Eining - 10.01.1944, Blaðsíða 4

Eining - 10.01.1944, Blaðsíða 4
4 E I N I N G templarar eru ekki starflausir. Flest eða öll eru þetta þjóðþrifa fyrirtæki, og má af því nokkuð marka, að Reglan vinnur nú, einmitt nú, margþætt menningar- starf fyrir þetta þjóðfélag. Sumum er gjarnt að trúa því, að Reglan sé hálfdauður félagsskapur of- stækisfullra' manna. Slíkir menn fara villir vegar. Reglan er í raun og veru all- mikið vald í þjóðfélaginu og hún á að verða það í enn ríkara mæli: Hinar dreifðu stúkur í bæ og byggð, vinna mikið starf, og hinir ötulu og traustu starfsmenn Reglunnar eru margir, margir í hverri stúku. Þessir menn fórna tómstundum sínum í þarfir stúk- unnar sinnar og leggja henni auk þess mikið fé. Það væri fróðlegt að hafa skýrslur yfir allt það fé, sem stúkurnar í þessu landi hafa frá upphafi lagt fram vegna bindindismálsins. Ein stúka í Reykjavík átti merkilegt afmæli á s. 1. hausti. Þá var upplýst, að hún hefði samtals varið 80 þúsund krónum til út- breiðslu bindindis. Hvað hefur þá Regl- an á íslandi lagt af mörkum frá upp- hafi vegna málefnisins? Því verður ekki svarað. En þó að fullyrða megi, að sú upphæð sé há í krónutali, þá kæmu þó ekki öll kurl til grafar. Því að hver gæti reiknað alla vinnuna á fundum og milli funda út í krónum og aurum. Að- eins eitt má fullyrða: Þó að Alþingi hafi stundum þótzt veita Stórstúkunni ríf- lega fjárhæð til að efla bindindi með þjóðinni, myndi hlutur þess verða létt- ur í samanburði við framlög templara, og skal það þó sízt vanmetið, sem ríkis- ins er. En þó að Reglan hafi lagt mikið fé til útbreiðslu bindindis og geri árlega, má hún nú kallast vel stæð. Hafa eignir hennar aukizt allmikið hin síðari ár. 1. febrúar 1934 voru skuldlausar eignir Reglunnar á Islandi samtals taldar rúmar 946000.00 krónur og er þetta að vísu alt of lág upphæð miðað við nú- gildandi peningaverð. Af þessari upp- hæð telst eign barnastúknanna ca. kr. 14600,00, undirstúknanna ca. kr. 830.- 000.00 og Stórstúkunnar ca. kr. 101.- 000.00. Þar af nam minningarsjóður Sigurðar Eiríkssonar kr. 37124.00. Eg hefi ekki í höndum skýrslur um eigna- aukningu Reglunnar á þessu ári, en vafalaust hefur hagur hennar blómgast allverulega. Reglunni er nauðsynlegt að eflast fjárhagslega. Fjárhagslegt sjálfstæði skapar henni fleiri möguleika til að beita áhrifamætti sínum landi og lýð til blessunar. Helzt þyrfti hún engum að vera háð. Þá væri fengið það frjáls- ræði til athafna, sem æskilegt er, og að því skal stefnt. — Engum er sjálfsagt fært að meta til fulls þau áhrif, sem Reglan hefur í þjóðfélaginu. Þó virðist mega ætla, að áhrif hennar standi í órofasambandi við starfsemi hennar, fyrst og fremst megin ætlunarverk Reglunnar, sem er björg- unarstarf, fólgið í því, að forða mönn- um frá því að falla fyrir freistingum áfengisins og jafnframt að bjarga þeim, sem hafa orðið áfenginu að bráð. Hins- vegar hljóta áhrif Reglunnar að skap- ast af þátttöku hennar í öðrum verkefn- um, sem hún vinnur að og berst fyrir á hverjum tíma. Sé gildi Reglunnar og þýðing hennar athuguð hleypidóma- laust hygg eg það sannast mála, að Regl- an sé mjög áhrifarík í þjóðfélaginu og áhrif hennar séu miklu almennari, en jafnvel templurum hættir oft við að álíta. Þessi áhrif verða rakin bæði bein- línis og óbeinlínis, og getur hver maður gert sér það ljóst. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að lagasetning Al- þingis um áfengismál hefur mótast mjög af skoðunum templara, enda hef- ur Stórstúkan oftsinnis verið kvödd til aðstoðar við þá lagasetningu. Fræðsluskylda skóla um skaðsemi á- fengis er í lög komin fyrir kröfur templ- ara. Það ákvæði hafa margir skólar að vísu vanrækt, en eg vona að á því sé nú að verða breyting í barnaskólum landsins. Veit eg, að námsstjórarnir, sem allir eru templarar, nema einn, vinna fyrir það mál á eftirlitsferðum sínum. Fjöldi félaga í landinu hefir tekið bindindi á stefnuskrá sína beinlínis fyr- ir áhrif frá Reglunni, enda eru templ- arar í flestum öðrum félögum. Þannig mætti halda áfram að rekja merki Regl- unnar á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins. En