Eining - 01.04.1943, Blaðsíða 6
6
Bréf send blaðinu
E I N I N G
Nýjasti skólinn
• Hvort borða gestir þínir miðdegisverð hjá þér, eða „middag“? Þú
ættir ekki að bjóða þeim upp á „middag“, hann getur enginn íslenzkur
maður étið. Þú átt ekki heldur að bjóða gestum þínum „til middags“ eða
„til kvölds“. Þetta er allt danska í ljótum íslenzkum búningi. „Frúkostur-
inn“ er nú að daga uppi á íslandi. Látum hitt fara líka, og borðum okkar
morgunverð, eða árbít, miðdegisverð og kvöldverð.
Hættið alveg að segja „í eftirmiddag“. Þetta er ljótt mál og engin
íslenzka. Segið heldur: eftir hádegi, eða: síðari hluta dagsins. Jafnvel
„seinnipartinn“ er betra en „í eftirmiddag“, þó ekki sé það gott.
Segið ekki „Honum langar til“, heldur hann langar til að fara. Rétt
er að taka það fram við manninn, en ekki því.
Það er betra að lesa lítið og muna eitthvað og læra til fulls, en lesa
mikið og læra ekkert til hlýtar. Haldið saman þessum blöðum, eða klippið
„Nýjasta skólann“ út úr blaðinu, lítið svo í hann stöku sinnum og athug-
ið, hvort þið kunnið þetta litla, sem þar er kennt. Allt er það létt að læra
og auðvelt að muna.
Munið, að standa ávalt við orð ykkar. Svíkið aldrei gefin loforð.
Mætið stundvíslega á stefnumót og fundi. Óorðheldni er mikil meinsemd
í lífi og dagfari hvers manns og skaðræði í félagslífinu. f orðheldni skyldi
hver maður gæta hinnar ítrustu nákvæmni.
Sæll væri sá maður og mjög heppilegur í mannfélagi, sem uppfyllt
gæti orð ritningarinnar: „Skuldið ekki neinum neitt nema það eitt að
élska hver annan“.
Séra Jónmundur J. Halldórsson
skrifar:
„Unga fólkinu hér fellur vel við mán-
aðarblað ykkar Eining, ritstjóri góður.
Finnst því kenna þar heiðríkju og vor-
gróðurs, samhugar og hollra lífsvið-
horfa. Er vel, að þeir, sem ekkert sjá
„nema Jesúm einan“, sameinist um all-
ar starfsgreinar í Guðs ríkis boðskap
hans. Fer enn sem fyrr, að á öllum pöll-
um og „plönum“ í þjóðarhöllinni á hann
sína starfsmenn og þjóna, sem hlýða
vilja honum einum, vinna með honum
og undir hans merkjum, fórna og sigra.
Það vakti eftirtekt hér, er einn af
framvörðum fórnarstarfseminnar, sem
talaði í útvarpið um „daginn og veg-
inn“, fyrir skömmu, endaði lögeggjan
sína til þjóðarinnar með þessari spurn-
ingu: „Hverju vilja menn fórna“. Og
við sem hlustuðum, fórum að hugleiða:
Hverju viljum við fórna Guðs ríki og
íslenzku þjóðinni til vegsauka og bless-
unar? Viljum við fórna flokkagengi og
flokkafjölgun? Viljum við fórna áfeng-
ishneigð og áfengisgróða og fjölmargri
ómenningu fyrir hollt og hamingjusamt
menningarlíf ? Og hverju vilja t. d. hin-
ar einstöku stéttir fórna fyrir sín áhuga-
mál? Hverju vill t. d. prestastéttin
fórna fyrir hugsjón, fyrirheit og fyll-
ing þeirra um Hallgrímskirkju í Reykja-
vík? Hún er ein greinin á starfsemi
kirkju Krists í landinu . . . Er það ekki
þetta, sem verið er að hrópa til kirkj-
unnar: hvað gerir þú? Yfir 100 prest-
vígðir menn með óvenjulegum launum.
Hvers vegna svarið þið ekki? Hvað
munar ykkur um að leggja 500 eða 1000
krónur hvern til Hallgrímskirkjunnar.
Ekki til þess, að lítil stúlka kalli ykkur
heilaga menn, af því að Ijósið skín í
gegnum ykkur, heldur til þess að ljósið
skíni í gegnum ykkur og lýsi öðrum
mönnum. Ættum við ekki að gera brag-
arbót, íslenzku prestarnir, og þora að
ábyrgjast að það sé vilji Guðs, að Hall-
grímskirkja verði reist í höfuðstaðnum,
nú þegar?
