Eining - 01.04.1943, Blaðsíða 3

Eining - 01.04.1943, Blaðsíða 3
E I N I N G 3 ÞORSTEINN EINARSSON, íþróttafulltrúi: Bindindisheit - I íþróttafélögunum er það ákvæði úr íþróttasjóði, að þau verða að vera sett varðandi rétt félaga til styrkjar skuldlaus félög innan f.S.Í. eða U.M.F.f. Vegna þessa ákvæðis hefur íþrótta- nefndin eða ég sem fulltrúi hennar kynnzt mjög vel hug þeim, sem félög- in bera til þessara fyrr nefndu félaga- heilda. Og það, sem ávallt hefur komið fram, er forráðamenn félaga gera upp við sig, í hvort þeir eigi að láta félag sitt ganga, hvernig er haldið á bindindis- málefnunum. Ég hef oft orðið að taka upp sögu kunni að brjóta í bága við milliríkja- samninga, og skal hún þá gera þær ráð- stafanir, er hún álítur nauðsynlegar til þess að samrýma þá samninga ákvæð- um laganna. Að því loknu öðlast lögin gildi, enda birtir ríkisstjórnin um það tilkynningu“. Með grein þessari er lögunum stór- lega spillt. Málið er nú algerlega lagt á vald ríkisstjórnarinnar og undir vilja hennar er það komið, hvenær lögin öðl- ast gildi. Henni ber að ganga úr skugga um það, hvort lögin kunna að brjóta í bága við milliríkjasamninga. Komist hún að raun um, að þau geri það, skal hún samræma þá samninga ákvæðum laganna. Hér eru því nokkrar skyldur lagðar ríkisstjórninni á herðar: Hún skal vinna að því, að lögin geti tekið gildi. En þó að þannig hafi tekizt til með þessa lagasetningu, mega þó bindindis- uienn allvel við una. Templarar hafa lengi barizt fyrir málinu og það hefur fyrr (1939) verið flutt á Alþingi, en ekki náð fram að ganga. Nú hefir lög- gjafinn viðurkennt, að sú leið, sem lögin uiarka, sé eðlileg og réttmæt, fólkið í landinu eigi sjálft að kveða á um það með atkvæði sínu, hvar og hvort áfeng- isútsölur skuli stofnaðar, eða lagðar nið- ur aftur. Og það er þýðingarmikið fyr- ir bindindismenn að fá þessa viðurkenn- ingu Alþingis. Sigurinn er þó ekki full- kominn, og munum, að það er hægt að gera hann að engu. Bindindismenn verða því að gera þá kröfu til ríkis- stjórnarinnar, að hún geri sem fyrst ráðstafanir til þess, að lögin öðlist gildi. Og þær kröfur skulu ekki þagna, fyrr en ríkisstjórnin hefur gert skyldu sína. Það er meira vert um raunhæft starf bindindismanna, er miðar að því að frelsa börn þjóðarinnar frá hervirkj- um áfengisins, en glamuryrði andstæð- inga okkar um það, að „heilbrigð skyn- semi“ eigi ein öllu að ráða í áfengis- málunum. Kristinn Stefánsson. Bindindissiarf bindindismálsins varðandi U.M.F.Í. og I.S.Í., og vegna þess að sú saga er mörg- um ókunn, þá leyfi ég mér að rifja hana upp, því að innan skamms verða árs- þing beggja þessara félagsheilda háð og þá munu bindindismálin rædd. Þegar í upphafi U.M.F.Í. er tekin ákveðin stefna í bindindismálinu. Eitt af því, sem varðveita þarf í íslenzku þjóðlífi, er æskan fyrir áhrifum víns- ins. Hver félagi varð að skrifa undir hátíðlega skuldbindingarskrá, þar sem hann leggur við drengskap sinn að neyta engra áfengra drykkja, og stuðla ekki að því, að öðrum séu þeir veittir. Og auk þessa voru stofnaðar og starfrækt- ar tóbaksbindindisdeildir. Nú líður fram yfir fyrri heimsstyrj- öld, og nýtt mat á gildi andlegra og ver- aldlegra málefna færist inn í félagslíf vort. 1923 verða þær breytingar á bind- indísmálum landsins, að leyft er að flytja inn „Spánar-vín“. Þegar líður á 3. tug aldarinnar, fer bindindisástandið innan ungmennafé- laganna að reynast mjög ábótavant. Aðalsteinn heitinn Sigmundsson, þá- verandi sambandsstjóri U.M.F.Í., spurð- ist fyrir meðal forráðamanna Umf. um bindindismálefnin. 