hin óbeinu áhrif hennar eru þó miklu víðtækari, þótt eigi verði könnuð til hlítar. Eitt er víst, að Reglan á óskipta samúð og árnaðaróskir þorra þjóðarinnar. Samhugur hennar er áreið- anlega ekki með áfengisdýrkendum, leynivínsölum og bruggurum. Þjóðin kann á því glögg skil, hvað málstaður þessara manna þýðir. Almenningur í landinu fagnar velgengni Reglunnar og sigrum hennar í áfengismálinu, jafn- vel þó að flestir kjósi að vera aðeins áhorfendur að þeim leik, sem háður er, í stað þess að taka virkan þátt í starfinu með okkur. — Áhrifa Reglunnar í þjóð- lífinu gætir á flestum sviðum og við vonum, að þau áhrif fari vaxandi. VI. Enginn fær séð, hvað framtíðin ber í skildi. Framtíðina þarf þó aldrei að óttast. Við hana eru ávallt tengdir draumar og dáðir, draumar um sigra og unnin afrek. Mennirnir skapa fram- tíðina, en ekki öfugt. Reglan á mörg verkefni óleyst á kom- andi árum og eru sum þeirra aðkallandi. Aðalmál hennar verður að sjálfsögðu baráttan við áfengið, útrýming þess úr landinu. Á því starfi verður aldrei lát, fyrr en marki er náð. En beint og ó- beint í þágu þess máls, verður Reglan jafnframt að vinna að lausn annara mála. Nefni eg þar fyrst vegleg húsa- kynni, templarahöll, í Reykjavík. — Skortur á húsnæði hefur um skeið háð mjög starfseminni í höfuðstaðnum og þá um leið vexti og viðgangi Regl- unnar á Islandi. Hin nýja bygging Reglunnar á að verða veglegt og glæsi- legt stórhýsi, viðeigandi ytra tákn þeirra hugsjóna, sem barizt er fyrir. Þar þurfa að vera rúmgóðir salir fyrir starfsemina, auk þess minni salir og herbergi, svo að unnt verði að rækja til hlítar hið fjölþætta starf, er skapast myndi við bættar aðstæður. Ýms félaga- starfsemi (klúbbar) myndu vaxa upp- Fræðsluhringastarfsemi, sem Reglan á frumkvæðið að hér á landi, myndi dafna þar. En einkum og sér í lagi fengi þá unglingareglan, æskan, þau skilyrði til starfs og náms, sem hana skortir nú svo tilfinnanlega. Templurum er ljóst, að þessi ytri aðstaða til starfs og áhrifa er aðkallandi nauðsyn, sem verður að framkvæma í náinni framtíð — og verð- ur framkvæmd. Eg vil benda á annað mál, sem Reglan mun leggja kapp á að leysa á næstu ár- um, en það er blaðmálið. Reglan er að vísu nú þegar aðili í útgáfu blaðsins Ein- ingar, eins og fyrr var vikið að. Þetta blað þarf að stækka og koma oftar út. Takmarkið er, að Reglan eignist dag- blað, voldugt málgagn í baráttunni gegn áfengisneyzlunni og drykkjusiðunum- Það kann að líða nokkur tími, áður en því marki er náð, en þá fyrst, þegar Reglan ræður yfir fjárhagslega tryggu dagblaði, ætla eg, að hún fái notið á- hrifavalds síns til fulls og geti skapað skynsamlegt almenningsálit í áfengis- málunum. Samhliða dagblaði, þarf Reglan að eignast prentsmiðju. Hæfilega stói' prentsmiðja myndi brátt hafa nægilegt verkefni að vinna fyrir Regluna og verða starfseminni f járhagslegur bak- hjarl, þegar frá liði. Enn vil eg benda á mál, sem er vei'ð- ugt verkefni fyrir Regluna að koma 1 framkvæmd, en það er að eignast gisti- hús í höfuðborginni, annað hvort í sam- bandi við templarahöllina, ef tiltækilegt þætti, eða sem sjálfstæða stofnun. Hér vantar gistihús, svo að af þeirri ástæðu er málið tímabært. Auk þess er drykkjuskapur og óregla fastur fylgi" fiskur þeirra gistihúsa, flestra að minnsta kosti, sem starfandi eru í borg- inni, þannig að full nauðsyn er á, að stofnað yrði sem fyrst gistihús, þar sem heiðarlegir menn gætu dvalið í næði og fjarri þeim ómenningarbrag, sem drykkjuskaparóreglan setur ávalt a bústaði manna. — Nokkrar stúkur, bæði í bæjum og sveitum, hafa tekið land á leigu, sumai’ nokkra hektara, og byrjað þar trjá- rækt. Innan skams munu fleiri stúkui' hef ja þetta fagra og mannbætandi starf- Fer vel á því, að regla Góðtemplara láti ekki sinn hlut eftir liggja við að klæða landið skógi. „Hvars þú böl kannt, kveö þér bölvi at“. Góðtemplarareglan á Islandi er orðiu 60 ára. Og hún er alltaf síungur félag'S' skapur. Hún hefur starfað í anda þeiri'- ar lífsspeki Hávamála, að snúa geii'1

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.