Við eigum að gera það, íslenzku prest-
arnir, vegna Guðs kristni í landinu. Og
meginmáttur Guðs kristni er: Allir eitt
í Kristi. Við eigum að gera þetta til þess
að eignast hugljúfan hvíldarstað í
skarkala og erli dagsins, og við eigum
að gera það til þess að ávaxta það pund,
sem drottinn hefur gefið íslenzku þjóð-
inni í byggingarsnilld, list og tækni.
Koma mér nú í hug orð D. D. Nor-
mans Vinsent Peale, sóknarprests við
á hættunnar leiðum og öllu er óhætt í
nærveru hans.
í heimi slíkra manna hlýtur „sjálf-
sköpuð þján bæði þjóðar og manns“ að
„þurkast úr lífsins bókum“. Glæsilegt
markmið, og þetta er það markmið
mannræktunar og þroska, sem allir sjá-
endur hafa komið auga á.
háskóla-marmarakirkjuna 1 New York
borg. Hann segir í bók sinni: „Art of
Living“:
„Unaðslegan sunnudagsmorgun var
eg staddur í hinni dýrðlegu dómkirkju
í Mílanó í Italíu. í byggingarlist er
áreiðanlega ekkert til, sem tekur henni
fram, í frábæru snilldar handbragði og
djúpúðgum listarljóma. Þegar eg virti
fyrir mér hinar voldugu súlur, sem báru
himinháa boga, hin ógurlegu veggja-
bákn, er lyftu mjúklega fagurhvelfdu
þakinu upp 1 leyndardómsfulla rökkur-
kyrrð, minntist eg orða Emersons:
„Hin gömlu, gráu musteri trúar og
bænar — klettafjöll, sem elskandi og
vonandi hjörtu mannanna hafa lyft í
hæðir, — hjörtu, sem náttúran sjálf
hefur arfleitt að elsku og von, sem er
jafn gömul og Andesfjöll og Ararat“.
og hallaði mér upp að einum súlujötn-
Eg fékk lítið stólsæti hjá kirkjuþjóni
inum, og gaf mig Guði í tilbeiðslu. Gull-
ið, mjúkt, ítalskt sólskinið fossaði inn
um fagurskyggða gluggana og teygaði
í sig hið mikla og auðuga litskrúð, féll
svo í geisladýrð á gömlu gólfhellurnar
í dómkirkjunni, er voru mjúkfágaðar
af aldagömlu fótataki pílagrímanna.
Ljósgeislabros, er smaug inn milli
tveggja súlna, umfaðmaði smávaxna,
fjörgamla konu. Hún bar ódýr, dökk
klæði og slitna hettu. Hendur hennar,
sem gældu við bænabókina, voru þreytu-
legar og beinaberar af erfiði lífsins.
Hún laut höfði í fjálgri tilbeiðslu (eins
og íslenzk Guðrún Ósvífursdóttir á
Helgafelli), á meðan hinn voldugi orgel-
hljómur dunaði og bergmálaði í kirkj-
unni. Loks leit hún upp og eg sá andlit
hennar, ritað táralindum sorgarinnar
og raunarúnum ellinnar, en yfir því
hvíldi þó óumræðileg tign og ró, er
sýndi, að hún hafði fundið það, sem
Hann lofaði endur fyrir löngu, sem
sagði: „Minn frið gef eg yður, ekki gef
eg yður, eins og heimurinn gefur.
Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist“.
Þetta er aðeins fyrri hluti bréfs
prestsins. Síðari þátturinn er engu
ómerkari, þótt honum verði sleppt hér
að þessu sinni. Séra Jónmundur biður
svo um 5 árganga blaðsins og endar
bréfið með þessum orðum: „Guð blessi
starf ykkar, blessi og gleðji þig og þá,
sem þú elskar“.
Ritstjóri Einingar má gjarnan geta
þess, að hann er einn af fermingarbörn-
um séra Jónmundar Halldórssonar, frá
fyrstu prestsskaparárum hans. Hann
þakkar hið vinsamlega bréf og óskar
fyrrv. sálusorgara sínum árs og friðar.
★
Þá skrifar kennari einn blaðinu og
segist hafa lesið úr því í skóla sínum.
Þar sé 12 ára piltur, greindur vel og
áhugasamur um bindindi og menningu,
sem óski eindregið að fá blaðið.
Skólastjóri eins gagnfræðaskólans
skrifar og segist hafa sett upp í skólan-
um siðfágunarmælikvarða þann, er
birtist í öðru tölublaði Einingar. Og
enn skrifar einn kennari og fer hlýjum
orðum um blaðið. Biður okkur, bless-
aða, að halda áfram. Frá afskekktum
stað símaði maður og bað að senda
blaðið handa 14 áskrifendum.
Eining þakkar þessi góðu og uppörv-
andi viðskipti og gerir sér góðar vonir
um framtíðina.