrið. Enginn getur þjónað tveimur herrum, því að annaðhvort mun hann hata annan og élska hinn, eða aðhyllast annan og lítilsvirða hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og Mammon. Þess vegna segi eg yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða hvað þér eigið að drekka, ekki heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er ekki lífið meira en fæðan og líkaminn meira en klæðnaðurinn? Lítið til fugla himinsins, þeir sá ekki né uppskera og þeir safna ekki heldur í hlöður, og yðar himneski faðir fæðir þá; eruð þér ekki miklu fremri en þeir? En hver af yður getur með áhyggjum aukið einni alin við hæð sína? Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæðnað? Gefið gaum liljum vallarins, hversu þær vaxa; þær vinna ekki og þær spinna ekki heldur, en eg segi yður, að jafnvel Salomon í allri dýrð sinni var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð nú skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður i ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér lítiltrú- aðir? Segið því ekki áhyggjufullir: Hvað eigum vér að eta? eða: Hvað eigum vér að drekka? eða: Hverju eigum vér að klæðast? því að eftir öllu þessu sækjast heiðingjamir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki. Verið því ekki áhyggjufullir um morgundaginn, því að morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur; hverjum degi nægir sín þjáning. Dæmið ekki, til þess að þér verðið ekki dæmdir; því að með þeim dómi, sem þér dæmið, verðvð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, verður yður mælt. En hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þinu? Eða hvernig getur þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga út flísina úr auga þér, og gengur svo sjálfur með bjálka í auganu. Hræsnari, drag fyrst bjálkann út úr auga þínu, og þá muntu sjá vel til að draga út flísina úr auga bróður þíns. Gefið eigi hundunum það sem heilagt er og kastið eigi perlum yðar fyrir svín, til þess að þau troði þær ekki niður með fótunum og snúi sér við og rífi yður í sundur“. M= títtium skapaðist ýmist af vanþekkingu, kúgunarhneigð eða trúarofstæki, hefur löngum. verið sá fjötur á kynslóðinni, Sem hún hefur borið illa. Þarf þá eng- an að furða, þótt ískyggilegt los komist a Hfið, þegar slíkir fjötrar eru brotnir. Þetta mikla vandamál leysir sjálfsagt ekkert, nema vaxandi þekking á sálar- °g líkamslífi manna. Hinn fullþroskaði ttiaður á skilið fullkomið frelsi á öllum sviðum, og það er óhætt að gefa honum slíkt frelsi, því að öll lífsstefna hans er 1 samræmi við grundvallarlög tilverunn- ar- Hve mikið má slaka til við æskuna? Hve stór er réttur hennar í ástamálum? Skilyrðislaust í hlutfalli við þroska hennar og þekkingu. Allur er heimur- inn til fyrir manninn. Hann þarf að- eins að kunna að nota hann. „Allt er leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt", og ekkert má fá fullkomið vald yfir mann- inum, annars er hann ekki vel þrosk- aður. En þar sem þetta er víst, að aðeins fullkomin þekking á sálar- og líkamslífi manna, vísindaleg mannrækt og mikill menningarlegur þroski, getur leyst vandamálið mikla, þá ber að auka alla slíka þekkingu og fræðslu. Við eigum að hugsa um þessi mál, og hugsa um þau drengilega og feimnislaust, spjalla um þau, auka skilning okkar á þeim og fræða æskumenn og meyjar um þessi mál eins vel og okkur er frekast unnt. Getsemane Nóttin er dimm—það er niðamyrkur, og napur blær. Fjandmenn læðast með fals og vélar, sig færa nær. Meistarinn vakir — vakir og biður, þá voða nótt; tvístraðir vinir, svikarar sumir, — þar sofa rótt. Illt er að verjast og vopnlaus berjast, og vinafár. Það bera flestir, að burðum mestir, á brjóstum sár. Þeir halda vörð, þegar hinir sofa, og hættast er. Þeir ganga fremstir í flokki manna og fórna sér. Þeir standa einir og yfirgefnir, — það enginn veit, hve örlög hæða, hve undir blæða, og önd er heit. Að þola’ og líða, að þrá og striða, er þeirra hnoss, með bundnar hendur og brostin hjörtu þeir bera kross. Frá Getsemane til Golgata er grýtt og bratt. Þar lcotvit manna á konungsherðar oft krossinn batt; en rósir spretta í sprungum kletta, í spámanns-slóð. Þar vex hið góða í vitund þjóða, sem vökvar blóð. PÉTUR SIGURÐSSON. En það er með þetta mikla áhuga- og vandamál manna, eins og öll önnur menningarmál, eða allar greinar menn- ingarinnar, að ekki má rífa það úr sam- hengi annara greina á hinum mikla meiði lífsins. Þess vegna kemur hér alltaf til greina vísindalegt uppeldi og sem altækust fræðsla og mannrækt, og þá má ekki gleymast, að hið ósýnilega og andlega er engu síður raunverulegt, en hið áþreifanlega. „Þá hágöfgast maður í menningarheim, er manið frjáls býður eining af tveim, signd við þann sið, er vér tókum. Útvaldi söngvarinn saltarans, sinnti ei glaplögum Edens banns. Sjálfsköpuð þján bæði þjóðar og manns skal þurkast úr lífsins bókum“. Þannig kveður skáldið Einar Bene- diktsson, er hann yrkir um Davíð kon- ung. Þetta hlýtur að fara saman: Göfgi — „hágöfgi" og frelsi, „manið frjáls“, — maðurinn ekki lengur þræll, hvorki karl né kona. Þá sameinast þau, „signd“ eða blessuð við þann „sið, er vér tók- um“. Göfugur maður, hámenntaður og frjáls maður, er ekki þræll almennings- álits eða ótta. Hann þarf ekki að neyta bragða eða fara krókaleiðir og hann brennir sig ekki á eldinum, en vermir sig við hann. Og hann níisþyrmir hvorki sjálfum sér né öðrum. Honum er óhætt

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.