Eining - 10.01.1944, Blaðsíða 7

Eining - 10.01.1944, Blaðsíða 7
E I N I N G 7 í Rvík 3. júlí. Einn stofnenda hennar er enn á lífi: Sveinn Jónsson, trje- smíðameistari í Rvík (f. 19. apr. 1862). Mestur áhrifamaður í flokki Verðandi- félaga varð þegar Ólafur Rósenkranz fimleikakennari. Hann stofnaði stúkuna Morgunstj arnan í Hafnarfirði 2. ág. Sveinn Jónsson, 1885, Eyrarrós á Eyrarbakka og Lukku- von á Stokkseyri, báðar 13. júní 1886, st. Einingin nr. 14 í Rvík 17. nóv. 1885 og st. Framtíðin nr. 13 í Rvík 25. nóv. 1885. Þessar fimm stúkur voru allar stofnaðar að tilhlutun Verðandi. Ásgeir Sigurðsson hafði líka stofnað 5 stúkur (4 nyrðra og eina vestra), Björn Páls- Sr. Þórður Ólafsson. son hafði vorið 1886 fengið umboð í Skotlandi til þess að stofna stórdeild (°:Stórstúku) fyrir fsland. Það var st. ísafold, sem skoraði á Björn Pálsson að fá þetta umboð, svo að óhætt má telja hana móður Stórstúkunnar. Fyrstu Umboðsmenn Hástúkunnar hjer voru báðir félagar st. fsafoldar (Ásgeir Sig- urðsson og Björn Pálsson). Stórstúkan Séra Magnús Bjarnason. Var stofnuð í Alþingishúsinu 24. maí 1886. Björn Pálsson stofnaði hana og varð fyrsti formaður hennar (stór- templar). Stofnendur voru 16: 11 lærðir ^enn, 2 verzlunarmenn, 3 iðnaðarmenn (einn þeirra þá fangavörður) og 1 sÖngkennari (og tónskáld). Tveir stofn- eodanna eru enn á lífi: Þórður Ólafs- son, præp. hon. í Rvík, og Magnús Bjarnarson, præp, hon. á Borg á Mýr- um. Stúkur voru þá 14 í landinu: 5 norðan, 5 sunnan og 4 vestan. Af stofn- endum voru 8 upprunnir í Norðurlandi, 4 af Vestfjörðum, 4 að sunnan og 1 að austan. — Nú var snarað á íslenzku stjórnarskrá stórstúku og undirstúkna og aukalögum fyrir þær. Indriði Ein- arsson endurskoðari, Björn Pálsson Indriði Einarsson, fyrv. stórtemplar. ljósmyndari og Jón Ólafsson önnuðust það starf. Guðlaugur Guðmundsson, síðar sýslumaður, var fyrsti umboðsmaður Hástúkunnar í Stórstúkunni. Aðeins fjórar þeirra stúkna, sem full- trúa áttu á stofnþingi Stórstúkunnar, eru enn starfandi: ísafold Fjk. á Ak- Jón Ólafsson, fyrv. stórtemplar. ureyri, Verðandi og Einingin í Rvík og Morgunstjarnan í Hafnarfirði. Reglan hefur unnið margþætt starf á Islandi. Er þar fyrst til að telja út- breiðslu bindindis með stúkustarfsemi, regluboðun, blaðaútgáfu og bæklinga og með áhrifum á löggjafarvaldið. I öðru lagi má nefna uppeldis- og menningar- gildi það, er Reglan hefur þeim til handa, er vilja hagnýta sjer það. Enn er ið þriðja, að Reglan hefur reist fundahús víða um land, og hefur þessi húsakostur komið að liði margskonar félagsskap, og ósjaldan hafa templara- húsin verið notuð til skólahalds og al- mennra funda. I fjórða lagi hafa oft verið fluttar tillögur á stúkufundum um stofnun ýmissa fjelaga, til nytja og Guðlaugur Guðmundsson, sýslumaður. fyrv. stórtemplar. menningar landsfólkinu. Fjelög þessi síðan verið stofnuð, og mörg þeirra orð- ið að liði þjóð vorri á einn eða annan hátt. Enn er ið fimmta að telja, að templarar hafa komið mörgu góðu til leiðar og málefni voru til styrktar eftir leiðum löggjafar og fyrirmæla stjórn- arvalda. I sjötta lagi hafa íslenzkir templarar kynnt land sitt og þjóð er- lendis, bæði á norrænum þingum bind- Sigurður Eiríksson, regluboði. indismanna og alþjóðamótum þeirra og í brjefum og ritgerðum til samherja víða um lönd. — Mun nú nánar vikið að hverju þessu atriði út af fyrir sig. 1) Stúkur hafa verið stofnaðaríöllum sýslum og kaupstöðum landsins, alls nær 300. Starfandi eru nú 60 undir- stúkur. Blöð þau, sem gefin hafa verið

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.