Eining - 10.01.1944, Blaðsíða 6
6
E I N I N G
Brynleifur Tobiasson, menntaskolakennan:
GóStemplarareglan
r
Brynleifur Tobiasson,
fyrv. stórtemplar.
íslenzkir Góðtemplarar minnast sex-
tíu ára afmælis Reglu sinnar. Mjer er
falið að rita stuttan þátt Reglustarfs-
ins út á við og inn á við fram undir
vora daga. Þeir, sem vilja kynna sjer
rækilega sögu Reglunnar og bindindis-
hreyfingarinnar hjer á landi, ættu að
lesa rit mitt „Bindindishreyfingin á Is-
landi“, sem Stórstúkan gaf út 1936, á
50 ára afmæli Stórstúkunnar.
Það var engin hending, að fyrsta deild
Reglunnar í landinu var stofnuð á Akur-
eyri. Allmikils áhuga um bindindi verð-
ur vart við Eyjafjörð um 1880. Nokkur
bindindisfélög eru þá stofnuð þar (í
Höfðahverfi, Möðruvallasókn í Hörg-
árdal, í Saurbæjarhreppi og á Akur-
Séra Magnús Jónsson.
andi
starfsferill j
eyri). Á Austfjörðum var kappsamlega
unnið að útbreiðslu bindindis þessi árin,
og var sr. Magnús Jónsson á Skorrastað
í Norðfirði foringi þessarar hreyfingar.
Hann fékk Laufás við Eyjafjörð vorið
1883, og starfaði hann þar einnig ötul-
lega í bindindismálum. Árið 1884 kem-
ur ið mikla rit hans út á Akureyri
(Bindindisfræði handa íslendingum).
Vafalaust má telja, að sr. Magnús hafi
orðið fyrir miklum áhrifum af bindind-
isfrömuðinum norska, Ásbirni Kloster.
Það er kunnugt, að sr. Magnús keypti
bindindisblaðið Menneskevennen, frá
því er það hóf göngu sína, en það var
1861. Stofnandi bindindisfélagsins á
Akureyri 1879 var Friðbjörn Steinsson
Friðbjörn Steinsson.
bókbindari og bóksali, og þetta félag var
undanfari Reglunnar. Friðbjörn var
einn af stofnendum Isafold nr. 1 á Ak-
ureyri 10. janúar 1884, og reyndist hann
öruggastur þeirra allra, templar til
dauðadags. Norskur skósmiður á Akur-
eyri, Ole Lied, vakti athygli á Góðtempl-
arareglunni í smágrein, er hann reit í
blaðið Fróða seint í nóvbr. 1883. Hann
segist hafa ásett sjer að koma á fót
deild úr Reglunni á Akureyri og biður
þá, sem vilji vinna að þessu, að snúa
sjer fyrir 14. desbr. til sín eða Frið-
bjarnar Steinssonar bóksala. Lied hafði
fengið umboð frá Balle, formanni Regl-
unnar í Noregi, til þess að stofna stúkur
hjer á landi. Stofnendur Isafoldar voru
12, og höfðu 2 þeirra verið í Reglunni
áður, Lied og Ásgeir Sigurðsson, síðar
kaupmaður í Rvík. Hann hafði verið í
barnastúku í Edinborg á Skotlandi.
Sex stofnendanna voru sjómenn og
daglaunamenn (4 þeirra Norðmenn),
tveir verzlunarmenn og fjórir iðnaðar-
men. ísafold beittist fyrir stofnun
stúkna og varð vel ágengt. Ás-
geir Sigurðsson hafði forustu málsins,
þangað til Stórstúkan var stofnuð vorið
1886. Félagar ísafoldar snöruðu á ís-
lenzku lögum Reglunnar og siðbók. Utan-
reglumaður, sr. Matthías Jochumsson,
þýddi ljóð þau, sem sungin eru á fund-
Ásgeir Sigurðsson, konsúll.
um stúknanna. Isafold gekkst fyrir
stofnun 11 stúkna í öllum landsfjórð-
ungum árin 1884 og 1885. Meðal þeirra
stúkna, sem ísafold stofnaði, var ein á
Björn Pálsson,
fyrsti stórtemplar á Islandi.
Suðurlandi. Björn Pálsson ljósmyndai'i
var sendur suður vorið 1885, og veitti
Isafold honum fje til fararinnar, en
hann var stofnandi st. Verðandi nr. 9
Ólafur Rósenkrans,
fyrv. stórtémplar.