43 félög svöruðu af um 80. Eftir svörunum að dæma, var bindindisheitið ekki brotið í aðeins 16.3% félaganna, en í 76.7% af félög- unum var það lítið eða mikið brotið, 6.9 % af félögunum höfðu ekkert bind- indisheit, eða höfðu afnumið það. Sambandsþingið 1933 nam þá úr gildi sk.uldbindingarskrána, en setti í stað þess ákvæði um, að sambandsfélög yrðu að hafa á stefnuskrá sinni bindindi um nautn áfengra drykkja, og vinna á all- an hátt að útrýmingu þeirra úr landinu. I afmælisriti U.M.F.Í. bls. 315 stend- ur svo: „Það stýrir engri giftu fyrir U.M.F.Í. að halda fast við einskisvirt lög. Þess vegna voru þau afnumin. Ung- mennafél. var Ijóst, að þeim hafði ekki tekizt að rísa gegn tízkunni, sem telur vera „fínt“ að súpa á. En þau hafa hvergi hvikað frá bindindismálunum. Þótt bókstafurinn sé annar, er andinn æ hinn sami. Þau vilja láta hefja sókn, til þess að vinna aftur upp það, sem áður var tapað. Þau vilja skapa nýtt og heilbrigt almenningsálit í bindindismál- um þjóðarinnar". Við þetta hefur setið og menn hafa þau tíu ár, sem liðin eru, litið allmis- jöfnum augum á þetta ákvæði. Sumum félögum féll breytingin illa og sögðu sig úr sambandinu. Önnur unnu svo öfl- uglega að bindindinu, að þau héldu fast við gamla heitið. Tvö félög gæti ég nefnt, sem fyrir fáum árum tóku upp gömlu skuldbindingarskrána og hreins- uðu til. Nokkur get ég svo nefnt, sem ekki hefur tekizt að halda fast utan að félögunum með bindindi, vegna þess að forráðamennirnir hafa þá talið víst, að hópur mjög starfandi félaga hyrfu úr félaginu. í umburðarbréfi, sem stjórn U.M.F.Í. sendi frá sér í haust, var farið inn á bindindismálið og félögin beðin að ræða málið. Ég var á fundi hjá Umf., þegar rætt var um málið, og afstaða manna og skilningur var all misjafn. Sumir vildu algert bindindisheit, en aðrir vildu hafa bindindisdeildir og að félögin eða sambandið í heild inni að heilbrigðu al- menningsáliti í bindindismálum þjóðar- innar. Á fundinum komu fram raddir um það, að lög U.M.F.Í. legðu hverjum meðlimi Umf. á herðar skuldbindingu um bindindi um áfenga drykki, og skýrðu þessa staðhæfingu út frá því ákvæði, að Umf. skulu vinna að bind- indi. Því að hver sá ungmennafélagi, sem neytir áfengis, vinnur á móti fé- lagi sínu og væri hliðstæður þeim óhæfa ungmennafélaga, sem réðist á skógar- reit og rifi upp trén. Sá hinn sami inni á móti einum af megin þáttum U.M.F.Í. „að klæða landið“. Það er rétt hjá þeim, sem þennan skilning hafa, að ákvæðið, að vinna að bindindi, án þess að hafa bindindisheit, sé lítt gagnandi, en þeir hinir sömu mega ekki gleyma þvi, að her vai slak- að á vegna þess að heildin (76%) fót- um tróð lagaákvæði. Bókstafnum varð því að breyta, en andanum fyrir bind- indi verður að halda og glæða verður viljann, til þess að hefja sókn og vinna aftur upp það, sem áður var tapað, og því er nauðsynlegt að þráðurinn slitni ekki. Einstök félög rísa upp í bæjunum kringum aldamótin, sem starfa eingöngu að íþróttaiðkunum. Sum þessara félaga mynduðust út frá íþróttadeildum innan Goodtemplarareglunnar. Félögum þess- um, sem eingöngu vinna að íþróttum, f jölgar, og um 1917 mynda þau íþrótta- samband íslands. í lögum Í.S.Í. er ekk- ert ákvæði um bindindi. Oft hefur ver- ið rætt um bindindismál innan Í.S.Í., bæði á aðalfundum þess og í blöðum (t. d. íþróttablaðinu, ritstjóri Steindór Björnsson) og bókum, sem það gefur út. Árið 1938 er svo loksins mynduð ákveðin nefnd, til þess að vinna að bind- indisstarfsemi meðal sambandsfélag- anna. Nefnd þessi hefur tekið verkefni sitt mjög föstum tökum, t. d.: 1) komið fram með tillögur varðandi bindindi um áfengi og tóbak, sem beita skyldi innan félaganna, 2) gefið út ritið: Eyð- andi eldur, 3) borið fram tilmæli um bönnun tóbaksreykinga í almennings- bifreiðum, og 4) hafið samstarf við önnur félagasamtök um bindindismál, og af því starfi hefur leitt útgáfu blaðs þessa. Margir starfsamir Í.S.Í.-menn hafa áhyggjur út af því, að ekki skuli vera Framh. á bls. 7.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.