Eining - 10.01.1944, Blaðsíða 9

Eining - 10.01.1944, Blaðsíða 9
E I N I N G 9 Jón Árnason Helgi Sveinsson 75 ára Margt og mikið mætti segja um störf Helga Sveinssonar í þágu G.-T.-regl- unnar og bindindis-og bannmálsins á íslandi, ef tími og rúm gæfist til þess, en því miður verður að eins að drepa á fátt eitt í því sambandi. Eg kynntist fyrst Helga eftir að eg hafði gengið í Regluna um 1890. Var það nokkru áður en hann fór til ísa- fjarðar. Varð eg þá undir eins þess var, sem alltaf hefur borið á í fari hans síðan, hve mikill áhugamaður hann var og er í öllu því, sem hann fæst við. Var hann þá sem ungur maður á bezta skeiði undir eins búinn að taka ástfóstri við málefnið og félagsskapinn. Þá hvatti hann mig til þess að halda starfseminni áfi’am og vinna fyrir Regluna. Síðan skildu leiðir. Helgi fór vestur á Isafjörð. Þar gegndi hann verzlunar- störfum og síðar varð hann útibús- stjóri íslandsbanka þar og gengdi því starfi um mörg ár. Þar kvæntist hann og eignaðist og ól upp mörg mannvæn- leg börn. Áður en öll börnin væru á legg komin missti hann konu sína. Gerð- ist þá systir hans bústýra hjá honum og hefur annast bú hans síðan með hinni mestu prýði. En hann hugsaði um meira. Hann endurreisti, ef svo mætti segja, G.-T.-starfsemina á ísafirði, og það er engum efa undirorpið, að hið mikla starf hans þar hefur lagt grund- völl þann, sem Reglan á ísafirði hefur byggt á síðan og mun lengi traustur standa. Hefur starfsemin æ síðan borið þess vott, hve dyggilega hann vann þar að málefnum Reglunnar. Átti hann meðal annars mestan þátt- inn í því að Templarar þar byggðu glæsilegt og stórt fundarhús, sem þeir nutu um margra ára skeið. Hafði hann því reynslu um byggingu og rekstur slíkra húsa, sem aðrir höfðu ekki í jafnríkum mæli, ekki sízt vegna þess, að húsið var stór bygging, þegar á stærð félagsins var litið og fjölmenni bæjarbúa. Eftir síðustu heimsstyrjöld eða laust eftir 1925 höguðu örlögin því svo, að Helgi fluttist til Reykjavíkur og hefur dvalið og starfað þar síðan. Hann sleppti þó ekki tökum á Reglunni og málefnum hennar, heldur gerðist hann brátt sami starfsmaðurinn hér og áður hafði hann verið fyrir vestan. Árið 1927 stofnaði hann st. Freyju nr. 218 og hefur lengzt af verið leiðtogi hennar og brautryðjandi síðan. Leggur hún stranga áherzlu á gildi bindindisheitsins og leyfir enga nautn veikra öltegunda. Er óhætt að fullyrða að stúkan á ó- trauðri starfsemi hans það að þakka, að hún hefur lifað fram á þennan dag og er nú í miklum uppgangi og stendur 1 í ❖ ? X I i i. I i ♦;♦ t s I i .5. * t r> Og sjá, lögvitringur nokkur stóð upp, freistaði hans og mælti: Meistari, hvað á eg að gera til þess að eignast eilíft líf? En hann sagði við hann: Hvað er skrifað í lögmálinu? Hvernig les þú? En hann svaraði og sagði: Elska skalt þú drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum og af öll- um huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig. En hann sagði við hann: Þú svaraðir rétt. Ger þú þetta og þú munt lifa. En hann vildi réttlæta sjálfan sig og sagði við Jesúm: Hver er þá náungi minn? Jesús svaraði og sagði: Maður nokkur ferðaðist frá Jerúsalem niður til Jeríkó, og hann féll í hendur ræningjum, sem flettu hann klæðum og börðu hann og fóru síðan á burt og létu hann eftir hálfdauðan. En af hendingu fór prestur nokkur niður veg þennan, og er hann sá hann, gekk hann fram hjá. Sömuleiðis kom og Levíti þar að og sá hann, en gekk einnig framhjá. En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum og er hann sá hann, kenndi hann í brjósti um hann, og gekk til hans og batt um sár hans og helti í þau olíu og víni; og hann setti hann upp á sinn eigin eyk og flutti hann til gistihúss og bar umhyggju fyrir honum. Og dag- inn eftir tók hann upp tvo denara og fékk gestgjafanum og mælti. A1 þú önn fyrir honum, og það sem þú kostar meiru til, skal eg borga þér, þegar eg kem aftur. Hver af þessum þremur sýnist þér hafa reynzt náungi mannin- um, sem féll í hendur ræningjunum? En hann mælti: Sá, sem misk- unnarverkið gerði á honum. Og Jesús sagði við hann: Far þú og ger slíkt hið sama. — Lúkas 10, 25—37. t i i ¥ I ❖ hagur hennar með blóma, bæði hvað starfsemi áhrærir og fjárhagslega að- stöðu alla. Má segja að með 75 ára af- mæli Helga, sem hátíðlegt var haldið í stúkunni 27. okt. s. I., en 75 ára varð hann tveim dögum áður, hafi nýtt framsóknartímabil hafizt í lífi og starf- semi stúkunnar og er það áreiðanlega skoðun hans, að sú sé bezta afmælis- gjöfin, sem hann hefur eignazt á þessu markverða afmæli. Helgi er kappsmaður mikill í öllu, sem hann fæst við og honum líður ekki vel, ef hann nær ekki að vera í fremstu víg- línu og berjast þar, því áhugi hans og starfsþrek er óbilandi. Eg vona að hann lifi mörg ár enn og óska að hann fái ætíð að standa í far- arbroddi í öllum þeim málum, sem hann berst fyrir, því fáa veit eg einlægari fylgismenn en hann. Óska eg honum og Reglunni þeirrar hamingju, að hún megi njóta hans sem lengst og að bind- indis- og bannmálið megi eignast marga jafnötula og einlæga styðjendur og starfsmenn og hann. Vinsældir bloðsins Eining á því láni að fagna, að fá stöð- ugt mjög hlýjar kveðjur frá lesendum sínum. Sumir hafa hringt til ritstjór- ans og sagt, að Eining væri næstum einasta blaðið, sem þeir læsu alveg nið- ur í kjölinn, hvert einasta orð. Ungur og efnilegur bóndasonur í sveit skrifar: „Að vísu gerði eg mér ekki ýkjaháar vonir um það (blaðið) í upphafi, en hvert einasta tölublað þess hefur að meira eða minna leyti verið þrungið mætti göfugra hugsjóna, sem á einn eða annan hátt hafa kynnt undir dapra sálarelda mína, því að nú er svo komið, að mér finnst eg vart geta án þess verið, og eg held, að bindindismálið megi ekki án þess vera“. Ásamt þessari hlýlegu kveðju sendi ungi maðurinn 5 nýja áskrifendur. Þá skrifar ein væn kvinna — kennslu- kona, á þessa leið: „Mér fellur blaðið prýðilega og vildi óska, að það kæmist inn á sem flest heimili, og sérstaklega að unga fólkið fengist til að lesa það. Eg vildi fegin geta greitt eitthvað fyrir útbreiðslu þess“.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.